Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 1. apríl 1971: „Að undanförnu hefur verið hamrað á því í Tímanum, að vegna rangrar skattvísitölu muni nú verða stórhækkun á sköttum. Þetta er alrangt varðandi hækk- anir, sem urðu á árinu 1970, því að skattvísitalan hefur verið hækkuð meir en nemur hækkun framfærsluvísitölu eða meðalhækkun launa. Skattvísitalan hækkar þann- ig um 20% en meðalfram- færsluvísitala um 13,12% og meðalhækkun launa er 18,4%. Skattvísitölunni er ætlað það hlutverk að breyta persónufrádrætti og þrepum í skattstigum í því skyni, að menn greiði ekki hlutfalls- lega hærri skatta, þótt laun hækki vegna verðlagsþróun- ar en auðvitað hljóta skattar að hækka í sama hlutfalli og launabreytingar. Sú kenning er fjarri lagi, að skattvísitala skuli hækka til samræmis við framfærsluvísitölu, ef engin kauphækkun verður eða hún er mun lægri en hækkun framfærslukostnaðar. “ . . . . . . . . . . 1. apríl 1981: „Fátt vekur meiri óhug hjá mönnum en fréttir af launmorðum. Þær minna á, hve skammt er milli feigs og ófeigs, þegar ofbeld- ishneigðin er annars vegar og sálsjúkir menn komast yfir vopn. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, slapp naumlega undan böðulshendi á mánudaginn. Fyrir honum sat innan um blaðamenn ung- ur maður, sem samkvæmt fréttum hefur áður vígbúist vegna ferða Bandaríkja- forseta í nágrenni við sig. Engir hafa lýst því betur á síðari tímum en bandarískir rithöfundar, hve einkenni- legar hvatir geta búið að baki hjá þeim mönnum, sem fremja hin hroðalegustu ódæðisverk. Nægir í því sambandi að nefna bækur þeirra Truman Capotes, „In Cold Blood“, og Norman Maylers, „The Executioner’s Song“. Báðar hafa þessar bækur selst í milljónum ein- taka og þær hljóta að vekja hjá lesanda sínum efasemdir um réttmæti þess að leyfa frjálsa vopnasölu, eins og tíð- kast í Bandaríkjunum. Morð- ið á John Lennon fyrir skömmu hefur enn skerpt þetta mikla vandamál í hug- um Bandaríkjamanna og í kjölfar árásarinnar á Reagan mun enn reyna á það, hvort viðhalda beri frjálsræðinu eða taka upp byssuleyfi. Ron- ald Reagan hefur verið tals- maður frjálsræðisins á þessu sviði.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ERLEND FJÁRFESTING Á ÍSLANDI VANDI HÚSNÆÐIS- LÁNAKERFISINS Á undanförnum árum hefurverð á húsnæði hækkað mjög,sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu. Húsnæðislán hafa ekki hækkað að sama skapi og hefur það gert húsnæðiskaupendum erfitt fyr- ir. Brunabótamat er haft til grund- vallar í lánsreglum Íbúðalánasjóðs. Sverrir Kristinsson, fasteignasali í Eignamiðlun, bendir á það í Morgun- blaðinu á miðvikudag að hér væri á ferð vandamál, sem taka þurfi á vegna þess að það varði möguleika ungs fólks til að kaupa sína fyrstu íbúð. Þessi vandi hafi skapast vegna þess að breytingar hafi verið gerðar á endurmati brunabótamats þannig að teknir hefðu verið út úr því ákveðnir þættir, sem áður hefði verið byggt á. Ungt fólk fengi í mörgum tilfellum ekki fullt lán vegna þess að brunabótamatið væri ekki lengur í samræmi við markaðsverð á fast- eignum. Þetta væri óeðlilegt og eðli- legast væri að gera breytingar á reglugerð um húsbréfaviðskipti. „Þar sem brunabótamat endur- speglar yfirleitt ekki kaupverð eign- ar tel ég óeðlilegt að miða lánsreglur Íbúðalánasjóðs við slíkt mat,“ sagði Sverrir. „Breyting eins og að framan greinir myndi leysa vandamál þeirra, sem væru að kaupa sína fyrstu íbúð.“ Íbúðalánasjóður veitir nú hámark 6,4 milljónir króna til kaupa á gömlu húsnæði og 7,7 milljónir til kaupa á nýju húsnæði. Þessar hámarksupp- hæðir hafa nú verið þær sömu í um eitt ár og þær hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun íbúðaverðs á undanförnum árum, hækkun, sem í mörgum tilfellum nemur 50% á fimm árum. Fyrir vikið er þröskuldurinn mun hærri fyrir þá, sem vilja komast í eigið húsnæði, en hann var fyrir hálfum áratug. Það er ljóst að ekki er hægt að una óbreyttu ástandi í þessum málum. Fyrir þá sök að húsnæðislánakerfið er ekki lagað að breyttum aðstæðum á fólk á hættu að verða innlyksa á ótryggum leigumarkaði. Ýmsir hafa orðið til að benda á skuldir heimil- anna og vísað til óheyrilegrar skuldabyrði. Það er hins vegar engu síðri byrði að þurfa að greiða húsa- leigu og því fylgir engu minni skuld- binding til framtíðar, þótt ekki sé í formi láns. Í þokkabót er húsaleiga oft hærri en greiðslubyrði lána af sambærilegu húsnæði. Það getur verið auðvelt að horfa fram hjá vand- anum, en það má ekki gleyma því að kerfið er til vegna fólksins og til að koma til móts við þarfir þess, en ekki öfugt. Því er ástæða til að taka undir orð Sverris Kristinssonar um að taka þurfi reglugerðina um húsbréfavið- skipti til endurskoðunar. Í ræðu sinni á Alþingi sl. fimmtu-dag um utanríkismál sagði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra m.a.: „Eitt af því, sem við þurfum jafnframt að huga að er hvernig við getum aukið erlenda fjárfestingu á Íslandi, ekki sízt á fleiri sviðum en hingað til ... Aukin erlend fjárfest- ing er okkur nauðsynleg af mörgum ástæðum. Hún eykur fjölbreytni at- vinnulífsins, skapar ný atvinnu- tækifæri hér heima og eykur vel- megun.“ Þetta er rétt hjá utanríkisráð- herra. Forráðamenn Norðuráls á Grundartanga bíða nú eftir svörum frá stjórnvöldum vegna óska þeirra um verulega stækkun álversins á Grundartanga. Þar er um að ræða umtalsverða erlenda fjárfestingu. B REZKA tímaritið The Eco- nomist gerði fyrr í mánuðin- um að umtalsefni þá tog- streitu, sem ríkir innan Evrópusambandsins á milli þeirra, sem vilja auka frjáls- ræði í efnahagsmálum og hinna, sem áfram vilja planta í reglugerðaskóg sambandsins. Í grein, sem birt- ist 10. marz, er bent á að allt talið á leiðtogafundi ESB í Lissabon í fyrra um „samkeppnishæfasta hagkerfi í heimi“, sem sambandið vilji koma á fyr- ir árið 2010, sé ekki án fyrirvara. Ríki á borð við Spán og Bretland styðji umbótastefnu í efnahags- málum heils hugar, en önnur ESB-ríki, t.d. Frakkland og Belgía, hafi minni áhuga á efna- hagsumbótum en þeim mun meiri á hinni „félags- legu Evrópu“ þar sem áherzlan sé öll á réttindi launþega og umfangsmikið velferðarkerfi. „Það er ekki nóg með að erfitt sé að hrinda stefnunni um frjálsari markað í framkvæmd. Sumir þættir í stefnu ESB eru beinlínis mark- aðsfjandsamlegir,“ segir The Economist. Blaðið tekur dæmi af vinnumarkaðnum; að innan sam- bandsins séu á ferðinni tillögur um breytingar á vinnumarkaðslöggjöf, sem séu líklegar til að gera hagkerfi Evrópuríkja ósveigjanlegra, auk þess sem þær gangi þvert gegn nálægðarreglunni svo- kölluðu, þ.e. að Evrópusambandið eigi ekki að setja lög fyrir sambandið í heild nema raunveru- leg þörf sé á þeim. Greinarhöfundur nefnir sérstaklega tillögu að nýrri tilskipun ESB um „upplýsingar og samráð í fyrirtækjum“. Í núverandi löggjöf ESB er kveðið á um að fyrirtæki, sem hafa a.m.k. 1.000 starfs- menn í aðildarríkjum ESB (og raunar á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu), hafa starfsstöðvar í a.m.k. tveimur ríkjum og a.m.k. 150 starfsmenn í hvoru þeirra, skuli láta kjósa „samstarfsráð“ laun- þega, sem hafi víðtækan rétt til upplýsinga og samráðs um stærri breytingar í starfsemi fyrir- tækisins. Nýju tillögurnar fela í sér að þessi skylda verði útvíkkuð til allra fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn, burtséð frá því hvort þau séu með starfsemi í fleiri en einu landi. Bretar og Írar hafa mótmælt þessum tillögum og telja þær and- stæðar öllum hefðum og venjum á sínum vinnu- markaði, en greinarhöfundur The Economist tel- ur litlar líkur á að andstæðingar tillagnanna hafi betur. Annað dæmi, sem tímaritið nefnir, er um vænt- anlegar reglur, sem muni takmarka rétt fyrir- tækja til að ráða til sín starfsfólk tímabundið frá „liðsaukafyrirtækjum“. Vitnað er í tölur frá ráð- gjafafyrirtækinu McKinsey, um að árin 1996– 1998 hafi slík tímabundin störf verið 11% allra nýrra starfa í ESB og jafnframt hafi atvinnuleysi verið minnst í þeim aðildarríkjum, sem höfðu hæst hlutfall launþega, sem ráðnir voru tíma- bundið með þessum hætti. Tímabundnu störfin geri fyrirtækjum kleift að bregðast hratt við breytingum á eftirspurn og séu dæmi um þann efnahagslega sveigjanleika, sem forystumenn ESB segist sækjast eftir. Engu að síður bendi flest til að sambandið muni setja reglur, sem leggi hömlur við þessu ráðningarformi. Einstök ríki innan ESB hafa þrátt fyrir þetta mikið svigrúm til að ráða vinnumarkaðslöggjöf sinni sjálf. The Economist nefnir dæmi af Spáni, þar sem miklar breytingar hafa verið gerðar á undanförnum árum í átt til aukins sveigjanleika á vinnumarkaði. Það hefur verið gert ódýrara fyrir vinnuveitendur að segja upp fólki og um leið auð- veldara og áhættuminna að ráða fólk í ný störf. Í The Economist, sem kom út 17. marz, er fjallað um aðgerðir franskra og þýzkra stjórnvalda í vinnumarkaðsmálum og bendir blaðið á að þrátt fyrir allt hafi Frakkar gert talsvert til þess á und- anförnum árum að gera vinnumarkað sinn sveigj- anlegri. Þeir hafi m.a. breytt eldri löggjöf, sem hindraði að fólk væri ráðið í hlutastörf eða tíma- bundin störf og lækkað tryggingagjöld. Eftir stjórnarskiptin í Þýzkalandi hafi þarlend stjórn- völd hins vegar fært ýmislegt til verri vegar í vinnumarkaðsmálum, snúið við umbótum sem stjórn Kohls kom á og látið undan þrýstingi verkalýðshreyfingarinnar á ýmsum sviðum. Þar ber hæst eflingu svokallaðra hagsmunanefnda launþega, sem voru valdamiklar fyrir en hafa nú fengið veigameira ráðgjafarhlutverk þegar kemur að uppsögnum. Jafnt samtök atvinnurekenda sem efnahagssérfræðingar hafa gagnrýnt þessa breyt- ingu harðlega, sagt hana draga úr möguleikum fyrirtækja á að bregðast við sveiflum á mörkuðum og gera minni fyrirtæki tregari til að ráða nýtt starfsfólk. Forskot Bandaríkjanna Í LEIÐARA The Eco- nomist er kveðið upp úr um að þótt einstök Evrópusambandsríki séu að gera vel hvað það varðar að auka sveigjan- leika á vinnumarkaði, sé sambandið í heild á rangri leið. ESB megi hvergi slaka á viðleitni sinni til að auka frjálsræði, samkeppni og sveigjanleika í efnahagslífinu, ekki sízt á vinnumarkaðnum. Skoðun blaðsins er að Evrópuríki eigi að stefna að því að gera vinnumarkaðinn sveigjanlegri í takt við það, sem gerist í Bandaríkjunum. Jafnvel þótt hagvöxtur sé meiri í Evrópu í augnablikinu en í Bandaríkjunum, séu horfur á hagvexti til lengri tíma litið hagstæðari vestan hafs. „Jafnvel þótt uppsveiflan í Bandaríkjunum sé á enda mun hið sveigjanlega hagkerfi þeirra ekki aðeins valda því að þau eigi auðveldara með að vinna sig út úr kreppunni, heldur veitir það þeim mikið forskot til lengri tíma litið,“ segir leiðarahöfundur blaðsins. The Economist bendir á að atvinna hafi aukizt tvöfalt hraðar í Frakklandi en í Þýzkalandi und- anfarin fjögur ár vegna þess að Frakkar hafi auk- ið sveigjanleika á vinnumarkaði en Þjóðverjar tekið skref til baka. Engu að síður sé franski vinnumarkaðurinn eins og „gigtarsjúklingur“ samanborið við þann bandaríska. Evrópuríkin hafi ekki efni á að bíða með umbætur í vinnumark- aðsmálum, m.a. vegna þess að framleiðniaukning, sem leiði af fjárfestingu í upplýsingatækni, verði meiri þar sem markaðurinn er sveigjanlegur. Bandaríkin hafi aukið framleiðni og það muni nýt- ast þeim til lengri tíma, þrátt fyrir niðursveifluna nú. Ósveigjanlegur vinnu- og vörumarkaður hindri hins vegar frjálst flæði launþega og fjár- magns, sem sé nauðsynlegt til að leysa framleiðni- aukningu úr læðingi og auka lífsgæði. Loks bendir tímaritið á að takist að auka at- vinnu í Evrópusambandsríkjunum með umbótum á vinnumarkaði, geti það stuðlað að því að leysa þann vanda, sem Evrópuríkin standi frammi fyrir vegna þess að íbúar þeirra verði að meðaltali sí- fellt eldri og æ færri vinnandi menn þurfi að standa undir opinberum stuðningi við ellilífeyr- isþega. Sem stendur sé atvinnuþátttaka í ESB að- eins 60%, en í Bandaríkjunum sé hún 75%. Takist að jafna þennan mun með því að fjölga störfum, standi Evrópuríkin mun betur að vígi. „Atvinnu- leysi í Evrópu er sem stendur tvöfalt meira en í Bandaríkjunum. Ef atvinnuleysi fer vaxandi á ný á komandi ári, munu evrópskir stjórnmálamenn án efa kenna efnahagslægðinni í Bandaríkjunum um. Þeir ættu frekar að viðurkenna að orsökin liggur fyrst og fremst í þeirra eigin vinnumark- aðsstefnu,“ segir The Economist. Þessar umræður um mismunandi sveigjanleika á vinnumarkaði í ESB annars vegar og Bandaríkj- unum hins vegar eru ekki nýjar af nálinni. Evr- ópusambandsríkin verða að viðurkenna að at- vinnuþátttaka er þar mun minni en í Bandaríkjunum og frá því á miðjum áttunda ára- tugnum hefur störfum fjölgað fjórum sinnum hraðar í Bandaríkjunum en í Evrópu. Kjarni málsins er sá að í ýmsum Evrópusambandsríkjum er afar dýrt og fyrirhafnarmikið fyrir fyrirtæki að fækka starfsfólki. Fyrir vikið eru þau líka hikandi við að fjölga starfsfólki þegar efnahagslífið er í uppsveiflu og eftirspurn eykst, vegna ótta við að uppsveiflan sé aðeins tímabundin. Íslenzki sveigj- anleikinn HVER er staðan og horfurnar á íslenzkum vinnumarkaði í saman- burði við önnur ríki Evrópu og Bandaríkin? Það er ljóst að íslenzkur vinnumarkaður er mjög sveigjanlegur, a.m.k. samanborið við flest önnur ríki Evrópska efna- hagssvæðisins, og að mörgu leyti líklega líkari þeim bandaríska. Sé atvinnuþátttaka mælikvarði á sveigjanleika vinnumarkaðarins, eiga Íslending- ar heimsmet samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinn- ar, OECD. Á Íslandi eru 84% þjóðarinnar á aldr- inum 15 til 64 ára virk á vinnumarkaði, samanbor- ið við 74% í Bandaríkjunum, 65% í Þýzkalandi og 60% í Frakklandi, svo dæmi séu nefnd. Á ráðstefnu, sem Samtök atvinnulífsins og Nor- ræna ráðherranefndin efndu til fyrr í mánuðinum, fóru fram athyglisverðar umræður um „íslenzka sveigjanleikann“ og framtíðarhorfur varðandi lagaumhverfi vinnumarkaðarins. Í erindi Sigurð- ar Líndal lagaprófessors á ráðstefnunni kom fram að atvinnurekendur á Íslandi hefðu haft víðtækan stjórnunarrétt og frelsi til að taka ákvarðanir um rekstur fyrirtækja án íhlutunar trúnaðarmanna eða annarra fulltrúa launþega og stéttarfélaga. Þá hefðu atvinnurekendur haft fullt frelsi til að segja upp starfsmönnum innan þeirra marka, sem lög og kjarasamningar mæla. Uppsagnarfrestir hefðu verið rýmkaðir en engar skyldur verið lagðar á at- vinnurekanda að tilgreina ástæður fyrir uppsögn. Meðal ástæðna fyrir þessu nefndi Sigurður smæð íslenzkra fyrirtækja og náin tengsl stjórn- enda og starfsfólks, auk þess að atvinnuvegir á Ís- landi hafi löngum verið sveiflukenndir vegna nátt- úrulegra ástæðna, þannig að oft hafi verið þörf skjótra viðbragða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.