Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 14
VÍSIR Miðvikudagur 6, júni, 1979 sandkom Gunnar Salvarsson skrifar Halldór RITDEILA Skemmtileg ritdeila er nú i uppsiglingu milli tveggja framsóknarmanna, Jónasar Guómundssonar stýri- manns, málara og blaóa- manns meó meiru og Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóii, bindindisfrömuó- ar og bókmenntagagnrýn- anda Tfmans. Halldór hóf leikinn meö hvassri ádrepu á þrjár sunnudagsgreinar.eflir Jónas, sem honum þóttu all- ar vondar. Jónas svarar fyr- ir sig á laugardag undir fyrirsögninni „Stórtemplar fær sér neöan I þvf um helgi. Þaö minnir mig á ummæli sem höfö voru um Halldór á þá leiö aö hann væri búinn aö skrifa svo oft og lengi um brenniviniö aö ,,þaö fyrsta sem mér dettur alltaf I hug þegar ég sé Halldór er aö fá mér einn gráan”. Jónas Gisll raular Gisli Sigurösson ritstjóri Lesbókar Morgunblaösins sér ofsjónum yfir poppinu eins og margir aörir sem komnir eru af léttasta skeiöi. t siöustu Lesbók gerir hann vinsældir Helga Péturssonar aö umtalsefni og finnst pressan hafa gert alltof vel viö hann. ,,Sá sem raular eitthvaö inná plötu, veröur næstum sjálfkrafa ástmögur pressunnar og útvarpsins”, segir hann. 1 leiöinni fer hann háöuleg- um oröum um viötöl almennt I Helgarblaöi Vfsis og segir: ,,Nú blö ég meö óþreyju eftir næsta segulbandsviötali I helgarblaöi VIsis og vona aö það veröi langt.” Viö skulum vona aö ekki llöi á löngu þar til Visir tekur segulbandsviötal viö Gisla, en viö skulum llka vona aö þaö veröi stutt. Umsjón: Edda Andrésdóttir Paul Newman: Eg get ekki lelkiö unga kappa aö eilífu... Newman I hlutverki sinu i Quintet. Paul Newman er orðinn fimmtíu og fjögurra ára. Nýj- asta myndin sem hann leikur i, heitir Quintet, sem Robert Altman leikstýrir. En nú beinist áhugi hans allur aö þvi aö gera kvikmynd byggöa á sögunni The Front Runner, metsölubók um hómosexualista. Hann hefur reyndar haft áhuga á þessu slöustu þrjú árin. Hann fékk Robert Redford til aö leika á móti sér aöalhlutverkiö I myndinni, en Redford hætti siö- an við. „Þetta er stórkostleg saga”, segir Newman. „óllk nokkru sem ég hef áöur fengist viö”. Hann var spuröur um hugsan- leg viðbrögð aðdáenda hans ef hann léki kynvilling. Og þá sér- staklega kvenfólks. „Fólk verður aö taka þvi og breytast eins og ég breytist. Ég get ekki leikið unga kappa aö eillfu. Ég þarf á einhverju nýju aö halda”. Hann kveöst oft hafa hugsað um að snúa sér frá kvikmynd- um. „En ég á svo marga góöa vini I þessum bransa. „Þannig að ef einhver snýr sér að mér, þá finnst mér ég skuldbundinn til-að hlusta aö minnsta kosti. I upphafi var mér lika hjálpaö af mörgum, og mér finnst ég þurfa aö borga þeim aftur. Þar aö auki er konan min, Joanne, mjög heilluö af kvikmyndaleik og hún lætur mig ekki I friöi fyrr en ég er farin aö gera eitthvað. Hún hvetur mig reyndar stööugt til að leika á sviöi, en ég held það veröi alltof erfitt fyrir mig nú”. Hjónaband þeirra tveggja hefur enst I meira en tvo ára- tugi, og er sagt eitt þaö ham- ingjusamasta I Hollywood. En timarit og blöð birta þó öðru hverju sögur um aö hjónabandið sé aö fara út um þúfur, eöa ann- aö í þeim dúr. „Þeir veröa aö selja þessi blöö sín”, segir Newman viö þvi. „Ég er hreint ekki spenn- andi náungi, og Joanne ekki heldur, og hvaö höfum viö þá aö segja? Hjónaband okkar er ró- legt og gott, og guöi sé lof fyrir þaö. En þaö er ekkert æsandi aö segja frá þvl I blöðum. Við lát- um litiö fyrir okkur fara og stundum ekki samkvæmislífiö. Þess vegna veröa þeir aö búa til sögur, — um þaö aö Joanne sé afbrýöisöm eöa ég. Svo er mjög vinsælt aö segja frá þvl aö Joanne þoli ekki lengur aö vera gift kyntákni. Sú saga selur all- mörg eintök”. Aðalfundur Sölusambands íslenskra f iskframleiðenda verður haldinn í hliðarsal Hótel Sögu fimmtu- daginn 7. júní n.k. og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum Lagabreytingar. STJÓRN SÖLUSAMBANDS ISLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA Laus staða. Lektorsstaða I uppeldisgreinum viö Kennaraháskóla ís- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, svo og um ritsmiöar og rannsóknir, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. júni n.k. Mcnntamálaráðuneytið, 1. júnl 1979. Laust starf Staða sveitarstjóra í Miðneshreppi, Sandgerði, er hér með auglýst laus til umsóknar. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendisttil skrifstofu undirritaðs fyrir 20. júní 1979. SVEITARSTJÓRINN I SANDGERÐI. Fró Tónlistarskólanum ó Akranesi Staða skólastjóra við Tónlistarskóla Akraness er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júni nk. Nánari upplýsingar gefur formaður skóla- nefndar, Haukur Sigurðsson.í síma 93-1211 eða 93-2459 frá 11. júní nk. SKO LANEFND. Að kröfu innheimtu rikissjóðs, Gjoldheimtunnor í Reykjavík, innheimtu Hafnarfjarðar, ýmissa lögmanna og stofnana verður haldið opinbert nauðungaruppboð laugardaginn 9. júní n. k. kl. 14,00 að Helluhrauni 2A, Hafnarfirði. Selt verður: Bifr. G-868, G-1033, G-1577, G- 1790, G-1930, G-2199, G-2680, G-2755, G-2854, G- 3061, G-3313, G-4061, G-4184, G-4671, G-4791, G- 4923, G-5046, G-5268, G-5380, G-5506, G-5919, G- 5945, G-6158, G-6282, G-6505, G-6657, G-7098, G- 7132, G-7266, G-7628, G-7691, G-8397, G-8979, G- 9928, G-10108, G-10226, G-10283, G-10384, G- 10750, G-10953, G-11170, G-11181, G-11874, G- 12044, G-12192, R-11765, R-26685, R-29165, R- 37134, R-47543, R-60837, 0-1631, Subaro 1600 óskráð, loftpressa, sjónvarp, ísskápur, frysti- kista, sófasett, sófaborð, hillusamstæða, kommóða, þvottavélar, harmonika, pappírs- skeiðarhnífur, 40 hlutabréf samt. að n.v. kr. 200.000.- Kl. 15.00, við Lyngmóa í Garðakaupstað, stórbyggingarkrani af teg. Linden. Kl. 15.30, að Breiðabólstað Bessastaðahreppi, sambyggð vél af Sfenberggert-gerð, þykktar- hefill og hefill. Kl. 16.00, að Melabraut20, Hafnarfirði, sand- blástursklefi. Uppboðshaldarinn í Hafnarfirði, Garðakaup- stað og Kjósarsýslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.