Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 16
16 Sex Þursar I sólskinsskapi, t.f.v. Karl Sighvatsson, Ásgeir Óskarsson, Egill ólafs- son, Lárus Grímsson, Tómas Tómasson og Þóröur Árnason. Mynd: Pétur Maack. Ljósin i bænum. RISAHUÖMLEIKAR I HÖLLINNI Þriójudagskvöldiö 12. júni nk. veröa haldnir rokktónleikar I Laugardalshöil þar sem fram munu koma tvær af merkustu rokkhl jómsv eitum okkar, Þursaflokkurinn og Ljósin i bænum. Þriöja númeriö veröur svo Magnús og Jóhann, en þeir hafa nú aö einhverju leyti tekiö aftur upp þráöinn þar sem frá var horfiö fyrir mörgum árum. Kynnir á tónleikunum veröur Helgi Pétursson og er ekki ó- sennilegt aö hann bregöi á leik og syngi eitt eöa tvö lög af nýju plötunni sinni, ,, ti I þess aö draga standardinn niöur”, eins og hann komst sjálfur aö oröi á blaöama nna fundi. Rokktónleikar af þessum styrkleikaflokki hafa ekki veriö haldnir hér i háa herrans tiö og ekki spillir fyrir að báöar hljómsveitirnar senda frá sér nýjar plötur fyrri hluta júni- mánaðar. Plata Ljósanna i bæn- um mun koma I verslanir, að sögn Steinars Berg hjá Steinum hf., sama dag og hljómleikarnir eöa þannnæsta. Plata Þursanna er væntanleg fyrstu vikuna i júni, aö sögn Egils Ólafssonar yfirþursa. Forráöamenn hljómleika- haldsins ætla aö reyna eftir fremsta megni aö halda miöa- veröi i lágmarki. Hefur vériö skotiö á 3.500-4.000 kr. á miðann og er þaö nokkuð ódýrara ai á venjulegt islenskt sveitaball. Þarf ekki aö draga fjööur yfir þaö, aö þaö þarf góöa mætingu til þess aö fyrirtækiö standi und- ir sér. I kjölfar þessara hljómleika munu Ljósin i bænum og Magn- ús og Jóhann gera víðreist um byggöir landsins og mun Helgi Pétursson veröa sérstakur gest- ur i þeirri ferö. Þursaflokkurinn sækir hins vegar, aö loknum hljómleikunum, á erlend mið og mun ætlun Þursa aö leika viöa á Noröurlöndunum, en hafa ein- hvers konar bækistöö i Kaup- mannahöfn. Nýr liðsmaður Þursaflokksins veröur kynntur á tónleikunum i Laugardalshöll, Lárus Grims- son hljómboðsleikari, áöur I Eik og Þokkabót. Mun hann koma i stað Karls Sighvatssonar i Norðurlandaferðinni, en i Laug- ardalshöllinni ætla þeir báöir aö mæta „spikfeitir og almennileg- ir” eins og konan sagöi. Fyrir utan allt þaö merkilega sem hér hefur verið nefnt að framan, er einu viö aö bæta, Fálkinn hf. og Steinar hf. vinna saman aö þessum hljómleikum en þessi tvö stærstu hljómplötu- fyrirtæki landsins hafa ekki lagt ,,kinn viö kinn” um árabil. Núna er ætlunin að sliöra vopnin og er vonandi aðþaö megi veröa til einhverrar frambúðar svo leiöinlegan blett sem rigur þeirrahefur sett á allt það sem snýr að plötumarkaöinum. —Gs al HAMARK HRYLL- INGSINS? „DAWN OF THE DEAD” Handrit og leikstjórn George A. Romero. L'ramleidd a f Richard P. Rubin- stein. Aöalhlutverk: David Emege, Ken Foree, Scott H. Reingier, Gaylen Ross. 30/5 San Jose California. Allt nær hámarki, ákveöin tiskatil dæmis. Hér I USA hefur ákveðin ti'ska i gerö kvikmynda náö hámarki meö myndinni „DAWN OF THE DEAD”. Þessa tisku má einkenna með oröinu „hryllingur”. Myndir, sem einkennast af ó- hugnaöi og viöbjóöi, hafa lengi fylgt HoUywood en þessi fer fram úr flestu sem undirritaður hefur séö. í stuttu máli fjallar myndin um endurkomu dauðra. Þeir risa úr þægilegum gröfum og taka aö þvælast um á meðal AÐ OFBJOBA FÍNU TAUGUNUM hinna lifandi. Leggjast á likama þeirra sem þeir mæta og éta. Tveir landgönguliðar, þyrlu- flugmaöur og kona hans eru á flótta undan herskörum hinna dauðu sem vegna plássleysis i helviti æða um jöröina. Þessi fjögur komast á þyrlu yfir i mikið og veglegt verslunarset- ur. Þar tekst þeim aö eyöa hin- um dauöu sem fyrir eru og hreiðra um sig mitt i allsnægt- unum. Er alveg kostulegt aö sjá þetta fullorðana fólk breytast i litla krakka er það kemst I tæri viö allsnægir stórverslunarinn- ar. Manni dettur i hug, aö mun- urinn á hinum fullorðnu og börnunum sé kannski ekki svo mikill. Báöa hópana dreymir um aðgang aö allsnægtunum. Mvndin vekur upp fleiri spurningar. Hvort fólkiö i þessu yfirfljótandi allsnægtalandi sé ekki oröiö andlega dautt. Hvort allur þessi tilreiddi mun- aður drepi ekki manneskjuna, geri hana að vélrænu sigráðugu fyrirbrigöi, sem lætur algerlega stjórnast af sefjandi auglýs- ingaflóöi sem helst i hendur við vandlega skipulagt framboö. Dauða fólkiö i myndinni var ekki svo mjög frábrugöið þvi samsafni sem maður sér dag- kvlkmyndir Ólafur M. Jó- hannesson skrifar frá S a n J o s e , Kaliforniu. lega velta innum sjálfvirkar dyr stórmarkaðanna. Augun rauöaf sjónvarpsglápi miðjan fram- stæð af bjórþambi. önnur spurning sem myndin vakti var: Hvernig liður manni mitt i paradis sem ekki má snerta á neinu? Stórmarkaður- inn i myndinni var sem litill þverskuröur af paradis. Þar var allt sem einstaklinginn dreymir um ogumbúöirnar hin- ar girnilegustu. En þeir dauðu voru of sljóir til aö snerta á neinu, rétt eins og hinn almenni maður sem i gegnum refsikerfi uppeldisins lærir að koma ekki viö neitt sem einhver annar „á”. Manni varð betur ljóst hve hlutskipti almúgamannsins i allsnægtaþjóðfélaginu er ömur- legt er þeir einstaklingar i myndinni sem voru „lifandi” náöu stórmarkaönum á sitt vald og tóku að gæða sér á gersem- unum. Almúgamaöurinn veröur að láta sér nægja aö mestu að hnusa af réttunum. „Hinir” sem „eiga” þá lúta ööru kerfi. Aö fráslepptum sundurskotn- um likömum, áköfu mannáti og ööru i svipuöum dúr, var þessi mynd alls ekki svo hryllileg. Hún gerir einfaldlega grin að allsnægtaþjóðfélagi sem senn hefur náö hámarki. Handunnin fegurðli Aldraö fólk i Bústaöasókn hefur I vetur komiö saman vikulega og þá meöal annars unniö viö handa- vinnu undir leiðsögn kennara. Fyrir skömmu var haldin i safn- aöarheimilinu sýning á afrakstr- inum og kenndi þar margra grasa. Bústaðasókn hefur nú um þriggja ára skeið gengist fyrir samkomum aldraöra oghefur aö- sókn að þeim veriö mjög góö. Samkomurnar hafa verið haldnar á miövikudögum milli kl. 14 og 17 yfir vetrarmánuöina. Þar hefur eldra fólki gefist kostur á aö hitt- ast, spjalla saman og vinna handavinnu. Auk þess voru haldnir fyrirlestrar um ýmis málefai, kórar komu i heimsókn ogsungufyrir samkomugesti. Þá veittu sóknarpresturinn og organistinn fólkinu aöstoö hvor á sinu sviði. Safnaöarráö Bústaöasóknar skipulagöi þessar samverustund- ir, en formaöur þess er Áslaug Gisladóttir. Aöalkennari var Magöalena Sigurþórsdóttir, en Lára Asbjörnsdóttir sá um veit- ingar. A handavinnusýningunni gat aö Hta fjölmarga muni sem margir hverjir báru vott um listrænt hand- bragö og áratuga þjálfun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.