Vísir - 11.06.1979, Side 6

Vísir - 11.06.1979, Side 6
6 VÍSIR Mánudagur 11. júnl 1979^ 5din« siMih 33600 Þegarskynsemin rœður kaupa menn V® yA kveikjara: Bic kveikjarinn er fyrir ferdariítill, og fer vel i hendi. Stórt tannhjól auöveldar notkun. A Bic kveikjara kviknar alltaf þegar reynt er aó kveikja, meöan gasiö endist. Meira en 6 milljónir kveikjara seldust í Sviþjóó 1978. . Hlutdeild B ic í solunni voru 4 milljónir. Þetta segir meira en mörg orö. UMBOD: Þóröur Sveinsson&Co. h.f., 0 Haga v/Hofsvallagötu, IfAtLOGRAFi*/CAB Reykjavík Sími: 18700. í:kz ::::: sil: n::x Nýkomin Reykjaborð í Antik-stíl Ódýr - folleg heimilisprýði Gorn- og honnyrðoyörur i miklu úrvoli Ingóifsstræti í (gegnt Gomlo bió) ■•■■■ ■■■•• ***** j ■■ j j **j*j jj j jj jjjjj ****j *jjjj ÞROSTUR Evjan Mön: RÍKI VÍKINGANNA í ÍRLANDSHAFI - Dúsunfl ára afmæll Dingsins í sumar Vagnhestur skokkar um götur I höfuöstaðnum Douglas. Það verður mikið um dýrðir á eyjunni Mön i sumar. Þá halda eyja- skeggjar upp á þúsund ára afmæli þingsins. Það kem- ur saman á stað sem nefn- ist Tynwald, sem er sama nafnið og Þingvellir. Fyrsti gestur eyja- skeggja verður forseti ís- lands Kristján Eldjárn, en hann verðurá Mön í endað- an júní. Forsetinn mun m.a. verða viðstaddur Víkinga- veisluna svokölluðu. Hún er haldin til að minnast þess að norskir víkingar stigu fyrst á land á Mön ár- ið 798 í borginni Peel. Þingið gæti verið eldra en Alþingi. Engar ritaðar heimildir eru til um þaö hvenær þing kom fyrst saman á Tynwald. Þeir sem þekkja gerst til, halda þvi fram aö þingiö getiö veriö eldra en okkar islenska Alþingi. Allar likur benda til þess aö þing hefi komiö saman fyrir 950. En fullvist er aö það kom reglu- lega saman frá 970, og fram á þennan dag. Þaö á þvi langa óslitna sögu að baki, en þaö sama veröur ekki sagt um okkar Alþingi Norskir kóngar á Mön Norömenn réðu ríkjum á Mön i næstum 400 ár. Þaö hefur sett sin merki á menningu eyjaskeggja. Frá 970 riktu norskir kóngar og fram til 1265. Ýmis staðarnöfn hafa geymst i gegn um aldir, þrátt fyrir aö nor- rænir menn hafi ekki ráöið rikj- um i aldir á Mön. Tveir stærstu bærirnir heita Laxey og Ramsey. Flugvöllurinn á eyjunni heitir Ronaldsway, sem er upprunalega Rögnvaldsvegur, Þá má einnig finna nöfn eins og Foxdale, sem er upprunanlega Fossdalur. Norsk prinsessa. Þegar norskir vikingar komu til Mön, þá var þar fyrir keltneskur þjóöflokkur. En þeir blönduðust fljótt eyjarskeggjum. Norömenn geröu sér far um aö halda yfirráöum sinum yfir eyj- unni f írlandshafinu. Þaö gat ver- ið erfitt, þar sem langur vegur er heim til Noregs. En þeir konung- ar sem riktu þar.tóku sér gjarnan norskar prinsessur fyrir konur. Mikil brúökaup voru þá oft haldin i Noregi. Sagan um Cecilia er ennþá sögö á Mön. Hún var norsk prinsessa sem var gefin konunginum á Mön um miöja tólftu öld. Mikiö brúö- kaup var haldiö i Bergen. En á leiðinni yfir hafiö hrepptu brúð- hjónin hiö' versta veöur og skip þeirra týndist. Rétt eins og víkingur Ólafur Noregskonungur verður gestur eyjaskeggja i sumar. Hann hefur heimsótt eyjuna fyrr, en þá var hann krónprins. En norskur konungur hefur ekki stig- ið fæti á eyjuna Mön siöan nor- rænir vikingar misstu völdin. Noregskonungur kemur siglandi til Mön á sinu eigin skipi, rétt eins og vikingarnir foröum. En Noregskonungur verður ekki viöstaddur Vikingahátiöina i Peel, sem er haldin til aö minnast norsku víkinganna. Þegar kóngur varpar akkerum fyrir utan eyj- una, þá veröur þar i gangi mikil siglingakeppni, þvi eyjaskeggar kunna réttu handtökin viö seglin. 50 þúsund íbúar. A Mön búa um 50 þúsund manns. Þar er Bretadrottning hæstráðandi og hefur veriö i ára- tugi En, formlega séö er Mön ennþá konungsriki. Þaö stofnaöi Guöráður Haraldsson sonur norsk konungs sem réö rikjum i Dublin á vikingaöld. Drottningin ber því titilinn „Lord of Man”. Arlega kemur um hálf milljón ferðamanna til Mön. Flestir þeirra eru frá Bretlandi. Höfuð- borgin Douglas minnir dálitiö á enska baðstrandarbæi. Hótelin eru þétt meðfram ströndinni. Það má segja aö maöur komist dálitiö aftur i timann meö þvf aö heimsækja Mön. Ótrúlega margt minnir mann á liöna tima. Sem dæmi má taka þann feröamáta sem er mikið notaður i höfuö- staðnum. Þar er skokkar vagn- hesturinn ennþá um göturnar og erðamenn kunna svo sannarlega að meta þaö aö fá sér far. — KP UM AILAf BORGINA^ SÍMI \ 85060

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.