Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Árni hóf feril sinn á þessusviði með því að taka Laxáí Kjós á leigu í samvinnuvið athafnamennina Skúla
Kristinsson í Tékk-kristal og Ásgeir
Bolla Kristinsson í Sautján. Fyrsta
sumarið þeirra var frægt metveiði-
sumar, 1988, og óhætt að segja að
Árni hafi fengið byr undir báða
vængi. Þeir félagar voru með Laxá á
leigu til ársins 1993, en þá skildi leiðir
og Árni leitaði ótrauður á aðrar lend-
ur. Meðeigandi hans í dag er Val-
gerður Baldursdóttir, eiginkona
hans, en þau eiga tvær dætur. Fyr-
irtæki þeirra selur ekki einungis lax-
veiðileyfi heldur einnig silungs- skot-
veiði- og sjóstangaveiðileyfi, auk þess
að leigja út veiðibúnað, reka verslan-
ir, hanna og framleiða fluguhnýting-
arefni og bjóða íslenskum veiðimönn-
um upp á veiðiferðir til fjarlægra
landa.
Fámennur hópur
Mikil tímamót urðu hjá fyrirtæk-
inu árið 1993, það var niðursveifla í
efnahagslífi þjóðarinnar og víðar og
flestir þeirra bandarísku veiðimanna
sem hér höfðu veitt um árabil voru
stokknir til Kólaskaga í Rússlandi
sem komst mjög í tísku á þeim árum.
„Þetta var erfiður tími til að byggja
upp fyrirtæki á þessu sviði, en það
voru samt ljósir punktar. Peninga-
ástandið og hinir horfnu Bandaríkja-
menn þýddu að það var gríðarlega
mikið af lausum veiðileyfum í flestum
af þekktari laxveiðiám landsins.
Þetta var spurning um að vogun vinn-
ur vogun tapar. Ég keypti stóra veiði-
leyfapakka af bændum og leigutök-
um og seldi viðskiptavinum mínum.
Þetta kostaði gífurlega vinnu og varð
ekki gert með því einu að gefa út
bækling. Það þurfti að finna við-
skiptavini, rækta þá sem maður hafði
kynnst í Kjósinni, og sjá til þess að
þeir færu ánægðir til síns heima.
Þegar upp er staðið skiptir það öllu
máli hvort orð stóðu. Þetta er ekki
svo stór hópur manna sem stundar
þessar veiðar þegar öllu er á botninn
hvolft. Nokkur þúsund manns og
margir þeirra þekkjast innbyrðis og
tala saman. Ef maður stendur ekki
við sitt þá spyrst það út og þá þarf
ekki að spyrja að leikslokum.
Þá gerði ég talsvert af því að bjóða
hingað erlendum blaðamönnum sem
síðan skrifuðu um árnar í erlend
tímarit. Smám saman komst ég í
sambönd við klúbba, nafnalista og í
kjölfarið kom heimasíða, þátttaka á
fjölmörgum sýningum ytra og
vönduð bæklingagerð. Þetta er eins
og með kartöflurnar. Þú uppskerð
eins og þú sáir. Það tekur tíma,
þolinmæði verður að vera til staðar.
Það gerist ekkert á einni nóttu í þess-
ari starfsgrein. Stundum finnst
manni að ekkert sé að gerast mán-
uðum saman, en svo fer allt af stað,“
segir Árni.
Viðskiptavinir koma víða að
Ameríkanarnir eru enn ekki komn-
ir aftur frá Rússlandi utan einn og
einn og segir Árni að ekki sjái fyrir
endann á því ástandi því Rússar séu
stöðugt að kynna nýjar ár. „Flestir
minna viðskiptavina eru frá Evrópu
og koma þeir vítt og breitt að, t.d. frá
Ítalíu, Sviss, Bretlandi, Frakklandi
og Spáni. Svo eru gríðarlega stór
svæði þar sem ætla mætti að væru
óplægðir akrar, Bandaríkin og Japan
t.d., en sannast sagna er feiknarlega
erfitt að ná þar tangarhaldi. Veiði-
skapur manna þar er í svo föstum
skorðum að svigrúm til breytinga er
ekki mikið. Svo má ekki gleyma því
að 30–40% okkar viðskiptavina eru
Íslendingar sem eru ekki síður mik-
ilvægir viðskiptavinir okkar. Með því
að selja erlendum auðmönnum dýr-
ustu leyfin á besta tíma er möguleiki
að niðurgreiða veiðileyfi til innlendra.
Það hefur að einhverju leyti tekist og
ætti að vera hægt að gera enn betur í
þeim efnum í framtíðinni. Ég sé ekki
annað en að við þurfum á þessum er-
lendu veiðimönnum að halda. Þegar
ég var að byrja og var að kaupa þessa
pakka af bændum og leigutökum þá
voru fáir íslenskir veiðimenn að fylla í
götin sem þeir erlendu skildu eftir
sig.“
Þetta er sum sé ekki ótæmandi
markaður?
„Það liggur mikil vinna á bak við
hvern nýjan viðskiptavin og því mikið
í húfi að missa hann ekki. Slíkt getur
þó alltaf gerst og átt sér margar or-
sakir og ekki endilega þá að viðkom-
andi veiddi ekki vel. Yfirleitt taka
menn því mjög vel, enda hefur mark-
aðssetningin síðustu árin miðað að
því að laga væntingar að staðreynd-
um og tíðaranda. Fyrir 10–15 árum
voru menn að veiða miklu meira,
kannski 15–30 laxa á viku. Með því að
koma því inn hjá mönnum að hver
fiskur sé ævintýri út af fyrir sig á
þessum síðustu og verstu tímum hjá
villtum laxastofnum, þá eru menn hér
í skýjunum ef þeir fá 5–10 fiska á
viku. Auðvitað veiða margir miklu
meira, en síðustu sumur hafa sum
verið erfið, laxagöngur verið litlar og
vatnsleysi iðulega að herja á árnar.
Þessi innprenntun virðist hafa tekist,
því ég er að fá 80% minna viðskipta-
vina ár eftir ár og það verður að telj-
ast mjög hátt hlutfall.
Meiri hógværð
Árni segir að mikil umræða um
laxafriðun síðustu misseri hafi haft
áhrif á viðhorf viðskiptavina sinna og
nú sé svo komið að jafnvel hörðustu
karlarnir sem veiddu og drápu mest
séu komnir með eigin útfærslur af
friðun. Þeir t.d. annaðhvort veiði ekki
síðasta daginn eða sleppa öllum fiski
seinni hluta veiðiferðar. Sleppi öllum
legnum fiski, stórum hrygnum og
fleira í þeim dúr. Andinn sem svífi yf-
ir vötnunum sé allur afslappaðri og
hógværðin og virðingin fyrir laxinum
ráði meiri ríkjum en nokkru sinni
fyrr.
Árni er spurður hvernig á því
standi að verð á veiðileyfum séu
hærri á Íslandi heldur en í Rússlandi,
en veiðin sé að öllum líkindum lakari
hér en þar. Og, að á sama tíma veiði
menn fyrir nánast smápeninga í lax-
auðugum ám á Írlandi.
„Já, svona er þetta. Þegar veiði-
félög og leigutakar reistu stóru veiði-
húsin fyrir 20 til 30 árum sýndu þeir
mikla framsýni. Það var strax mikill
metnaður í kring um laxveiðina á Ís-
landi. Öll þessi umgjörð um laxveið-
ina á Íslandi hefur allar götur síðan
verið fyrsta flokks og hefur batnað ef
eitthvað er. Veiðihúsin á Íslandi eru
betri, leiðsögumennirnir eru betri,
bílarnir eru betri, vegirnir betri. Það
eina sem er betra í Rússlandi er sjálf
veiðin. Hins vegar er veiðin hér á
landi enn það góð að allur pakkinn
hér á landi stendur undir þessu háa
verði. Ísland komst snemma í tísku
meðal erlendra laxveiðimanna og
heldur þeim sessi þrátt fyrir að Rúss-
landi hafi skotið upp á stjörnuhim-
ininn og veiti nú mikla samkeppni um
veiðimennina. Hvað Írland varðar þá
eru þar gjöfular ár sem kosta lítið. Ég
held að það stafi einfaldlega af hefð-
inni. Írland var bara Írland, og komst
aldrei í tísku eins og Ísland gerði.“
En nú hafa komið slök laxveiði-
sumur, t.d. sumarið 2000. Hvernig
kemur fyrirtæki eins og Lax-á út úr
svoleiðis uppákomu og hvers vegna
lækkar það ekki verðlagið?
„Síðasta sumar var mjög erfitt,
bæði var að lítið var af laxi og svo
voru þurrkar óvenjulega miklir og
langvinnir. Þegar þannig árar mæðir
mikið á umgjörðinni sem við töluðum
um áðan. Ef þjónustan er í lagi þá
gengur dæmið upp, því þessir menn
þekkja laxveiðina vel og vita að það
getur alltaf brugðið til beggja vona.
Ég held að við þolum eitt svona sum-
ar í viðbót án þess að lenda í skakka-
föllum, en málið gæti vandast ef
svona ástand yrði viðvarandi. Þú
spurðir hvers vegna verðlag lækki
ekki þegar veiði dvínar. Ef laxi héldi
áfram að fækka stöðugt myndi það
auðvitað enda með því að verðið færi
niður. En eins og sakir standa er Atl-
antshafslaxinn það eftirsóttur sport-
veiðifiskur að menn borga þetta verð.
Það eru alltaf sveiflur í verði, fyrir
1–2 árum kom uppsveifla, en í augna-
blikinu er það stöðugt. Þetta fer eftir
framboði og eftirspurn.
Sannleikurinn er sá, að samkeppn-
in er gífurlega mikil milli leigutaka.
Ég er að reyna að reka fyrirtæki og
til þess að það gangi upp þarf ég að
hafa góð ársvæði. Ef við lítum á
Blöndu og Miðfjarðará, síðustu stór-
árnar sem fóru í útboð, var ég ekki
með nema 10–15% hærri tilboð í þær
heldur en Stangaveiðifélag Reykja-
víkur sem er helsti keppinauturinn.
Ef ég hefði boðið lægra hefði ég ein-
faldlega ekki fengið árnar. Ef menn
skoða síðan verðskrárnar þá hækka
kannski sumir tímar veiðitímans á
meðan aðrir lækka.“
Selur betur að boða veiða-sleppa
fyrirkomulagið?
„Þetta skiptist í hópa. Bandaríkja-
mennirnir eru aldir upp við þetta og
sumir þeirra kveinka sér jafnvel ef
lax er drepinn í viðurvist þeirra. Evr-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni Baldursson og Valgerður Baldursdóttir með heimilishundana.
ÞETTA ER BARA
FRAMKVÆMDAGLEÐI
Stéttin er ekki stór, en fáeinir Íslendingar hafa af því lifibrauð
að selja veiðileyfi. Einn þeirra og sá umsvifamesti, er Árni Bald-
ursson sem stofnaði fyrirtæki sitt Stangveiðifélagið Lax-á árið
1987. Árni fæddist 1963 í Reykjavík og átti heima á Bollagötunni.
Hann gekk í Æfingardeild Kennaraskólans og síðan í Árbæjar-
skóla, þaðan sem hann lauk gagnfræðaprófi. Að loknu skólanámi
hellti Árni sér út í stangveiðina og allt sem henni viðkom. Hann
gerðist leigutaki veiðiáa 1981 og leigði fyrst Laxá og Bæjará í
Reykhólasveit. Fljótlega fór Árni að greiða götu erlendra stang-
veiðimanna og skipulagði veiðiferðir og veitti leiðsögn við veiðiár.
Þessari starfsemi óx fiskur um hrygg og árið 1987 var Lax-á form-
lega stofnað.Stangveiðifélagið Lax-á veitir alhliða þjónustu á sviði
stangveiða, skotveiða og útivistar sem þeim tengjast, jafnt innan
lands og utan.
eftir Guðmund Guðjónsson
„Ísland hefur gefið
sig út fyrir að vera
með hreina náttúru og
hreina laxastofna.
Margir sem hér veiða
reglulega hafa hörfað
frá öðrum löndum
vegna mengunar, fisk-
leysis og þeirrar
umgjarðar sem sjó-
kvíaeldi sveipar
laxveiðiárnar ytra. Ég
held að stjórnvöld í
landinu verði að setj-
ast niður og athuga
sinn gang vandlega.“
Morgunblaðið/Golli
Í Útivist og veiði í Síðumúla er m.a. starfræktur veiðileyfamarkaður og
sýndar fluguhnýtingar.