Vísir - 01.06.1979, Síða 20

Vísir - 01.06.1979, Síða 20
Föstudagur 1. júnl 1979 hœ kiakkar! Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir Mynd til umræðu Hvað er að gerast á myndinni? Haldið þið að börnin á myndinni leiki sér vel saman? Af hverju? Hver getur verið með til að hjálpa börnunum og gæta þeirra? Getur svæðið, sem þið sjáið á myndinni, gef ið börnun- um næga athafnamöguleika? Hver ákveður, hvernig leiksvæði eru hönnuð? Ef þið mættuð ákveða það, hvernig mynduð þið þá vilja hafa leiksvæðið í kringum húsið ykkar? Haf ið þið verið spurð álits? Hvaða leið þurfa mennirnir i bátnum að fara til að komast að skipsflakinu og þaðan að eyjunni? Hættuleg kóralrif Hvaö er þetta? Strikið milli stafanna i réttri stafrófsröð Litla kvöldsagan; Blauti litli bangsinn Kristján var að hlaupa niður götuna. Það var ausandi rigning og hann var með regnhlífina sína. Allt í einu sá Kristján að brúnn lítill bangsi lá í einum pollínum. Aumingja litli bangsi. Hann lá þarna aleinn og rennblautur. Ég get farið með hann heim og þurrkað hann, hugsaði Kristján með sér. En ég á hann ekki. Svo tók hann bangsann upp og fór í öll næstu hús. Hann hringdi alls staðar í dyrasima en alls staðar var svarið: Nei, þetta er ekki minn bangsi — minn bangsi er farinn að sofa. En loks kom Kristján að litlu húsi. Hann heyrði að einhver var að gráta þar inni. Hann bankaði á dyrnar. Hefur einhver hér týnt bangsa? spurði hann. Já, þarna var einmitt lítil stúlka, sem hafði týnt bangsanum sínum. Mikið varð hún fegin að fá hann aftur. Hún vafði svo bangsa sinn inn í hlýtt handklæði og þurrkaði hann. Kristján hljóp áfram heim á leið. Hann var ósköp glaður yfir því að hafa fundið bangsann litlu stúlkunnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.