Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 06.06.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR Miðvikudagur 6, júni, 1979 IVð EVRðPUMET SETT í EYJUM Tvö Evrópumet voru sett á sjó- stangveiöimóti sem haldiö var um helgina I Vestmannaeyjum. Georg Kristjánsson setti Evrópumet meö 9.1 kilóa keilu, en Sigrún Sveinbjörnsdóttir með 8.6 kflóa steinbit. . Úrslitin i sjóstangveiöimótinu voru annars þau aö i karlaflokki var efstur Sveinn Jónsson VE með 178,5 kg. 1 næstu sætum voru Jóhann Kristinsson og Bjarki Arngrimsson AK. í kvennaflokki varð hlutskörpust Ester óskars- dóttir VE með 95.8 kg. Næst henni komu þær Elinborg Bernódeusd. VE OG Roswitha Abel, Austur- riki. í sveitakeppninni sigraði sveit Akureyrar með 448 kg afla. Næstu sveitir voru sv. Sveins Jónssonar VE og sv. Hjálmars Eiðssonar VE. Bátabikarinn hlaut Karl Guö- mundsson skipstj. á Hafliða VE- 13. Hann skilaði á land 791.8 kg. afla. Heildarafli var 2838 kg. Stærsti fiskur var 50.4 kg. lúða. —p.i. .’&pfíí •r, 9 í jBBpy ;jj Piy 1 ! Bátarnir koma aö seinni daginn. FRAMHALDSRANNSOKN FRÍHAFNARMALSINS ER EKKI ENN LOKIÐ Framhaldsrannsókn á Fri- hafnarmálinu er enn ekki lokið en hún hefur staöið yfir frá því um miöjan febrúar. Rannsóknin var fyrirskipuð vegna frétta i Visi um aö aukagjald væri lagt á sumar vörur Frihafnarinnar til aðdylja hluta af rýrnun sem þar ætti sér staö. Það var I byrjun nóvember sem rannsóknin hófst eftir að Visir hafði itrekað birt fréttir um hið meinta aukagjald. Hátt i 100 manns voru yfirheyrðir og bókhaldsgögn skoðuð. Margir játuðu að hafa vitað um auka- álagningu á vörur og fékkst það staðfest úr bókhaldsgögnum, sem sýndu að til dæmis hafði áfengi verið selt i flugvélar Arnarflugs á hærra verði en sagði I auglýstri verðskrá Fri- hafnarinnar. Um mánaðamótin janú- ar/febrúar voru gögn málsins send rikissaksóknara og eftir að hafa haft þau til athugunar i skamman tima ákvað hann að itarlegri rannsókn skyldi gerð. Hefur hún staðið yfir siðan og er það Ólafur I. Hannesson. fulltrúi lögreglustjórans á. Keflavikur- flugvelli sem hefur hana með höndum eins og frumrannsókn- ina. Ólafur sagði i samtali við Visi fyrir helgina að hann hefði óskað eftir ýmsum gögnum sem tók langan tima að afla. Hann væri nú að vinna úr þessum gögnum, en ekki væri hægt að segja til um hvenær þessari framhaldsrannsókn lyki. —SG „ERFIBARI EH OFT AflUR” - seglr Kjartan Jóhannsson s|ávarútvegsráðherra um ákvðrðun llskverðs „Þetta verður vafalaust eins erfitt og svo oft áður ef ekki erfiðara”, sagði Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra við Visi er hann var spurður um ákvörðun á nýju fiskverði en það átti að liggja fyrir 1. júni sl. „Það verður farið yfir stöðuna næstu daga. Ný viðhorf hafa skapast við þá miklu oliuverðs- hækkun sem er framundan”, sagði Kjartan. „Eins hafa komið fram ný viðhorf i yfirnefndinni sem menn þurfa að glöggva sig á”. „Ég tel æskilegra að það verði hægt að greiða fyrir veiðum á ufsa og karfa i sumar með einum eða öðrum hætti þannig að þær yrðu hagkvæmari en ella en leiðirnar geta sjálfsagt verið mis- munandi”, sagði Kjartan. —KS UndanUágur frá verkbannl vsi Verkbann þaö sem Vinnuveit- endasamband Isiands hefur boðaö frá og meö 18. júni næst- komandi nær ekki til eftirfar- andi starfsemi, samkvæmt samþykkt sambandsstjórnar VSl: 1. Heilbrigðisþjónustu, þar með talin lyfjaverslun og hvers- konar þjónusta við sjúkrahús og aðrar heilsugæslustöðvar, svo og gistihús. 2. Hverskonar þjónustu við lög- gæslu, slökkvilið, öryggis- gæslu og neyðaraðstoð svo og hverskonar þjónustu við skóla og aðrar menntunarstofnanir. 3. Farþega- og póstflutninga hverskonar á landi og i lofti og þjónustu við þá er slika flutninga annast. 4. Vélgæslu og vörslu fasteigna, framleiðslutækja, afurða og annarra verðmæta. 5. Verslunar með bensin, oliur og oliuvörur, afgreiðslu oliu- skipa og oliuflutninga. 6. Smásöluverslunar með mat- vörur. 7. Vinnu við útgáfu, prentun og dreifingu dagblaða. 8. Dreifingar áburðar og fóður- bætis. 9. VSl veitir undanþágur vegna nú ófyrirséðra knýjandi nauðsynja og ótalinna þjóð- félagslegra mikilvægra starfa eftir nánari ákvörðun á hverjum tima”. Þau settu Evrópumet, hann Georg Þ. Kristjáns meö 9.1 kg keilu og hún Sigrún Sveinbjörnsd. meö 8.6 kg. steinbit. Visismyndir: GS Vestmannaeyjum. oo SEXTÍU œ SEX NÖRÐÚR Slagveðursfötin fro Sjóklæðagerðinni ó alla fjölskylduna SJÓBÚÐIN GRANDAGARÐI 7 - REYKJAVlK SIMI 14114 - HEIMASlMI 14714

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.