Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 31
að fyrirtækið var búið að ná góðri fót- festu á heimamarkaði og ekki miklir stækkunarmöguleika hér heima. Hún hafði orðið vör við að konur bú- settar erlendis, sem höfðu kynnst NO NAME-vörunum, voru að láta útvega sér þær héðan. Eins hafa þær fengið mjög góðar viðtökur í fríhöfninni. Hún þreifaði aðeins fyrir sér með út- flutning til Svíþjóðar, en hafði ekki árangur sem erfiði. Hins vegar hafa NO NAME- snyrtivörurnar nú náð fótfestu í Nor- egi og gengur markaðssetning þar að óskum, að sögn Kristínar. „Við byrj- uðum í fyrra í Noregi. Ég fór þá út og hélt námskeið. Umboðsmenn okkar í Noregi heita Gyða Laufey Kristins- dóttir og Jórunn Nordeide. Þær eru báðar snyrti- og förðunarfræðimeist- arar, þekkja þennan markað og hafa sambönd.“ NO NAME-vörurnar voru fyrst boðnar til sölu í verslun Magic-keðjunnar í nýjustu verslun- armiðstöð Oslóar, Oslo City. „Það varð algjör sprenging,“ segir Kristín um viðtökurnar. „Þær tóku vörurnar inn í október og nú eru út- sölustaðirnir orðnir sex án þess að nokkuð hafi verið auglýst. Margir hafa hringt að fyrra bragði, bæði snyrtistofur og verslanir, og óskað eftir að fá vörurnar til sölu.“ Þá má geta þess að þrír norskir snyrtiskólar eru farnir að nota NO NAME-snyrti- vörur. Um þessar mundir stendur yf- ir leit að fyrsta Andliti ársins í Noregi og verður valið væntanlega kynnt á næsta ári. Þá er einnig ráðgert að opna NO NAME-förðunarskóla þar í landi í september næstkomandi. Skólinn verður rekinn með sama sniði og hér á landi. Kristín segir að í Noregi sé meira um konur með dökkt litaraft en hér. Þessi nýi markhópur hafi kallað á nýja liti í förðunarlínu NO NAME. „Ég hannaði því förðunarlínu fyrir dökka húð sem fer á markað í Noregi og verður einnig seld hér. Konur með dökka húð hafa ekki átt auðvelt með að fá snyrtivörur við sitt hæfi í Evr- ópu, þótt slíkar förðunarlínur séu al- gengar í Bandaríkjunum.“ Markaðssókn í Þýskalandi Nú er nýlokið þátttöku NO NAME í verkefninu Markaðsstjóri til leigu, á vegum Útflutningsráðs Íslands. Þetta verkefni hófst 1999 og segir Kristín að tækifærið hafi verið notað til markaðssóknar í Þýskalandi. Fyr- ir milligöngu Gyðu L. Jónsdóttur, sem stjórnaði verkefninu hjá Útflutn- ingsráði, var fenginn sérstakur ráð- gjafi í Þýskalandi. Sá heitir Benny Sörensen, er danskur að ætt en bú- settur í Þýskalandi. „Ég fór til Þýskalands í janúar og var á stans- lausum fundum í þrjá daga,“ segir Kristín. Sörensen markaðsráðgjafi hafði undirbúið fundina og ef mæli- kvarði umfangs er lagður á viðmæl- endur þá voru þeir allt frá einstak- lingum með snyrti- og förðunarstofur upp í fulltrúa verslunarkeðju með 640 verslanir. Kristín segir að samstarfið við markaðsráðgjafann hafi sparað mikinn tíma og fjármuni. „Ég er tilbúin í aukna sölu og þarna náðum við viðskiptasambönd- um sem verið er að vinna í núna.“ Þótt viðskipti NO NAME í Noregi séu rétt að byrja hafa þau vakið at- hygli í nágrannalöndunum. Kristín segir að fyrirspurnir hafi borist bæði frá Svíþjóð og Finnlandi, sem verið er að athuga. Hún segist vilja ná betri fótfestu í Noregi og læra af mark- aðssetningunni þar, áður en tjaldhæl- arnir eru færðir enn frekar út á Norðurlöndum. Atvinnuskapandi snyrtivörur Allt sem snýr að NO NAME- snyrtivörunum, annað en sjálf fram- leiðsla og blöndun efnanna, er unnið hér á landi og skapar mörg störf, að sögn Kristínar. Þar má nefna mark- aðssetningu, gerð kynningarefnis, auglýsingagerð, gerð ytri umbúða og pökkun. Kristín segir að sú stefna hafi verið tekin við gerð kynningar- efnis, auglýsinga og veggmynda að sýna vörurnar í íslenskri náttúru. „Ísland hefur afskapalega jákvæða ímynd og er vinsælt alls staðar um þessar mundir. Það er því jákvætt að tengja þessar vörur við óspillta nátt- úru landsins,“ segir Kristín. Hún seg- ir að ljósmyndarinn Atli hafi unnið fyrir NO NAME um árabil og honum hafi tekist vel að tengja náttúruna og NO NAME-vörur í ljósmyndum sín- um. Vörurnar eru settar í standa fyrir verslanir, bæði gólf- og borðstanda. Þessir standar eru gerðir úr akríl- plasti og framleiddir hér á landi. Baukarnir, dósirnar og hylkin sem innihalda farða, krem og liti verða nú sett í öskjur, umslög og kassa. Mark- aðssetning utanlands kallar á það, bæði vegna strikamerkinga og inni- haldslýsingar. Þessar ytri umbúðir hafa verið hannaðar í samvinnu við Odda og eru prentaðar í Kassagerð- inni. Kristín segir að þær verði kynntar um leið og Andlit ársins 2001. Allar NO NAME-vörur eru fluttar hingað til lands og umpakkað á lager fyrirtækisins í Bolholti 6 í Reykjavík. NO NAME hefur ekki verið með sérstaka verslun hér á landi. Þegar hin nýja Debenhams-verslun verður opnuð í Smáralind er ætlunin að vera þar með sérstaka NO NAME-af- greiðslueiningu, líkt og algengt er í snyrtihúsum erlendis þar sem hver framleiðandi hefur sína einingu. „Það eru þær Ásdís H. Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir, arkitekt- ar hjá Yrki arkitektum hf., sem hanna þessa einingu,“ segir Kristín. Hugmyndin er að slíkar NO NAME- einingar verði síðar settar upp í snyrtihúsum erlendis. Miklir möguleikar Kristín hefur mikil áform um upp- byggingu fyrirtækisins og segist sjá fyrir sér að NO NAME-snyrtivör- urnar verði markaðssettar á heims- vísu. Í hverju landi verði farin svipuð leið og hér með vali á Andliti ársins og förðunarkennslu. Til að það geti orðið þarf aukið fjármagn. „Fyrirtækið hefur vaxið svo ört og tækifærin eru svo mikil að næsta verkefni mitt er að finna íslenska fjárfesta til að styrkja reksturinn enn frekar,“ sagði Kristín Stefánsdóttir. gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 31 Útsölustaðir: Reykjavík: Verslanir Hans Petersen, Myndval í Mjódd, Beco ehf. Kópavogur: Hans Petersen. Garðabær: Framköllun Garðabæjar ehf. Hafnarfjörður: Filmur & Framköllun. Keflavík: Verslunin Hljómval. Vestmannaeyjar: Bókabúðin - Penninn. Selfoss: Hans Petersen. Akureyri: Pedromyndir. Sauðárkrókur: Bókabúð Brynjars. Ísafjörður: Penninn - Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf. Akranes: Penninn - Bókabúð Andésar Nielssonar. www.hanspetersen.is LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL R Ú N A Falleg hönnun, stór skoðari og stórir stjórntakkar. Góð vél fyrir byrjandann Verð: 6.690 C a n o n P R I M A B F - 9 S Léttasta APS vélin (aðeins 115g). Álíka stór og hefðbundið greiðslukort. Einföld og meðfærileg. Tilboðsverð: 11.900.- með tösku. C a n o n I X U S M 1 Nýjasta Ixus myndavélin með aðdráttarlinsu. Hlaut hin eftirsóttu EISA verðlaun 2000-2001 í flokki APS myndavéla. Fjölmargir möguleikar í myndatöku. Tilboðsverð: 17.990.- C a n o n I X U S Z 5 0 Falleg og stílhrein myndavél á frábæru verði. Fer vel í hendi og er einföld í notkun. Aðdráttarlinsa fyrir nærmyndir sem og landslags- myndir. Canon taska fylgir. Tilboðsverð: 12.390- (13.990.- með dagsetningu). C a n o n P r i m a Z o o m 7 6 Heildverslun Vantar meðeiganda til að kaupa næstum aldagamla heildverslun sem er með ótal mjög góð umboð fyrir margvíslegar vörur. Umsækjandi þarf að vera góður sölumaður og sjá um þau málefni. Veltan var yfir 100 millj. á sl. ári. Þarf að geta byrjað strax. Hinn meðeigandinn er mjög hæfur stjórnandi og reyndur á þessu sviði. Frábært og einstakt tækifæri fyrir duglegan og snjallan sölumann. Upplýsingar hjá Fyrir- tækjasölunni Suðurveri og aðeins á skrifstofunni. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.