Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 49 ÞAÐ er með réttu hvatt til þess að efla almenningssamgöngur í borg- inni, og að fólk noti strætisvagna í stað einkabíla, enda nær ógerlegt að gera gatnakerfi þannig og auka svo bílastæði að allir geti alltaf not- að einkabíl í miðborginni. Í borgum nágrannalanda, t.d. á Norðurlönd- um, nota menn almenningsvagna miklu meira en hér, fara flestir með þeim í vinnu, skóla og annað, enda ekki bílastæði að finna fyrir þús- undir bíla í miðborginni, svo er einnig hér. Borgaryfirvöld hafa reynt að bæta almenningssamgöngur hér, en á þeim er þó einn stór galli. Ferðir eru allt of strjálar, eða 20 mín. minnst milli vagna. Strætisvagnar verða því óaðgengilegur kostur, þegar bíða þarf allt að 20 mín. eftir næsta vagni, e.t.v. bæði þegar farið er að heiman og heim, einnig ef skipta þarf um vagn á leiðinni. Tíðni ferða þarf því að vera minnst 10 mín. á aðalannatíma dagsins, svo sem var fyrir nokkrum árum. Mættu vera færri ferðir, t.d. á 20 mín. fresti, um kvöld og helg- ar. Það var mikið óheillaspor að fækka ferðum svo sem gert var. Það veldur því að flestum finnst strætisvagn óaðgengilegur kostur. Sjálfur nota ég oft strætó, finnst það mjög þægilegur ferðamáti, en hinar strjálu ferðir eru stundum hindrun og þá freistandi að taka bílinn og aka frekar en bíða 20 mín. eftir næsta vagni. Ég veit að það kostar mikið að auka tíðni ferða um helming, en þessu fé gæti verið vel varið til að draga úr ofnotkun einkabíla, sem nú er svo áberandi. Ég hvet því borgaryfirvöld til að reyna þetta, verja í það fé, en spara annað í staðinn. Mætti þá einkum draga úr kostn- aði við bílastæði og aðstöðu sem kemur einkabílum til góða, en leggja áherslu á að leiðir stræt- isvagna séu greiðar og þeir njóti forgangs í umferðinni, stöðumæla- gjöld má hækka. Minni notkun einkabíla leiðir óbeint til sparnaðar, m.a. í viðhaldi gatna, og gerir borg- ina geðfelldari með því að draga úr mengun, hávaða og fleiru sem bíla- þröngin veldur. Það skiptir því öllu máli að ferðir strætisvagna verði það tíðar og greiðar að fólki finnist aðgengilegur kostur að nota þá. KRISTINN BJÖRNSSON, sálfræðingur. Ábending til forráða- manna SVR og borgar- stjórnar Frá Kristni Björnssyni: Svo mörg voru þau orð Þóris, en hann mun áður hafa verið fisk- sölumaður hjá fyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum og síðar fyrir eigin reikning í Flórída. Nú vakna spurningar, sem gott væri að fá svar við. Ekki af því að málið sé mér undirrituðum skylt á nokkurn hátt, heldur sem einum þegni þessa lands, sem annt er um ímynd og orðstír íslenskra flaka hefir goldið afhroð á Bandaríkja- markaði. Íslandsmenn hafa að nokkru leyti misst markaðsmálin úr hendi sér og nú hagnast fjöldi amerískra innflytjenda á íslensk- um fiski í stað íslensku fiskifyr- irtækjanna í Ameríku, sem eru veikari fyrir vikið. Viðskiptafrelsið lengi lifi.“ ÞÓRIR S. Gröndal, fisksölumaður, búsetur í Flórída, hefur annað slagið sent frá sér pistla sem birst hafa í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Sunnudaginn 22. október sl. birtist pistill frá Þóri, þar sem hann gerir að umtalsefni sölu á ís- lenskum fiski til Bandaríkjanna eftir að útflutningurinn var gefinn frjáls fyrr á árum. Allt frá því að pistill þessi birtist hef ég beðið eft- ir viðbrögðum frá einhverjum þeirra manna eða fyrirtækja, sem málið varðar, en enginn hefur látið í sér heyra og finnst mér það væg- ast sagt furðulegt. Fullyrðingar Þóris eru eftirfarandi: „Eins og þið hafið líklega heyrt, hefir vegur og vandi íslenska þorsksins, hérna í henni Ameríku, dalað verulega á síðasta áratug eða síðan útflutn- ingurinn var gefinn frjáls á Ís- landi.“ Síðar segir í greininni: „Læt ég nægja að segja að gæða- þjóðarhag. Eru sárindi Þóris sprottin af því að hann hafi sjálfur misst spón úr aski sínum þegar fiskútflutningurinn var gefinn frjáls eða er hann þeirrar skoð- unar að einokun sú, sem íslensku fisksölufyrirtækin í Bandaríkjun- um höfðu á fiskkaupum frá Ís- landi, hafi átt að standa til eilífð- arnóns, þ.e.a.s. að lífsskoðun Þóris sé: Einokunin lengi lifi. Fullyrðingar Þóris eru það al- varlegar að í fyrsta lagi fiskútflytj- endur og öðru lagi útflutningsyfir- völd hljóta að taka málið til gaumgæfilegrar skoðunar og rann- saka ofan í kjölinn, þannig að upp- lýst verði, hvort staðhæfingar Þór- is séu fleipur eitt eða hvort einhver fótur sé fyrir þeim. ÞÓRHALLUR ARASON, fv. framkvæmdastjóri. Einokun eða viðskiptafrelsiFrá Þórhalli Arasyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.