Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 29 Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfirði, s. 565 4424. Hef hafið störf á Línu Lokkafínu Býð alla viðskiptavini, eldri sem nýja, velkomna. Hrefna Pálsdóttir. LÍKAMSRÆKTARAÐSTAÐA Í HVERAGERÐI Glæsileg líkamsræktaraðstaða er nú tilbúin á efri hæð sundlaugarhússins í Laugaskarði. Þar eru tveir salir, 75 fm og 95 fm. Leitað er að aðilum sem hafa áhuga á að eiga og reka þar líkamsræktarstöð. Allar frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri eða skrifstofustjóri á skrifstofutíma á skrifstofunni eða í síma 483 4000. Hveragerðisbær. Svæða- og viðbragðs- meðferð Nám þetta spannar tvö ár. Námið hefst í Reykjavík og á Akureyri, miðvikudaginn 21. febrúar. Upplýsingar í síma 557 5000 kl. 11-13. Velkomin á heimasíðu skólans, www.nudd.is Nuddskólinn í Reykjavík og Svæða- og viðbragðsmeðferðaskóli Íslands. Í svæða- og viðbragðsmeðferðaskóla Íslands (SOVÍ) lærir þú: * að þekkja líkamann á nýjan hátt * að auka næmni þína og skynjun * að beita þessari þekkingu og næmni þér og öðrum til heilsubótar LANDSVIRKJUN hyggst leggja fram drög að tillögu um matsáætl- un vegna lagningar línu frá virkj- unarsvæðinu við Þjórsá að Brenni- mel í Hvalfirði í lok næsta mánaðar. Þegar hafa verið lögð fram mótmæli 505 einstaklinga gegn áformum um línuna og hafa forsvarsmenn mótmælenda lagt fram tillögu að nýrri línuleið. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að tillaga þessi verði höfð til hlið- sjónar ásamt fleiri tillögum við undirbúning verksins. Hann segir hins vegar að lagning í jarðstreng yrði margfalt dýrara fyrirtæki, en hefðbundin línulagning ofanjarðar. Landsvirkjun undirbýr lagningu línunnar til þess að geta afhent meira rafmagn í Hvalfirði. Tímasetning framkvæmda liggur ekki fyrir, en Norðurál hefur sem kunnugt er óskað eftir viðræðum vegna áforma um stækkun álvers- ins á Grundartanga upp í 300 þús- und tonna framleiðslu á ári, og á Landsvirkjun hvílir sú lagaskylda að anna aukinni eftirspurn við- skiptavina á hverjum tíma. Áformin kynnt hlut- aðeigandi aðilum Lína þessi liggur að mestu sam- hliða núverandi línu frá Sultar- tanga að Hvalfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er erfitt að finna línuleið sem almenn sátt næðist um í Hvalfirði, enda séu þar fyrir öflugar línur sem setji svip sinn á umhverfið. Undanfarin misseri hafi fyrirtækið því kynnt þessi áform fyrir landeigendum sem búa á svæðinu og sveitar- stjórnarmönnum. Þá hafi verið gerðar þar mælingar til að setja fram hugsanlegar línuleiðir og upp- dráttur af þeim verið kynntur land- eigendum og fulltrúum sveitar- stjórna. Þorsteinn Hilmarsson segir að Landsvirkjun hafi ekki tekið af- stöðu til þess hvaða leið er heppi- legast að fara, en hins vegar hafi verið leitað eftir ráðum og ábend- ingum heimamanna. Á Hvalfjarð- arströnd séu hundruð sumarbú- staða og Landsvirkjun muni á næstu vikum senda öllum sum- arbústaðaeigendum og landeigend- um bréf um áformin ásamt korti með mögulegum línuleiðum. Í kjölfarið verði svo haldnir kynningarfundir fyrir þá og aðra sem láta sig málið varða til þess að skýra áformin og meðferð þeirra hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum og þiggja ábendingar. Tillaga að matsáætlun í lok mars Samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar yrði framkvæmd við lagningu línunnar í jarðstreng, samkvæmt tillögu íbúa við Hval- fjörð, margfalt dýrari en aðrir kostir. Hver kílómetri í línunni kosti um 20 til 30 milljónir kr. en strengur geti verið 4 til 15 sinnum dýrari, eftir flutningsgetu. Í marslok er áætlunin að drög að tillögu um matsáætlun verði tilbúin til kynningar, en það er fyrsta skrefið í mati á umhverfisáhrifum. Í tillögunni verða kynntir nokkrir valkostir og dregið fram hvaða at- riði þurfi að rannsaka. Staðfesti Skipulagsstofnun matsáætlunina mun vinna hefjast samkvæmt henni nú í sumar og efnis aflað í matsskýrslu þá sem Skipulags- stofnun mun síðan byggja niður- stöðu sína um endanlega línuleið á. Mótmæli vegna áforma Landsvirkjunar um Sultartangalínu 3 að Hvalfirði Tillaga íbúa um jarð- streng margfalt dýrari       2 *  D(  *     (             ,                        >   / %    : )   D  ÞAÐ er ekki bara fullorðna fólkið sem rífur í sig þorramat þessa dag- ana, því börnin eru mörg hver hrif- in af slíkum mat. Börn og starfsfólk á leikskólanum Holtakoti á Akur- eyri héldu þorrablót og þar var m.a. boðið upp á súran hval, hákarl, hrútspunga og fleira tilheyrandi og var ekki annað að sjá en að mat- urinn rynni ljúflega ofan í börnin. Þá þótti við hæfi að vera með sér- stök höfuðföt af þessu tilefni. Þorrablót í leikskólanum Morgunblaðið/Kristján Börnin á leikskólanum Holtakoti borðuðu þorramatinn með bestu lyst. Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.