Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FUGLAR eru jafnan samtaka og sammála þegar þeir hópast saman og þeysa um loftin. Sendlingarnir í Skerjafirði eru þar engin undanteking og þar fara þeir allir sem einn í sömu beygjuna, á sama hraða og í sama hall- anum. Stefnan er greinilega sett á sameiginlegan áfangastað. Morgunblaðið/Ómar Sendlingar í Skerjafirði Rannsókn- arstofur sameinaðar STJÓRNARNEFND og fram- kvæmdastjórn Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) hafa ákveðið að sameina rannsóknarstofnun Land- spítalans við Hringbraut, rannsókn- arstofu spítalans í Fossvogi og rann- sóknarstofur í sýkla- og veirufræði í Fossvogi í eina rannsóknarstofnun. Var reikningshald rannsóknarstofa sameinað frá og með 1. janúar sl. und- ir nafni Rannsóknarstofnunar LSH. Er að því stefnt að því að endurskipu- lagning á starfsemi Rannsóknar- stofnunarinnar leiði til 12% hagræð- ingar á árunum 2001 og 2002 samanborið við seinasta ár. Fram kemur í nýju yfirliti Magn- úsar Péturssonar, forstjóra LSH, að unnið var allt síðastliðið ár að und- irbúningi þess að rannsóknarstofur spítalans yrðu reknar eins og um fyr- irtæki væri að ræða. Fram fór kostnaðargreining á starfseminni og hefur heilbrigðis- ráðuneytið ákveðið hvernig viðskipt- um við þetta fyrirtæki skuli háttað. LSH er stærsti kaupandi þjónustunn- ar eða um 66%, hlutdeild heilsugæsl- unnar í viðskiptunum er um 14%, einkareknar lækningamiðstöðvar o.fl. standa fyrir 14% viðskiptanna, og aðrar heilbrigðisstofnanir 6–7%. LÍNUR eru nokkuð farnar að skýr- ast í afstöðu ráðamanna gagnvart þeim kostum í málefnum Reykjavík- urflugvallar sem í raun verður kosið um 17. mars. Yfirvöld samgöngumála og flugmála eru á einu máli um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í svipaðri mynd og nú. Það er einnig afstaða forystu- manna á landsbyggðinni sem rætt hefur verið við og forystufólks í ferða- þjónustu og flugrekstri, en sjónarmið þeirra koma fram í einni greininni. Verulega skiptar skoðanir eru meðal borgarfulltrúa um val á kost- um, sumir vilja völlinn alveg í burtu og þá er helst horft suður fyrir Hafn- arfjörð en aðrir sjá möguleika á því að búa til byggingarsvæði á núverandi flugvallarsvæði með því að flytja meginhluta flugumferðarinnar á nýja austur-vestur-braut sem byggð yrði út í sjó. Þá eru þau sjónarmið einnig uppi að halda beri flugvellinum í óbreyttri mynd og leggja ekki í fjár- festingar þar, til að hægt verði að losa alla Vatnsmýrina þegar réttar að- stæður skapast í innanlandsfluginu. Ekki hefur verið ákveðið endan- lega hvað spurt verður um en í um- ræðunni nú mun vera að leggja ein- ungis grundvallarspurninguna fyrir, það er að segja hvort Reykjavíkur- flugvöllur eigi að vera áfram í Vatns- mýrinni eða fara burt eftir 2016. Stefnt er að afgreiðslu málsins í borg- arráði næstkomandi þriðjudag. Í greinaflokki Morgunblaðsins um framtíð flugvallarins, sem hefst í dag og birtast mun í sex næstu blöðum, kemur einnig fram að framkvæmdir við nýjan flugvöll til snertilendinga eru áformaðar á árinu 2003, sam- kvæmt flugmálaáætlun. Til greina koma nokkrir staðir á Reykjanesi, í Melasveit og á Mosfellsheiði og er unnið að mati á þeim. Áætlað er að slíkur völlur kosti um 250 milljónir kr., skv. upplýsingum samgönguráðu- neytisins. Þegar hann kemst í notkun mun flughreyfingum á Reykjavíkur- flugvelli fækka um 19 þúsund, eða um nærri því fjórðung. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framhaldið en hugsanlegt er að einkaflugið flytjist síðar á þennan nýja flugvöll. Í meginatriðum má segja að reif- aðir hafi verið fimm kostir varðandi flugvöll undir innanlandsflugið. Í fyrsta lagi að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni með óbreyttum hætti, í öðru lagi að gerð verði ný austur-vesturbraut út í Skerjafjörð sem muni losa um talsvert land í Vatnsmýrinni, þá að gerður verði nýr innanlandsflugvöllur við Löngusker í Skerjafirði, í fjórða lagi að nýr flug- völlur verði gerður í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar og loks að inn- anlandsflugið verði flutt til Keflavík- ur. Þrátt fyrir þá kosti sem borginni hefur tekist að velta upp hefur sam- gönguráðuneytið, flugráð og Flug- málastjórn haldið sig við fyrri af- stöðu, þá að aðeins væri um tvo kosti að velja, Reykjavíkurflugvöll eða Keflavíkurflugvöll. Ítarlegur greinaflokkur um framtíð Reykjavíkurflugvallar Horfur á að kosið verði um tvo kosti Morgunblaðið/Árni Sæberg  Framtíð flugvallar/10–15 MEIRI eftirspurn er nú eftir þjón- ustu heilsugæslulækna á höfuðborg- arsvæðinu en stöðvarnar geta ann- ast og fjöldi fólks þarf að bíða lengi eftir þjónustu. Fjöldi fólks er án heimilislæknis og ekki unnt að út- vega því lækni þar sem þeir sem þeg- ar eru starfandi eru þegar með of marga skjólstæðinga á sinni könnu. Þetta kemur fram í ritstjórnar- grein eftir Emil L. Sigurðsson, yf- irlækni á heilsugæslustöðinni á Sól- vangi í Hafnarfirði, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur einnig fram að þrjátíu heimilislækna vanti að minnsta kosti til starfa á höfuðborgarsvæðinu miðað við að hver læknir skuli sinna um það bil 1.500 sjúklingum. Þyrftu þeir að vera 120 en í dag eru þeir 90. Emil L. Sigurðsson tjáði Morgunblaðinu að áhugaleysi stjórnvalda á málinu væri alvarlegt og væri nú svo komið að heimilislæknar hyrfu úr greininni og legðu í sérnám í öðrum sérgreinum. Forgangsröðun ekki rétt Emil segir í grein sinni að upp- byggingu heilsugæslunnar á höfuð- borgarsvæðinu miði hægt. Þjónust- an sé vel skilgreind í lögum en láðst hafi að búa svo um hnútana að heilsugæslan geti sinnt hlutverki sínu og bið sé löng eftir þjónustu. Segir hann þetta meðal annars koma fram í aukinni ásókn til Læknavakt- arinnar og Barnalæknavaktarinnar. Í samtali við Morgunblaðið segir Emil að skorturinn sé í raun meiri en þessir 30 læknar ef reikna eigi með að leysa þurfi lækna af í sumar- og námsleyfum. „Mér hefur ekki fund- ist heilbrigðisyfirvöld forgangsraða rétt í uppbyggingunni og eru bæði aðstaðan og kjörin slík að unglæknar eru ekki ginnkeyptir fyrir að leggja þessa grein fyrir sig,“ segir Emil og segir lítið hafa verið spurt um lausar stöður. Átján stöður heilsugæslu- lækna eru nú lausar víða um land og gegna þeim unglæknar eða læknar úr öðrum sérgreinum til bráða- birgða. Þá segir hann að nokkuð á annan tug lækna hafi undanfarin misseri horfið úr greininni og hafið sérnám í öðrum sérgreinum, m.a. endurhæfingarlækningum og geð- lækningum. Emil segir jafnframt að þótt bætt verði úr aðstöðu og unnt að fjölga læknisstöðum dugi það eitt ekki til. „Það þarf jafnframt að bæta kjörin og Félag íslenskra heimilislækna hefur markað þá stefnu að heimilis- læknum beri sambærileg kjör og læknum í öðrum sérgreinum. Þar er átt við að heimilislækni sé gefinn kostur á að vinna sjálfstætt á eigin stofu eða á þeirri heilsugæslustöð sem hann starfar eftir að hann hefur uppfyllt vinnuskyldu sína. Þannig gætu þeir fengið sambærilegar tekjur og aðrir sérfræðingar.“ Föst mánaðarlaun heilsugæslulækna eru um 260.000 og eftir 15 ára starf eru þau orðin um 290.000. Taki þeir að sér fleiri sjúklinga en þá 1.500 sem miðað er við hækka föstu launin fyrir hverja 100 skjólstæðinga sem bæt- ast við. Hámarksfjöldinn má vera 2.400 og fyrir það fá læknar um 120.000 krónur til viðbótar. Um þrjátíu heimilislækna vantar í heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Læknar farnir að leita í annað sérnám

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.