Vísir - 14.06.1979, Blaðsíða 6
VtS£R
Fimmtudagur 14. júni 1979
Nómskeið um viðgerðir
ú einangrunargleri
Dagana 19. júní og 20. júní verða haldin verk-
leg námskeið i viðgerðum á einangrunargleri.
Leiðbeinandi verður Knud Mogensen ráðgjafi
við Teknologisk Institut í Danmörku.
Námskeiðin standa yf ir frá kl. 9-17 hvorn dag
og verða haldin í Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins að Keldnaholti. Þátttökugjald
er kr. 30 þús., matur og kaffi innifalið.
Þátttoka tilkynnist Iðntœknistofnun
íslands, sími 8-15-33
Iðntæknistofnun Islands
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
Frá Kennaraháskóla
íslands
I 19. gr. laga nr. 51/1978 um embættisgengi
kennara og skólastjóra (Akvæði til bráða-
birgða) segir svo:
„Þeir sem við gildistöku þessara laga hafa
starfað sem settir kennarar við skyldunáms-
skóla 4 ár eða lengur, en fullnægja ekki skil-
yrðum laganna til að hljóta skipun í stöðu,
skulu eiga kost á að Ijúka námi á vegum
Kennaraháskóla Islands til að öðlast slík rétt-
indi. Um tilhögun námsins og mat á fyrri
menntun og starfsreynslu skal setja ákvæði í
reglugerð".
í samræmi við þessi ákvæði hefir mennfa-
málaráðuneyti nú í maímánuði gefið út reglu-
gerð þar sem kveðið er nánar á um nám þetta.
Bréf með reglugerðinni og umsóknareyðu-
blöðum hafa þegar verið send þeim sem rétt
eiga á námi þessu og voru í starf i nú á liðnum
vetri.
Þeir sem telja sig eiga rétt samkvæmt
ákvæðum laganna en hafa ekki fengið bréf
um það eru beðnir að hafa samband við
Kennaraháskóla Islands menntamálaráðu-
neytið eða stéttarfélag sitt sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur um námið rennur út 30. júní
næstkomandi.
REKTOR
Lousor stöður
Til umsóknar eni eftirfarandi stöður
við grunnskóla Bolungarvikur
1. staða íþróttakennara
2. staða mynd- og handmenntakennara
3. almennar kennarastöður
Umsóknarfrestur er til 25. júní. Upplýsingar
gefa skólastjóri Gunnar Ragnarsson í síma94-
7288 og Ólafur Kristjánsson í síma 94-7175.
DODGE Power Wagon W-2001967 pickup, 6 manna hús, blxja á palli 6
cylndra bensinvél. Spil með aflúttaki, vökvastýri. Gang-verk allt I gööu
tagi. GM dekk, 900 X16, felgur meö hringjum. Sæti nýklædd. (Jtvarp,
khikka. Skoöaöur 1979. Komiö ryA i hús. Framdrifslokur, 2 miAstöAvar,
útihitamxlir o.fl.
Verð kr. 1.950.000. eða tilboð
Upplýsðngar í síma 73562 og 35200.
6
Delchev i einni af sinum frábæru æfingum á gólfi, þar sem hann gerði endanlega út um vonir Sovét-
manna um Evrópumeistaratitilinn.
Evrópumótið í fimleikum karla:
Sá savéski kom
niöur á bakiö au
Búlgarinn vannl
Það hefur vlst varla farið fram
hjá neinum, sem fylgst hgfur með
íþróttaþáttunum I Sjónvarpinu að
undanförnu, að það var nýlega
haldið Evrópumeistaramót
kvenna i fimleikum í Kaup-
mannahöfn.
Aftur á móti hefur hvorki þar
né annarstaöar verið sagt frá
Evrópumeistaramótinu i fimleik-
um karla, en þvl lauk nú á dögun-
um I Essen I Vestur-Þýskalandi.
Var sú keppni þó ekki siöur
spennandi en hjá kvenfólkinu, og
hún gaf henni einnig litiö eftir
hvað gæði snertir.
1 keppni kvenfólksins sá
Rúmenia — meö Nadiu Comaneci
I fararbroddi — um aö ergja
„stóra bróður,” Sovétrlkin, og
hampa sér þar I fyrsta sæti. 1
Essen var það Búlgaria — með
hinn 19 ára gamla Stojan Delchev
i broddi fylkingar — sem sá um
það sama, og hafa soveskir fim-
leikar ekki orðið fyrir eins miklu
áfalli á jafnskömmum tima og á
þessum tveim Evrópumótum.
1 fimleikum kvenna hafa Sovét-
rikin haft yfirburði þar til Nadia
og stöllur hennar komu fram á
sjónarsviöiðfyrir nokkrum árum,
og I fimleikum karla hafa Sovét-
rikin átt Evrópumeistarann á
hverju ári slðan 1965 — eða siöan
að Italinn Menicelli tók tiltilinn I
Antwerpen það ár.
Stoljan Delchev sem er yngsti
Evrópumeistarinn i fimleikum
karla til ' þessa, hafði
fimm/hundruöustuúr stigi I for-
skot þegar siðasta æfingin af 6 á
mótinuhófst. Var Sovétmaöurinn
Alexander Tatchev næstur hon-
um að stigum — og áttu báðir
gólfæfingarnar eftir — en þriðji
var heimamaðurinn Eberhard
Ginger, sem kjörinn var
„Iþróttamaður ársins i Vestur-
Þýskalandi I fyrra. Hann átti þá
eftir æfinguna á hestinum og
vantaði 10/100 úr stigi til að ná
Delchev aö stigum I heildina.
Hann byrjaði vel og allt gekk
honum I haginn þar til hann átti
aðeins eina sekúndu eftir af æf-
ingu sinni. Þá missti hann takið
og lá þversum á hestinum áður en
nokkur áttaði sig. Viö það hrapaöi
hann niöur i 10. sæti, og gekk útaf
með tárin streymándi niöur kinn-
arnar.
Delchev gerði gólfæfingar sinar
óaöfinnanlega, eða þar til i siö-
asta stökkinu að hann hafnaði á
fjórum fótum, en fékk samt 9,8
hjá dómurunum. Þar með átti
Alexander Tatchev alla mögu-
leika á Evrópumeistaratitilinum.
Hann þurfti aðeins aö keyra I
gegnum sinar æfingar slysalaust
og þar með vartitilinn hans.
Það gerði hann lika. Delchev
beið aöeins eftir aö hann lyki æf-
ingunni til að óska honum til
hamingju með sigurinn, þegar
óhappið varð. t siðasta stökkinu'
fór allt úr skorðum og hann stein-
lág á bakinu á miðju gólfinu. Þar
meö var draumur hans og Sovét-
manna um Evrópumeistaratitil
úr sögunni — Delchev var meist-
ari hinum vestur-þýsku áhorfend-
um til mikillar ánægju úr þvi að
þeirra maður sigraði ekki....
— klp -
Sigurgangan var
stððvuD (Vln
Austurríkismenn stöðvuðu
sigurgöngu landsliðs Englands i
knattspyrnu, sem ekki hafði tap-
að 14 leikjum i röð, þegar þeir
sigruöu þá 4:3 I miklum og fjör-
ugum leik I Vinarborg i gær-
kvöldi.
Staðan i hálfleik var 3:1 fyrir
Austurrikismenn, sem voru betri
aðilinn i leiknum. Bruno Pezzey
skoraðifyrsta markiðá 18mínútu
og Kurt Welzl sá um mark númer
tvö nokkrum minútum siðar.
Kevin Keegan minnkaði I 2:1
með fallegu skallamarki eftir
fyrirgjöf frá Bob Latchford, en
Welzl kom Austurriki I 3:1
skömmu fyrir leikhlé..
1 siðari hálfleik jöfnuðu Eng-
lendingar 3:3. Steve Coppell skor-
aði fyrst og siðan Ray Wilkins, en
Pezzey átti siðasta orðið — og
markið — I leiknum með glæsi-
legu skallamarki.
— klp —