Vísir - 14.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 14.06.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 14. júni 1979 „Úánægjan sem rekur mig álram” drstutt spjall við Stelnunni Siguröardúttur I tlletnl verksummerkja Olga von Leuchtenberg viö mynd sina, Skógargull. 00 VIsismyndrJA FRONSK LISTAKONA SYNIR A MOKKA ,,Ég er ánægð með þessa bók að þvi leyti að ég veit að mér hefur farið fram, og einnig af þvi að hún er samviskusamlega unnin. Það er viss heildarsvipur yfir henni. Nú svo er ég óánægð með hana að þvi leytinu til að ég veit að eg get gert betur. Mað- ur verður að vera óánægður. Hjá mér er það óánægjan sem rekur mig áfram.” Verksummerki heitir þriðja ljóðabókin sem Steinunn Sig- urðardóttir sendir frá sér, og er nýkomin á markað. Bókinni er skipt i kafla: Dagar og svo framvegis, Oti og inni, Kondu, Gróður himins og jarðar, Þjóð- sögur og Fullyröingar. Bókin er 74 blaðsiður og það er Helgafell sem gefur hana út. Hönnun kápu sá Erna Ragnarsdóttir um. , ,Ég reyni að skipuleggja minn tima”, sagði Steinunn þegar við spurðum hvenær hún skrifaði. „Akveða hvenær ég sest niður. Auðvitað falla stund- um úr dagar þegar ég skrifa ekki, en i starfslaunafrii eins og núna hef ég ákveðinn vinnu- tima. Þá vinn ég mest á morgn- ana og fram eftir deginum.” „Það er mjög mismunandi hversu fljót ég er að skrifa. Sum ljóðanna koma nokkurn veginn alsköpuö en algengast er að ég skrifi þau aftur og aftur. Ljóöin i þessari bók eru unnin á mjög löngu timabili. Síðast sendi ég frá mér bók ’71 og nú er ’79.” Steinunn er i frii frá frétta- mennskunni á Otvarpinu, og verður þar til i haust. Eitt af þvi sem hún vinnur að núna er sjón- varpsleikrit sem ákveðið hefur verið að taka upp i haust. „Það er upp úr smásögu eftir sjálfa mig, sem ekki hefur birst. Likamlegt samband i Norður- bænum heitir hún.” Minnisvarði um Hausastaða- skóla verður afhjúpaður i dag kl. 17.30 I landi jarðarinnar að Hausastöðum I Garðabæ. Siöasti ábúandi jarðarinnar, ólafia Eyjólfsdóttir mun afhjúpa minn- isvarðann. Hausastaðaskóli hóf starfsemi sina haustið 1792, en hann var reistur fyrir sjóð, sem Jón Þor- kelsson, skólameistari i Skálholti, lét eftir sig. Skólinn starfaði til ársins 1812 og stunduðu þar nám börn á aldrinum 6—16 ára. Þau voru á Hausastöðum árið um kring og skólinn sá þeim fyrir öll- um nauðþurftum, enda voru nán- ustu aöstandendur þeirra annað hvort engir til eða öreigar. Skólinn var þvi jafnframt upp- eldisstofnun. Fengu þar margir nokkra menntun, sem aö öðrum kosti hefði ekki staðiö þeim til boða. „Um hvaö hún fjallar. Ég þori ekki að segja þaö! Þú mátt hafa þaö eftir mér.” Steinunn sótti námskeið það sem Sjónvarpið hélt I vetur til leiðbeininga fyrir rithöfunda og einkum þá sem semja leikrit. Þar voru unnin frumhandrit að sjónvarpsleikritum og valin sex til að taka upp. Eitt af þvi er leikrit Steinunnar. „Ég vinn með Agli Eðvalds- syni að þessu, og við erum ein- mitt að vinna að leikritinu núna. Mér finnst nú oröið að Egill eigi jafn mikið i þvi og ég.” — EA Slggi tlug sýnir Sigurður Jónsson, Siggi flug, opnar i dag sýningu á teikningum sinum I húsakynn- um Stálhúsgagna, Skúlagötu 61. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 16—22 og kl. 14—22 um helgar fram til 24. júni. Franska listakonan Olga von Leuchtenberg sýnir um þessar mundir verk sin á Mokka. Olga er fædd i Paris og hóf list- nám sitt i Frakklandi, en fluttist til Bandarikjanna og lauk þar námi við listaskóla i Boston. Hún hefur tekið þátt i sýningum i Boston og nágrenni og á nokkrar Akraborgin bregður heldur bet- ur út af vananum á laugardaginn kemur. í tilefni dagsins verður hún skreytt og á siglingunni frá Akranesi til Reykjavikur, veröur hún umkringd smábátum og sjó- skíðaköppum. Um kvöldið verður svo dansleikur um borð i skipinu og dansinn stiginn langt fram eft- ir nóttu. Þetta verður allt saman laug- ardaginn 16. júni, sem i sjálfu sér er ekkert merkilegri en aðrir dagar, nema að hann er næstur á undan sautjándanum. En for- ráðamenn skemmtistaðarins óð- als, kalla þennan dag Óðalsdag. Á milli 300 og 350 manns gefst kostur á að kaupa miöa á skemmtunina þennan dag. Upp úr hádegi verður lagt af staö frá stórar myndir I ýmsum einka- söfnum. Hér sýnir hún nú I fyrsta sinn. A sýningunni eru 32 myndir og eru þrjár þeirra nokkuð stór oliu- málverk. Sýningin var opnuð 7. júni og stendur fram til 21. júni. —SJ Reykjavik I rútum og haldið á Akranes með leiðsögumönnum, nesti og létt vin. Snætt verður i Botnsdalnum en siðan farið beint á Skagann. Það- an verður svo siglt til Reykjavik- ur I Akraborginni sem skreytt verður i tilefni dagsins. Smábátar frá Snarfara verða um allan sjó og I fyrsta sinn á Is- landi ætla menn að reyna að standa á sjóskiðum þessa vega- lengd. Gestum verður gefið eins og hálftima hlé þegar til höfuð- borgarinnar kemur, til þess að hafa fataskipti. Siðan verður mætt til leiks aftur i skipið i spari- fötunum og siglt út á sund, þar sem merin skemmta sér svo eftir bestu getu fram á nótt. Og fyrir þessu öllu stendur svo Óöal._EA Tðnlelkar Skagflrsku söngsveltarínnar Mlnnlsvarði um Hausastaöaskóla Dansað um borð (Akraborglnni Umhverll fyrir latnréftl Sýningin „Framtiðarum- hverfi” stendur yfir þessa dagana i Norræna húsinu. Þar eru sýndar nokkrar hugmyndir um skipulag byggðasvæöa með tilliti til jafnr- ar stööu karla og kvenna. Hug- myndirnar komu fram I sam- keppni, sem sænska arkitekta- félagiö efndi til i desember 1977. ásamt sveitarfélaginu Gavle I Sviþjóö. Hinir árlegu vortónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar verða haldnir i Austurbæjarbiói laugardaginn 16. júni kl. 15. Efnisskráin er fjölþætt. Frumflutt verða lög eftir Jón Björnsson frá Hafsteinsstööum og Skúla Halldórsson, sem sér- staklega eru tileinkuð Söng- sveitinni. Einnig verða fluttir Ástarljóðavalsar óp. 52 eftir Brahms. Einsöngvarar eru Margrét Matthiasdóttir, Guðrún Snæ- bjarnardóttir, Sverrir Guð- mundsson og Bjarni Guöjóns- son, en þau eru öll meðlimir kórsins. Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson leika með á pianó. Söngstjóri er Snæ- björg Snæbjarnardóttir. í júlíbyrjun er fyrirhuguö söngferð til Skotlands og mun kórinn ferðast þar um og halda tónleika.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.