Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 23
. } .... Svala Nielsen syngur 12 lög eftir Ingólf Sveinsson. Lögin sem Svala Nielsen syng- ur eru eftir Ingólf Sveinson. Þetta er nýtt prógramm sem aldrei hef- ur veriö sungið fyrr. Textarnir eru eftir Guðmund Böðvarson, Stein Steinarr og Ingólf sjálfan. „Þetta eru mjög létt og falleg lög, og ég hef mjög gaman af að syngja þau”, sagði Svala I viðtali við Visi. Ennfremur sagði hún að hún hefði reynt áður að fá að syngja lög eftir Ingólf en sökum hlédrægni hans hefði ekki orðið úr þvi fyrr en nú. Utvarp í kvöld kl.19.35: Einsöngur í útvarpssal: Svaia Nielsen syngur Hér sést Aiexander Haigh (t.v.) að ræða viö Frederick Weyland, þáverandi yfirmann herja Bandarikj- anna i Vletnam, og Ellsworth Bunker, ambassador. Myndin var tekin þegar Haigh fór sendiför fyrir Nixon til Vietnam á timum striðsins þar. Svíarnir spyrja Halgh Sviar tala við Alexander Haigh heitir mynd, sem er á dagskrá sjónvarpsins kl 21.55 i kvöld. Þar svarar Haigh, sem er yfirmaður herafla NATO, spurningum sænskra sjónvarpsmanna. Alexander Haigh var áhrifa- maður i Bandarikjunum um ára- bil áður en hann tók við starfi sinu hjá NATO, m.a. var hann hátt- settur ráögjafi Richard Nixons forseta og sá maöurinn, sem átti hvað mestan þátt i þvi að Nixon fékkst til að segja af sér á sinum tima. Sjónvarp í kvöid kl. 20.35: Lífsglaðir apakettir „Þessir apar eru algengir á Indlandi og þar I kring. Þeir eru mikið notaðir I sambandi við læknisrannsóknir, blóðflokkun og annað sb"kt”, sagði Óskar Ingi- marsson, þýðandi fræðslumynd- arinnar „Lifsglaðir apakettir”. ,,Á striðsárunum þá var erfitt að komast þangað austur svo að nokkur hundruö apar voru fluttir á eyju skammt frá Puerto Rico, sem heitir Cayo Santiago. Aparn- ir eru merktir á sérstakan hátt, bæöi eyrnmarkaöir og númerað- ir, þannig að auðvelt er að fylgj- ast með þeim. Þetta er ákaflega sérkennilegt þjóðfélag með stéttaskiptingu og svipar um margt til mannlegs samfélags”. Óskar sagðist sjálfur kalla þessa apa musterisapa. Hann sagði að myndin væri ákaflega skemmtileg og myndirnar væru góðar og náðst hefðu myndir áf öpunum við hinaróliklegustu aö- stæður. útvarp 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 A vinnustaönum Umsjónarmenn: Haukur Már Haraldsson og Hermann Sveinbjörnsson. Kynnir: Asa Jóhannesdótt- ir. 14.30 Miðdegissagan 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttír. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatiminn. 17.40 Tónleikar. 18.00 Víðsjá (endurtekin frá morgn inum). 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii- kynningar 19.35 Einsöngur I útvarpssal: Svala Nielsen syngur 20.00 Ka mmertónleika r 20.30 CJtvarpssagan: ,,Fórn- arlambið” eftir Hermann Hesse Hlynur Arnason lýk- ur lestri þýöingar sinnar (14). 21.00 Píanósónata nr. 8i B-dúr op. 84 eftirSergej Prokofjeff Lazar Berrnan leikur. 21.30 Ljóð eftir Kristin Bjamason frá Asi í Vatns- dal Hrafnhildur Kristins- dóttir les. 21.45 tþróttir Hermann Gunn- arsson segir frá. 22.05 Aö austan Birgir Stefánsson kennari á Fá- skrúðsfiröi segir frá. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30. Barbapapa 20.35 Lifsglaði: apakettír 21.05 Valdadraumar 21.55 Sviar tala við Alexander Haig 22.25 Dagskrárlok. sTö r æ n i n g j á s kVd íÖ~ ök k áro’a"GengBÍáö Stóratburöir reka nú hver annan á landi hér. Er svo kom- ið, að erfitt er um vik að henda reiður á öllum þeim markverðu viðburðum, sem á daga okkar drifur. í gær var frá þvi greint að tU landsins hefði komið ,,sjó- ræningjaskip” undir Singapore- fána, en af isienskum uppruna. Visir hafði svo mikiö viö að greina frá komu þessa skips i aðalfrétt á forsiöu og skal ekki dregiö I efa að þar hafi eðlilegt fréttamat ráöiö ákvörðunum visra manna. Eigi verður þaö þó talinn minni viöburður þegar varafor- sætisráöherra Kinverja, sjálfur Geng Biao (sem öllum á vita- skuld að vera að góðu kunnur), kemur i opinbera heimsókn til tslands, þó að það hafi ekki ver- ið efni nema i baksiðufrétt. Nefnið nafn mitt þegar ykkur liggur litiö viö, sagöi Halldór Laxness þegar hann tók viö heiðursnoktorsnafnbótinni forð- um daga á hátiðarsamkomu i Háskólabiói. Sennilega hefur Geng Biao ko-mið hingað meö sama hugarfari og nóbelsskáld- ið okkar, þegar hann hræröi þjóðina meö þessum fleygu orö- um. Þjóðin hefur hins vegar aldrei leitað til Halldórs þegar henni hefur legiö svo litið við aö þurfa á ráðleggingum að halda við stjórn efnahagsmála. Er þó lík- legt að nóbelsskáldið hefði ekki lagt á verri ráð en okkar annars ágætu stjórnmálamenn. En Geng Biao kom út hingað meö sinni góðu konu, sem ber ekki slorlegra nafn en frú Zhao Lanzinag. Útvarpið tók fram að okkar heimsfrægu rábherrar dr. Ólafur Jóhannesson og Benedikt Gröndal hefðu tekið á móti hin- um tigna erlenda gesti ásamt með háttsettum islenskum em- bættismönnum. Ekki verður annað sagt en við séum for- framaðir i höfðingjamóttökum og fer vel á þvi. Geng Biao hefur þegar rætt viö einvalaliö úr rikisstjórninni. Undirritaður hefur ekki spurnir af þvi hvernig ráðherrarnir, hver fyrir sinn flokk, greindu frá öllum siðum og háttum við landsstjórnina hér heima. Þess er hins vegar aö vænta aö þeir hafi ekki leyst svo frá skjóðunni að okkar tigna gesti sé I öllum smáatriðum ljóst, hversuteygja má framogtil baka það sem við sameiginlega köllum rikis- stjórn. Þrátt fyrir miklar bylt- ingar og þar á meöal menning- arbyltingar og byltingar gegn , ,the gang of four” hafa Kin- verjar aldrei lært þau rikis- stjórnarbrögð, er viö höfum iök- að hér norður við heimskauts- baug, án þess að heimurinn hafi fylgst svo gjörla með þvi sem hérhefur gerst, nema þá helst I þorskastriðum. Sannleikurinn er sá, að heimsfriönum væri stefnt I hættu ef varaforsætis- ráðherra svo voldugs og fjöl- menns rikis sem Klna er fengi hugboð um, hvaða æfingar er I raun og veru unnt að hafa frammi, þegar menn á annab borð eru komnir f rikisstjórn. Astæöa er þvi til að brýna þagmælsku fyrir okkar ráöherr- um að þvi er þau rikisstjórnar- fangbrögð varöar, sem viö einir allra þjóða kunnum skil á. Þó að þagmælska verði ekki talin hin sterka hlið okkar ágætu ráð- herra, má gera ráð fyrir að þeir skilji mikilvægi þagmælskunn- ar i þessu tilviki, enda miklu nær fyrir þá að inna okkar tigna gest um baráttuaðferðir gegn veröbólgu eins og þær eru á- stundaðar I Kina. Er nokkuð víst að með þvi móti má halda uppi liflegum stjórnmálaum- ræðum fram eftir sumri, þegar Geng Biao er floginn. Aðstoðarforsætisráðherra Kina verður þó að fá greinar- góðar skýringar á blaðafréttum um Islensk draugaskip frá Singapore. Færi vel á þvi aö fé- lagi Ragnar Arnalds samgöngu- ráðherra greindi gesti okkar frá þeim ummælum óskars Vigfús- sonar formanns Sjómannasam- bandsins að nákvæmlega verði athugað hvort þetta skip sigli undir sjóræningjafána og ef svo reynist þá geti allt gerst eins og hann komst að orði i Visi I gær. Jafnframt ætti samgönguráö- herraab vitna til orða Sigurðar Sigurðssonar talsmanns Sjó- mannafélags Reykjavlkur i Visi I gær, en hann sagði að áhöfnin væri allra þjóða lýöur (þar á meðal islendingar) sem ráðin væri á skipið á mjög lélegum launum. Það væru góð skipti á upplýsingum, ef Geng Biao fengi allt að vita um sjóræn- ingjaskipiö okkar og okkar virðulegu ráðamenn höndlubu i staðinn nokkra vitneskju um verðbólguna I Kina. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.