Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 15
15
FREKJA OG TILLITS-
LEYSI FULLORÐINNA
í MJðLKURBÚÐUM
Móðir hringdi:
„Ég er ekkja og þriggja barna
móðir og get ekki lengur orða
bundist yfir þvi hörmungar-
ástandi sem rikt hefur i
mjólkurmálunum. Skömmtunin
er ranglát. Þar sem ein-
hleypingar fá alveg sama
skammt og barnafjölskyldur og
sjá allir að það er ekkert rétt-
læti.
Þetta er þó ekki það versta
heldur hitt hvernig fólk hefur
hagað sér i biðröðunum i
mjólkurbúðunum. Ég hef orðiö
vitni að þvi er tvær fullorðnar
konur hrintu litlum dreng út úr
röðinni og skipuðu honum að
fara aftast og fleiri lik tilvik hef
ég horft uppá. Fullorðna fólkið
og þá ekki sist eldra fólk hefur
margt hagað sér eins og það
segir að unglingarnir hagi sér.
Tillitsleysi, frekja og eigin-
girni hefur einkennt framkomu
fjölda fólks i þessu mjólkur-
verkfalli og maður verður
hreinlega fyrir áfalli að horfa
upp á þetta”.
Húsmóðir i Kópavogi
hringdi:
„Ég las á dögunum viðtal i
Visi við fóstrurtvær sem töluðu
mikið um hörgul á fóstrum og
þær þyrftu að vera fleiri á
hverju barnaheimili. Mér finnst
þetta ganga nokkuð langt þegar
þeim finnst sem þær gætu ekki
annað nema fimm börnum.
Mér þykir það nú ekki mikil
vinna að hugsa aðeins um fimm
börn allan daginn. Sjálf hef ég
átt fjögur börn og finnst að ungt
fólk eigi ekki að láta sér detta i
hug að tala svona.
I viðtalinu tala fóstrurnar
einnig um að þær geti ekki
annað nema fjórum börnum á
aldrinum 1-3 ára og þó þurfa
þær ekki að hugsa um mat
handa börnunum, bara hafa of-
an af fyrir þeim.’
^íbíoj RAKBLAÐIÐ
er búlð lil úr sænsku platlnu-
húðuðu gæðastáii (0.09 mm)
Reynúu BáO
vlð næsta rakstur.
%(BÍO)
RAKVÉL KOSTAR SVIPAÐ
0G GOTT RAKOLAÐ 0G
ENDIST ÚTRÚLEGA LENGI.
Ballograf B/C AB
UMBOÐ:
Þórður Sveinsson&Co. h.f.,
Haga v/HofsVallagötu,
Reykjavík Sími 18700
<#>AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hagtryggingar h.f. árið 1979
verður haldinn að Hótel Holt (Þingholti) í
Reykjavík laugardaginn 9. júní og hefst kl.
14.00.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta fé-
lagsins.
Aðgöngumiðar að f undinum og atkvæðaseðlar
verða afhentir hluthöfum eða öðrum með
skriflegt umboð frá þeim í skrifstofu félags-
ins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, dagana
6. til 9. júní á venjulegum skrifstofutíma.
STJÓRN HAGTRYGGINGAR HF.
bíleigendur
r-_
Almennur félagsfundur FIB verður
í kvöld kl. 20.30 að Hótel Borg.
Fundarefni: Áframhaldandi aðgerðir.
Frummælendur: Hörður Einarsson,
ritstjóri Vísis
Sveinn Torfí Sveinsson, verkfræðingur.
Fundarstjóri: Arinbjörn Kolbeinsson.
Nýir félagsmenn velkomnir.