Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 27 Ve st ur la nd sv eg u r Grafarvogur Rey kja nes bra ut 221 221 220 Kaplakriki Keldur112 113 201 200 Garðabær ReykjavíkRe ykj ane sbra ut Fífuhvammsvegur Snæfellsnes Snæfellsbær (Arnarstapi, Breiðavík, Hellnar og Staðarsveit) – 356 Snæfellsbær Í Ólafsvík er óbreytt póstnúmer – 355 Ólafsvík Á Hellissandi er óbreytt póstnúmer – 360 Hellissandur Reykjavík Snæfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Breytingar á póstnúmerum Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á póstnúmerum: Reykjavík Grafarholt (austan við Vesturlandsveg) – 113 Reykjavík Hafnarfjörður Ásland og Setbergsland – 221 Hafnarfjörður Elliðavatn 203 Breiðholtsbraut Y D D A / S ÍA Kópavogur Smárasvæði, Lindir, Dalir og allur Dalvegur – 201 Kópavogur Vatnsendablettur – 203 KópavogurLÁRUS Petersen, stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, SHS, hefur verið skipaður stunda- kennari við bráðalækningadeild há- skólans í Pittsburgh í Bandaríkjun- um, fyrstur Íslendinga og einn fárra útlendinga, að því er kemur fram á fréttavef SHS. Lárus sagðist þó í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins ekki vera á leið þangað til kennslu held- ur sé verið að veita honum titil. Lárus varð fyrstur manna hér á landi til að ljúka menntun sem bráðatæknir árið 1993. Nú eru í gangi viðræður milli SHS og há- skólans í Pittsburgh um að unnt verði að taka hluta af bráðatækni- náminu hér á landi. Lárus segir að verði af þeim hugmyndum þá verði hann tengiliður milli SHS og há- skólans. Hann segir þó að þessar hugmyndir séu á algjöru frumstigi. Byggist á mikilli verklegri þjálfun Lárus segir að þegar menn hafi lokið almennu sjúkraflutninga- námskeiði og neyðarflutninga- námskeiði eigi þeir kost á að sækja námskeið í bráðatækni. Slíkt nám tekur eitt ár við háskólann í Pitt- sburgh. Eftir tveggja ára starf sem bráðatæknar geta þeir sótt um að hefja nám sem Lárus lauk nýlega en hann telst nú vera bráðatæknir af gjörgæslusviði. Lárus lýsir því í hverju menntunin felst. „Bráðatæknar hafa menntun til þess að gera ýmislegt sem almennir sjúkraflutningamenn gera ekki, svo sem að gefa hjartarafstuð hand- virkt, setja barkaslöngur, gefa ýmis lyf, nota utanáliggjandi hjarta- gangráð og veita rafvendingu. Námið sem ég var í er beint fram- hald af náminu sem bráðatæknir. Þar er mikil áhersla lögð á þjálfun sem tengist flutningi gjörgæslu- sjúklinga milli sjúkrahúsa, bæði á landi og í lofti. Mikið er fjallað um sjúkraflug í flugvélum og þyrlum og áhrif mismunandi loftþrýstings á sjúklinga og tæki. Við lesum úr blóðprufum sjúklinga, lesum 12- leiðslu hjartalínurit, lærum upp- setningu á leggjum og slöngum í holæðar; hálsæðar, náraæðar og svo framvegis. Námið byggist mjög mikið á verklegri þjálfun á neyð- arbílum, gjörgæsludeildum sjúkra- húsa og víðar og nýtist mér því örugglega vel í starfi hjá SHS,“ segir Lárus. Morgunblaðið/Júlíus Lárus Petersen bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Rætt um að kenna hluta bráðatækni- náms hér á landi STARFSMENNTARÁÐ hefur kynnt skipulag úthlutana úr Starfs- menntasjóði fyrir árið 2001. Ráðið hefur lagt fram þemu í samræmi við stefnumörkun sína og ákveðið að veita þrenns konar verkefnum styrk. Verkefni sem tengjast notkun Nets- ins í starfsmenntun munu hljóta 20 milljóna króna styrk, verkefni sem stuðla að auknum gæðum starfs- menntunar fá einnig 20 milljónir og til starfsmenntunar erlends vinnu- afls renna 5 milljónir. Miðað er við að verklok viðfangsefna verði fyrir vor 2002. Að sögn Davíðs Stefánssonar, formanns Starfsmenntaráðs, rennur umsóknarfrestur styrkja vegna net- verkefna út 1. mars nk. og stefnir ráðið að því að afgreiða úthlutanir fyrir 2. apríl. 75% styrkjanna eru greidd við úthlutun en lokagreiðsla, 25%, þegar úrvinnslu verkefna er lokið. Auglýst verður eftir umsókn- um sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar í marsbyrjun og til starfsmenntunar erlends vinnuafls í byrjun apríl. Auk þessa verða veittar 5 milljónir til rannsóknar- og þróun- arverkefna í vor. Umsóknir á rafrænu formi Starfsmenntaráð telur að með aukinni upplýsingatækni bjóðist margir nýir möguleikar til starfs- menntunar í atvinnulífinu. Dæmi um styrkhæf verkefni gætu því verið yf- irfærsla á núverandi námskeiðum yf- ir á netform, náms- og kennslu- gagnagerð fyrir Netið og skipulögð starfsmenntun á Netinu. Sérstak- lega er hvatt til samstarfs ólíkra að- ila að verkefnum en þeir sem hafa rétt til umsóknar eru samtök at- vinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmennt- un í atvinnulífinu og starfsmenntar- áð einstakra atvinnugreina. Um- sóknir frá skólum koma aðeins til greina þegar um er að ræða sam- starf við framangreinda aðila, einn eða fleiri. Athygli vekur að nú er í fyrsta skipti einungis tekið við umsóknum á rafrænu formi og segir Davíð það hvetja til vandaðri vinnubragða og betri stjórnsýslu, ráðið nái að höndla umsóknir hraðar og fyrr auk þess sem umtalsverður tímasparnaður náist í úrvinnslu þeirra 4 til 500 um- sókna sem berist ár hvert. Úthlutanir úr Starfsmenntasjóði Nýir mögu- leikar til starfs- menntunar Morgunblaðið/Golli Davíð Stefánsson, formaður Starfsmenntaráðs, kynnti út- hlutanir styrkja ársins 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.