Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 5
jUmsjön: Katrin Pálsdóttir VÍSIR Miðvikudagur 6, júni, 1979 utsogunarsog kjörgripur föndrarans Fjölvirk stingsög (jigsaw) með aflúrtaki fyrir margskonar fylgihluti svo sem slípi- og fægihjól og fræsarabarka með ýmsum fylgihlutum. Verð ón fylgihluta kr. 25.970 Verð með fylgihlutum kr. 33.980 Tilvaldar gjafir handa allri fjölskyldunni PÓSTSENDUM Um tima leit svo út I nótt að all- ar vélar af gerðinni DC-10 yrðu kyrrsettar. Þetta átti við allar þær vélar, sem skráðar eru i Bandarikjunum. Það voru samtök flugfarþega i Bandarikjunum sem fóru fram á að vélarnar yrðu kyrrsettar þar ta sannanir lægju fyrir um öryggi þeir ra. Heimsmeistarinn f skák, Anatoly Karpov frá Sovétrikjun- um, og Bandaríkjamaðurinn Walter Browne, munu leiða sam- an hesta sina i Las Vegas i september. Browne er fyrrver- andi Bandarikjameistari í skák. Það hefur tekið mUda vinnu og þolinmæði að koma þessu móti á milli meistaranna. Verðlaunin eru ekkert smáræði.. 50 þúsund dalir. Karpov, sem er 28 ára gamall, hefur teflt við Browne niu sinnum og hefur hann gert sex sinnum jafntefli en unnið þrjár skákir. Browne er þritugur. Hann vann bandariska skákmeistaratitilinn árið 1974, 1975 og 1977. Ákveðið hefur verið að i hverja skák þeirra Karpovog Brownfari tveir timar, hver keppandi fær 60 minútur til að hugsa sig um. Við höfum hentugt verkfœri til ýmiskonar föndurvinnu. DREMEL frœsari verkfæri með 1001 möguleika. Fræsar. borar.slipar.fægir.*" sker út • grefur»brýnir. Fjölmargir fylgihlutir fáan- legir svo sem fræsaraiand. haldari/ ótal oddar, sagir og sliparar Verð kr. 19.650 Bandariska loftferðareftirlitið hefur gefið út yfiriysingu þess efnis, að vélarnar séu öruggar. Eftir þá yfirlýsingu, ákvað dóm- arinn, sem fjallaði um málið, Aubrey Robinson, að fresta þvi. Undirbúið hafði verið að senda skeyti út þess efnis að allar skráðar DC-10 yrðu kyrrsettar. En rétt áður en skeytið átti að fara, var breyting á og dómarinn frestaði málinu. Allar DC-10 flugu þvi eftir áætl- un i' Bandarikjunum 1 gær og nótt, en miklum hluta innanlandsflugs Bandarikjanna er annað af DC-10 flugvélum. Vélar af gerðinni DC-10 eru i allt 138 i Bandarikjunum. Ef áætl- un þeirra fellur niður, ferallt flug úr skorðum, bæði innan Banda- rikjanna og einnig i ýmsum öðr- um löidum, þvi að DC-10 vélar eru i eigu flestu stærstu flugfé- laga heims. Muhammad Ali heimsmeistari i hnefaleikum, getur fleira en barið frá sér. Hann tekur sér stundum penna i hönd og dregur ails konar linur. Nýjasta myndin hans er bygging Sameinuðu þjóðanna I New York. Hann afhenti Kurt Waldheim verkið innrammað nýlega. Jóhannes Páil páfi, sem nú er i sinu heimalandi, Póllandi, hefur haldið þrumandi ræöu yfir lands- mönnum. Páfi hefur boðað I ræð- um si'num að kirkjan eigi að skipta sér meira af pólitiskum málum. Landar páfa hafa tekið honum eins og hetju og mörg hundruð þúsund manna hlýtt á mál hans. Páfi var erkibiskup i Krakow i 14 ár, en þar var hann nú i' fjóra dagaogfékk einstakar móttökur. Jóhannes Páll hefur ekki komið til borgarinnar siðan hann settist á páfastól, en þar eru margir hans bestu vinir og ættingjar. Páfi hefur lýst það skoðun sina á fundum með háttsettum mönn- um kirkjunnar, að biskupar og prestar eigi að berjast fyrir meiri völdum kirkjunni til handa i löndum, þar sem marxistar ráða rikjum. Páfi benti á að kirkjan i Póllandigætialdreistarfað vel og á eðlilegan hátt, ef henni væri ekki tryggö góð vinnuskilyrði. Páfi lét i ljósi óánægju með að- búnað kirkjunnar i Póllandi. Bvltingar- ráð í Ghana Byltingarmenn i Afrikurikinu Ghana hafa tilkynnt að þeir hafi nú landið undir sinni stjórn. Ungir menn i hernum standa að bylting- unni, en þeir tilkynntu i útvarpi i gær að þeir hefðu myndað stjórn. Stjórn Fred Akuffo hershöfð- ingja, sem tók völdin i júli'mánuði i fyrra, hefur verið steypt, að sögn byltingarmanna, sem hafa útvarpið á sinu valdi. Leiðtogi byltingarmanna, Jerry Rawlings flugliðsforingi, tilkynnti iútvarpi að búið væri að skipa tiu manna byltingarráð. Rawlings var handtekinn áður á þessu ári, en þá misheppnaðist byltingartilraun i iandinu. Ráðgert hafði verið að kosning- ar færu fram i Ghana i júni. Til- kynning hefur verið gefin út þess efnis að undirbúningur undir þær sé i fullum gangi og að þær muni fara fram á tilsettum tima. Byltingarmenn hafa ekki til- kynnt hvað hefur oröið af Akuffe hershöfðingja, en hann tók völdin i byltingu fýrir um ári. Nýju valdhafnarnir i landinu kenna Akuffe um að. hafa komið efnahagsmálum landsins i algjöra ringulreið. Þá tilkynntu þeir einnig aö stokkað yrði upp i hernum. Þrumar yfir Pólverjum Elnvígi Karpovs og Browne DC-10 FLUG- BANNIFRESTAÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.