Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA forsætis-embættið leitaði fyrirskömmu ráða hjá banda-ríska utanríkisráðuneyt- inu um það hvernig hægt væri að draga til baka á löglegan hátt undir- skrift Bandaríkjanna á tímamóta- samningi frá 1997 um hitnun and- rúmsloftsins. Gáfu Bandaríkjamenn með þessu í skyn að þeir hyggðust hætta að vera með, þrátt fyrir til- raunir evrópskra og japanskra ráða- manna til að halda lífi í samkomulag- inu. Sáttmálinn um hækkun hita í and- rúmsloftinu náðist og var undirrit- aður í Kyoto í Japan og var þetta í fyrsta sinn sem iðnríki heims skuld- bundu sig til samdráttar í losun loft- tegunda sem valda því að hitastig í andrúmsloftinu hækkar. Vísinda- menn telja að þessi hækkun geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir loftslag jarðar. Samkvæmt skilmálum Kyoto-sáttmálans – sem oft er nefndur Kyoto-bókunin – ber Bandaríkjamönnum að draga úr los- un koltvísýrings, metans og öðrum, tilteknum mengandi lofttegundum, um sjö prósent til ársins 2010, miðað við losunina eins og hún var 1990. En bandaríska þingið hefur neitað að staðfesta sáttmálann, og 13. mars skrifaði George W. Bush forseti bréf til fjögurra íhaldssamra öldunga- deildarþingmanna og sagðist vera andvígur samningnum vegna þess að þróunarríki væru undanþegin ákvæðum hans og hann myndi hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjóri bandarísku umhverfisverndarstofunnar (EPA), Christine Todd Whitman, sagði fréttamönnum í síðustu viku að Kyoto-bókunin væri „einskis virði“ hvað ríkisstjórnina varðaði, og ef Evrópumenn og Japanir vildu ná samkomulagi yrðu þeir að hverfa frá þeim útlínum sem dregnar væru í sáttmálanum og byrja upp á nýtt. „Nei, við höfum engan áhuga á þessum sáttmála,“ sagði Whitman. „Ef það er almennt álitið að við þurf- um að takast á við breytingar í and- rúmsloftinu [þá er spurningin sú] hvernig gerum við það með þeim hætti að árangur náist í staðinn fyrir að eyða tímanum í skuldbindingar sem aldrei munu verða að neinu.“ Í þar síðustu viku sendu leiðtogar Evrópusambandsins bréf til Bush og sögðu að Bandaríkin og Evrópa þyrftu „nauðsynlega“ að halda við- ræður í framhaldi af misheppnuðum tilraunum í Haag á síðasta ári til að komast að málamiðlun um sáttmála um gróðurhúsaáhrifin. Whitman gaf lengi vel ádrátt um að Bandaríkin kynnu að reyna að ná samkomulagi í sumar, þrátt fyrir andstöðu Bush við Kyoto-bókunina. Í ljósi bréfanna sem Bush sendi 13. mars hafði embættismaður í Hvíta húsinu samband við banda- ríska utanríkisráðuneytið til þess að forvitnast um hvað stjórnin þyrfti að gera til að láta í ljósi að hún myndi ekki skrifa undir Kyoto-samkomu- lagið, að sögn heimildamanns sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þau svör fengust, að stjórnin gæti dregið samþykki sitt til baka með því að láta Colin Powell utanríkisráð- herra skrifa bréf til Sameinuðu þjóð- anna þar sem gerð væri grein fyrir því að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að samþykkja sáttmálann, að sögn þessa heimildamanns. Að sögn annars heimildamanns, sem er hátt settur embættismaður í utanríkisráðuneytinu, var ráðuneyt- ið beðið um að veita aðstoð við að setja kúrsinn í endurskoðun á Kyoto-sáttmálanum. En embættis- maðurinn neitaði því að forsetaemb- ættið hefði verið að leita leiða til að ógilda samþykki sitt við sáttmálan- um. Minnisblað frá Whitman Viku áður en Bush ákvað að reyna ekki að setja takmörk við losun koltvísýrings sendi Whitman honum minnisblað og varaði hann við því að hann yrði að sýna fram á að hann væri fastráðinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, því ella ætti hann á hættu að veikja stöðu Banda- ríkjanna meðal bandamanna sinna. „Herra forseti, þetta mál varðar trúverðugleika Bandaríkjanna með- al alþjóðasamfélagsins. Þetta er enn- fremur málefni sem mikil umræða er um hér heimafyrir,“ skrifaði Whit- man í minnisblaðinu 6. mars. „Það er nauðsynlegt að við virðumst vera að sinna málinu.“ Þegar Whitman skrifaði forsetan- um var hún nýkomin frá fundi um- hverfismálaráðherra G-8-ríkjahóps- ins í Trieste á Ítalíu. Hún sagði ennfremur um afstöðu alþjóðasam- félagsins til gróðurhúsaáhrifanna: „Alþjóðasamfélagið (ESB; regn- hlífarhópur er samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan, Noregi, Ís- landi, Rússlandi, Úkraínu og Kaz- akstan (sem áheyranda); og G-77 eða þróunarlöndunum) er sannfært um að þetta sé alvarlegt mál og að nauð- synlegt sé að tekist sé á við það nú þegar. Kyoto-bókunin er að þeirra mati eina færa leiðin. Alþjóðasamfélagið óttast alvarlega að ef Bandaríkin vilja ekki ræða málið innan ramma Kyoto verði ekki neitt úr neinu. Þeim finnst að þeir geti nálgast markmið sín einir síns liðs, en þyrftu á Banda- ríkjunum að halda til að ná virkileg- um árangri.“ Þá sagði Whitman ennfremur í minnisblaðinu til forsetans: „Eins og þú sérð af meðfylgjandi úrklippum gekk mér upp og ofan að kaupa okk- ur tíma til að taka fullan þátt í þess- um umræðum. Frá pólitísku sjónar- miði tel ég að við séum í aðstöðu til að tryggja okkur velvild án þess að taka undir tiltekin atriði í Kyoto. Það er ekki búist við miklu af þessari stjórn. Ég myndi leggja eindregið til að þú haldir áfram að viðurkenna að hitnun í andrúmsloftinu sé svo sann- arlega alvarlegt mál,“ skrifaði Whit- man forsetanum. Andstaða í Evrópu Ákvörðun Bush vakti hörð við- brögð í Evrópu. Þar hafa flokkar græningja sífellt meiri áhrif og óvild í garð Bandaríkjanna, vegna tregðu þeirra við að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum til að vinna gegn auknum gróðurhúsaáhrifum, fer vaxandi. „Þetta bréf var eins og köld vatns- gusa framan í Evrópusambandið,“ sagði Kalee Kreider, hjá Bandaríska umhverfissjóðnum, um bréfið sem Bush sendi öldungardeildarþing- mönnunum. „Þetta bréf hljómar eins og þeir vilji skerast úr leik.“ Margir bandamanna Bandaríkj- anna í Evrópu hafa óttast að ríkis- stjórn Bush myndi freistast til að draga lappirnar er kæmi að and- rúmsloftshitunarmálum. En evr- ópskir embættismenn sögðu að það hefði komið þeim þægilega á óvart þegar Whitman hefði sagt þeim í Trieste að Bush hyggðist setja strangar reglur um hvernig ná ætti markmiðum um minni losun. „Hún sagði skýrt og skorinort að bandarísk stjórnvöld gerðu sér grein fyrir vandanum og hefðu í hyggju að láta til sín taka,“ sagði háttsettur embættismaður hjá Evrópusam- bandinu. „Við héldum öll að þetta vissi á gott fyrir næstu umferð samningaviðræðnanna og að við myndum í rauninni eiga möguleika á að ná samkomulagi um það hvernig Kyoto yrði að veruleika.“ Þessi næsta umferð samningaviðræðna á að fara fram í Bonn í Þýskalandi í júní. Þrýst á Bush Breytingin á afstöðu Bush varð í kjölfar þess að fjórir þingmenn repúblíkana, undir forystu öldunga- deildarþingmannanna Chucks Hag- els (frá Nebraska) og Larrys E. Craigs (frá Idaho), auk hagsmuna- aðila í kola- og olíuiðnaði, beittu forsetann þrýstingi. Fulltrúar þessara greina héldu því fram að tilraunir til að draga úr koltvísýringslosun myndu verða bandarísku efnahagslífi dýrkeyptar og ganga þvert á fyrirætlanir stjórn- ar Bush um að auka innlenda orku- framleiðslu. „Stjórnin áttaði sig á því að það var nauðsynlegt að taka af allan vafa vegna mótsagna í kosningabaráttu- plaggi“ sem kvað á um að orkufram- leiðsla skyldi aukin en á sama tíma skyldi dregið úr losun koltvísýrings, að sögn Glenns F. Kellys, fram- kvæmdastjóra samtaka olíu- og kola- framleiðenda. Fjöldi sérfræðinga er á einu máli um að ákvörðun Bush um að hverfa frá Kyoto-bókuninni hafi grafið und- an tilraunum Whitmans undanfarinn mánuð til að tryggja sér forystuhlut- verkið í komandi viðræðum við evr- ópska leiðtoga vegna andrúmslofts- málefna. Whitman hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ákvörðun forsetans. Starfsfólk hjá umhverfisverndar- stofunni segir, að þegar Whitman hafi fullvissað umhverfisráðherra G-8 um stuðning Bush við takmörk- un á losun gróðurhúsalofttegunda hafi hún reitt sig á yfirlýsingar sem Bush gaf í kosningabaráttunni. „Hún hélt að [kosningaloforð forset- ans um að draga úr koltvísýrings- losun] væri góður öngull fyrir ferð- ina til Trieste,“ sagði ónefndur starfsmaður EPA. Horfið frá Kyoto Reuters Christine Todd Whitman, yfirmaður bandarísku umhverfisverndarstof- unnar, EPA, kemur til fundar við umhverfisráðherra G-8 í Trieste. BAKSVIÐ Sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að hverfa frá fyrirheitum um að staðfesta Kyoto- bókunina um minnkun á losun gróðurhúsa- lofttegunda kom evrópskum embættis- mönnum á óvart. Skammt var um liðið síðan yfirmaður bandarísku umhverfisvernd- arstofunnar, Christine Todd Whitman, hafði fullvissað þá um að Bandaríkjaforseti væri fylgjandi takmörkunum á slíka losun. En Whitman hafði verið í góðri trú, og reitt sig á kosningaloforð sem Bush hafði gefið. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, er óvinsæll vegna þess að hann er „sköllóttur og með skrýt- inn hreim“, að sögn eins af flokksbræðrum hans á þinginu. Tim Loughton, talsmaður flokksins í umhverfis- og samgöngumálum, sagði í við- tali á pólitísku vefsíðunni YouGov.com í gær að skallinn og norð- ur- enskur hreimur Hagues væru helstu ástæður þess að margir fjöl- miðlar í Bretlandi hæddust að honum. „Fyrir marga sem skrifa póli- tískar ritstjórnargreinar er auðvelt að gera grín að þessu,“ sagði Loughton. Hague er frá Rotherham í Suður-Yorkshire og fjölmiðl- arnir hafa oft gert grín að eintóna rödd hans og íhalds- sömum klæðaburði. Þrátt fyrir erfiðleika bresku stjórn- arinnar vegna gin- og klaufa- veikifaraldursins benda skoð- anakannanir til þess að Hague hafi ekki tekist að auka vinsældir sínar. Þingmaður ávíttur Hague neyddist á dögunum til að ávíta annan þingmann Íhaldsflokksins, John Towns- end, vegna ummæla hans um innflytjendur. Townsend sagði í ræðu að innflytjendur hefðu grafið undan „einsleitu samfélagi engilsaxa“. Flokksleiðtoginn var fljót- ur að fordæma þessi ummæli. „Þau eru algjörlega óvið- unandi og ég vísa þeim á bug,“ sagði Hague, sem hefur undirritað yfirlýsingu breskra stjórnmálaflokka um að ala ekki á kynþátta- fordómum í kosningabar- áttunni. Hague hefur hins vegar gagnrýnt stjórn Verka- mannaflokksins fyrir að hafa ekki gert nægar ráðstafanir til að stemma stigu við straumi fólks sem leitar hælis í Bretlandi. Skallinn sagður Hague til trafala London. Reuters. William Hague ILMVÖTN sem íbúar borgarinnar Pompei í Rómaveldi báru fyrir tvö þúsund árum hafa nú verið endursköpuð og gleðja nef gesta fornleifasafnsins í Napólí. Í safninu hefur verið komið upp eftirlíkingu af ilmvatnsgerð- arhúsi frá Pompei og þar verða til sölu ilmvötn, sem hönnuð eru á grundvelli efnagreiningar á ilmvatnsleifum úr fornum flösk- um er fundist hafa í rústum borg- arinnar. Meðal tegundanna eru rósa-, fjólu- og liljuilmur. Eldgos í fjallinu Vesúvíusi, sem gnæfir yfir Pompei, lagði borgina í rúst árið 79 e.kr. Ilmur for- tíðar end- urheimtur The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.