Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 7
KR hefur jafnaö 1:1. — Wfl helm Fredri k sen stekkur i loft upp og fagnar marki sinu. Visismynd Friðþjófur Svelnbjörn sð um aö skora fyrlr flkranes - Hann skoraöl öll mörk Skagamanna sem slgruðu KR-lnga a Laugardalsvelllnum (gærkvöldi ! ,.Eg : bara : skil lekkert Sveinbjörn Hákonarson var hetja Skagamanna i' leik þeirra gegn KR i gærkvöldi, enda ekki á hverjum degi, sem sami mabur skorar þrjú mörk í leik. Eftir leikinn þyrptust áhangendur Skaga- manna aö honum með miklum fagnaöarlátum sem vonlegt var, en þaö var minni fögnuður i kring um Matthias Hallgrimsson sem skoraði ekki mark i leiknum þrátt fyrir upplögö tækifæri tíl þess. „ Ég bara skil ekkert i þessu, þaö er eins og mér sé fyrirmunaö að skora þessa dagana”, sagöi Matthias, er við ræddum viö hann á Laugardalsvelli i gær- kvöldi. ,,En eigum viö ekki aösegja aö þetta komi bara i næsta leik” bættí hann viö. — Ert þú öruggur aö kom- ast i liðið i næsta leik eftir þetta i kvöld? ,,Ég vona þaö, og ég er viss um aö þegar mér tekst loks- ins að koma boltanum i netíö þá róast ég og fleiri munu fylgja á eftir. Þetta er oröið sálrænt lika, hjá mér þegar svona illa gengur uppi viö mark andstæöinganna.” ,,Ég er nú búinn að spila sjö leiki i röð meö Akranes- liðinu án þess að skora, hef ekki komið tuörunni i netið - siöan fyrir Indónesiuferöina, en þegar ég pota einu marki, þá kemur þetta allt saman” sagöi Matthias Hallgrims- son, leikmaður sem er þekktur fyrir allt annaö en að fara illa með marktæki- færi sin, þótt lftið gangi hjá honum í markaskoruninni þessa dagana. gk-. mSí,S!!L« Staðan i 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu er nú þessi: Akranes 3 2 1 0 6:3 5 Valur 3 1 2 0 5:2 4 ÍBK 3 1 2 0 4:0 4 Fram 2 1 1 0 4:2 3 ÍBV 2 1 1 0 2:0 3 KR 3 1 1 1 3:4 3 KA 2 1 0 1 5:4 2 Víkingur 3 1 0 2 3:8 2 Þróttur 2 0 0 2 1:4 0 Haukar 3 0 0 3 1:7 0 Markhæstu menn: Sveinbj. HákonarsonlA 5 Gunnar Ö.Kristjáns Vík. 2 SveinnSveinss. IBV 2 IngiB. Albertss. Val 2 Pétur Ormslev Fram 2 Gunnar Blöndal KA 2 ÞórirSigfúss. IBK 2 Næstu leikir fara fram i kvöld en þá leikar Næstu leikir fara fram i kvöld en þá leikar Þróttur/Fram og KA/IBV. Sveinbjörn Hákonarson var hetja Akranesliðsins, sem sigraði KR-inga 3:1 á Laugardalsvelli i gærkvöldi er liðin léku þar i 1. deild Islandsmótsins i knatt- spyrnu. Sveinbjörn skoraði öll mörk Akranesliösins og eitt þeirra var með fallegustu mörk- um sem sést hafa á þeim velli, viðstöðulaus „negling”, algjör- lega óverjandi fyrir markvörð KR. Sigur Skagamanna i gær var sanngjarn en tölur eins og 2:1 eða 3:2 hefðu gefið betri mynd af leiknum. En það vantaði allan brodd I sóknarleik KR-inganna sem þó höfði i fullu tré við Skaga- mennina úti á vellinum lengst af. Þrir af fastamönnum KR-inga léku ekki með i gær, Ottó Guð- mundsson, landsliðsmaður sem fingurbrotnaði við vinnu i gærdag og þeir örn Guðmundsson og Sigurður Pétursson sem báðir voru i keppnisbanni. Þegar KR missti síðan þá Stefán örn Sigurðsson og Guð- mund Jóhannesson útaf i fyrri hálfleik vegna meiösla og staðan var 1:0 fyrir Akranes bjuggust flestir við að eftirleikurinn yrði Skagamönnunum auðveldur en svo varð þó ekki. Sveinbjörn Hákonarson haföi náð forustunni fyrir Akranes strax á 6. minútu. Sigþór ómars- son hafði þá fengið langa send- ingu inn i vitateig KR, og hann sendi boltann á Sveinbjörn sem kom á fullri ferð inn i teiginn og skoraði með lausu skoti út við stöng. KR vörnin þarna illa á verði. En KR-ingarnir jöfnuðu á 32. minútu eftir mikla skyndisókn þar sem Sverrir Herbertsson lék upp völlinn og átti góða sendingu á Wilhelm Fredericsen sem skoraði með föstu skoti i bláhorn- ið. A 38. minútu fékk Matthias Hallgrimsson gullið tækifæri til að færa Akranesi forystuna að nýju þegar Haukur Ottesen KR- ingur gaf á hann inn i vitateig (!) en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum „fraus” Matthias alveg og KR-ingar afstýrðu hættunni. Minútu siðar náðu KR-ingarnir fallegu upphlaupi sem endaði með skalla frá Sæbirni Guð- mundssyni en rétt yfir. Þegar siðari hálfleikurinn hófst hafði dregið fyrir sólu og mjög dofnaði yfir leiknum. Þó fékk Matthias aftur firnagott tækifæri til að skora á 51. minútu en skot hans af 2-3 metra færi fór i þver- slána og út. — Minútu siðar skaut Wilhelm Frederiksen yfir frá vitapunkti og svo var litið um tækifæri þar til alveg undir lokin og Sveinbjörn Hákonarson nýtti tvö fyrir Akranes. Fyrra markið skoraöi hann með þrumufleyg af 15 metra færi eftir að varnarmaður KR hafði skallað frá og þaö siðara þremur minútum siðar með lausu skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Kristjáni Olgeirssyni. Orslitin þvi 3:1, og fögnuður Skagamanna mikill i leikslok. Aðstæður á Laugardalsvelli i gærkvöldi voru frábærar, sólskin, logn og hiti og um 2000 manns mættu á völlinn. Þeir fengu að sjá liflegan fyrri hálfleik en siðan dofnaði yfir leiknum. Sem fyrr sagði var sigur Skagamanna sanngjarn, þeir verða hættulegir i sumar með sitt. jafna lið þótt bestu menn þeirra i gær hafi verið Sveinbjörn Hákonarson, Kristján Olgeirsson og Arni Sveinsson. Það er óþarfi fyrir KR-inga að örvænta þrátt fyrir þennan ósigur, það býr margt i KR-liðinu „Mér finnst alveg ástæöulaust að vera að sækja dómara með þessa getu alla leið austur á Firði”, sagði Kristinn Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar KR eftir leik KR og Akraness i gærkveldi. Greinilegt var að Kristinn var mjög óánægður með þáttHjörvars Jenssonar, ogvildi, hann meina að hann hafi leyft Skagamönnum að komast upp með allt of mikla hörku. sem er skipað ungum leikmönn- um. Þeir eiga eftir að ná enn bet- ur saman og þá koma sigrarnir. — Bestu menn KR i þessum leik voru Sigurður Indriðason, Birgir Guðjónsson og Guðjón Hilmars- son sem átti ágæta spretti. Dómari var Hjörvar Jensson og var greinilegt að hann var hrædd- ur, enda mun þetta vera fyrsti stórleikurinn sem hann dæmir. Margir dómar hans orkuðu tvi- mælis og hann var heppinn að leikmenn fóru ekki út i meiri hörku en raun bar vitni. „Það er greinilega liðin sú tiö aö KR leiki fastast allra liða”, sagði Kristinn. „Hinsvegar léku Skagamennirnir þannig i þessum leik að það er engu likara en að dagskipun til þeirra hafi verið að sparka KR-ingana niður og jarða þá. Það segir sina sögu aö tveir leikmenn okkar þurftu á Slysa- varðstofúna eftir leikinn”, sagði Kristinn að lokum. gk-. KR-IHGAR ÖHRESSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.