Vísir - 14.06.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 14.06.1979, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 14. júni 1979 4 ' Ferðamannastraumurinn til London hefur aukist mjög á siðustu árum. Troöningurinn er geysilegur á hinum klassisku ferðamannastöðum f borginni. Tlll MILUðNIR TIL LONDON Ferðamenn sem heimsækja London i ár munu verða um tiu milljónir talsins, ef þeir sem gerst þekkja til ferðamálanna i Bretlandi reynast sann- spáir. En þrátt fyrir ýmsa kosti fyrir borgina að fá svo mikið af ferðamönnum, þá hafa þeir ekki sömu sögu að segja. Það er ekkert þægilegt aö troö- ast innan um þúsundir á torgum Lúndúnarborgar, fyrir utan þaö að Englendingar virðast gjör- samlega horfnir úr borginni. Þar ber mest á Bandarikjamönnum, Þjóöverjum, Japönum, Aröbum, allra handa þjóöflokkum, nema Bretum. Verðlagið sprengt upp Þaö er ekki lengra siöan en 1960 aö ferðamenn sem heimsóttu London voru innan viö hálfa milljón talsins miöað við áriö. Aukningin er þvi gifurleg, en þaö sem verra er, hótelin hafa ekki fylgt eftir aukningunni. í London er þvi slegist um hvert herbergi. Verðið hefur rokiö upp úr öllu valdi, ferðamennirnir eru rændir aleigunni um hábjartan dag. Veitingastaðirnir i borginni hafa fariö aö dæmi hótelanna. Verðlagið á matnum og öllum veitingum hefur margfaldast. Enginn sér i minnis- merkin, fyrir fólki Ollu þessu fólki fylgja fleiri farartæki. Nú eru það rútur fullar af ferðamönnum sem mjakast eftir götunum. Þegar komið er á frægustu ferðamannastaöina þá sem allir verða aö skoöa t.d. t.d. West- mknster Abbey, Tower of Lond- on, og Winstor kastala, þá ser enginn neitt fyrir fólksmergö. Ferðamenn færðu Bretum milljarða króna á áiöasta ári. Bretar þarfnast þessara peninga. Margt af þeirri starfsemi sem er i London, væri ekki boöiö upp á ef þessir peningar kæmu ekki i rikiskassann. Tapið á lestunum borga ferðamenn. Ferðamenn borga um milljón pund á viku i fargjöld með strætisvögnum rútum og lestum i London einni saman. Án þessara tekna hefði borgin þurft að greiða með þessari þjónustu u.þ.b. 50 milljón pund. Sama sagan er uppi á teningn- um þegar verslanir eiga i hlut. Helmingur þeirra færi á hausinn ef ferðamennirnir villtust ekki inn. En þrátt fyrir troðningin, þá þyrpast ferðamenn til London, þangað liggja allra leiðir. Nú er veriö aö kvikmynda áframhaldið af ROCKV. Sylvester Stallone kallar hana einfaldlega ROCKY II. Hér er hann ásamt vinisínum Butkus, sem kemur fram I nýju myndinni. SJALDGÆFUM DÝRUM SMYGLAÐ MILLI LANDA Stórsmyglarar sem hafa haldið sig við eitur- lyf hafa nú bætt sjald- gæfum dýrum á listann hjá sér. Alþjóðadýraverndunar- samtökin héldu fund ný- lega í London og þá kom það f ram að það verður æ algengara að sjaldgæfum dýrum sé smyglað á milli landa. Fálkar eru mjög eftir- sóttir, eins og við þekkj- um hér á landi frá s.l. sumri, þegar handsam- aðir voru fálkaþjófar. Á ráðstefnunni kom fram að fálkaþjófar fá himinháar upphæðir fyrir fuglana í arabalöndum, þar sem olíufurstar nota þá til veiða. KISSINGER OG KEISARINN Henry Kissinger fyrrverandi utanrikisráðherra Bandarikjanna átti sinn þátt i þvi að íranskeisari er nú i Mexicó. Sagt er að Kissinger hafi unnið að þvi bak við tjöldin að fá dvalarleyfi i landinu fyrir keis- arafjölskylduna. Kissinger var i nokkra daga i Mexikó i febrúar sl. Þá mun hann hafa rætt við ráðamenn um hugsanlega heimsókn keisarans. Fyrrverandi utanrikisráðherr- ann hefur gagnrýnt Bandarikja- stjórn fyrir að bjóða keisaranum ekki að dveljast i landinu. Tals- menn stjórnarinnar hafa sagt að keisarinn sé velkominn til Banda- rikjanna en jafnframt að hann hafi ekki farið fram á það. Þá væru yfirvöld einnig mjög ugg- andi um öryggi keisarans, ef hann dveldi i landinu, þar sem um 50 þúsund iranskir stúdentar dvelja við nám i Bandarikjunum. Henry Kissinger fyrrum utanrlkisráðherra Bandarlkjanna og Mohammed Palavi fyrrum transkeisari á blaðamannafundi I Sviss 1975.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.