Morgunblaðið - 01.04.2001, Side 33

Morgunblaðið - 01.04.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 33 „Það hefur ýtt undir uppsagnarfrelsi atvinnu- rekenda að atvinnuástand hefur lengi verið gott á Íslandi þegar á heildina er litið þótt atvinnuleysis hafi gætt staðbundið og þá einkum þegar áföll eða óhöpp hafa dunið yfir. Hér virðist það einnig hafa áhrif að starfsmenn virðast eiga tiltölulega auð- velt með að flytjast milli starfa og jafnvel atvinnu- greina. Afleiðingin verður að atvinnurekandinn tekur litla áhættu við ráðningu þar sem hann á yf- irleitt þann kost að segja starfsmanni upp,“ sagði Sigurður. „Allt hefur þetta leitt til þess að íslenzk- ur vinnumarkaður hefur verið sveigjanlegur og tiltölulega auðvelt hefur verið að rétta af sveiflur sem orðið hafa. Almennt eru Íslendingar opnir fyrir nýjungum, þannig að ekki hefur verið veru- leg andstaða stéttarfélaga við hagræðingu, nýrri tækni. Undantekningar eru þó.“ Sigurður sagði að augljósar breytingar væru hins vegar að verða á íslenzkum vinnumarkaði, annars vegar vegna færri og stærri fyrirtækja og hins vegar vegna aðildar Íslands að EES-samn- ingnum, en samkvæmt honum þarf að leiða í ís- lenzk lög ýmiss konar evrópska löggjöf á sviði vinnuréttar. Að sögn Sigurðar vekur athygli að hlutur löggjafans í því að skipa málum á vinnu- markaði fer sívaxandi og löggjöfin verður sífellt smásmugulegri. Sigurður nefndi ýmis nýmæli í lögum, sem ættuð eru frá Evrópusambandinu, sem dæmi um að réttur stjórnenda til ákvarð- anatöku væri skertur, skriffinnska ykist og tafir yrðu á að teknar yrðu ákvarðanir, en allt ylli þetta auknum kostnaði. Þar á meðal eru lög um hóp- uppsagnir, réttarstöðu starfsmanna við aðila- skipti að fyrirtækjum, vinnutíma og áðurgreind evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, en slík sam- starfsráð eru lítt eða ekki þekkt í íslenzkum fyr- irtækjum. „Fyrir þjóðfélagið í heild verður afleið- ingin ósveigjanlegri vinnumarkaður sem er verulegur ókostur í litlu og sveiflukenndu hag- kerfi, þótt hafa verði í huga að dregið hefur úr sveiflum með vaxandi tækni. Þetta kann að draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja og ef til vill um síðir bitna á launþegum,“ sagði Sigurður. Viðbragðsflýtir með sveigj- anleika ÞÓRARINN V. Þór- arinsson, forstjóri Landssímans og fyrr- verandi framkvæmda- stjóri Vinnuveitenda- sambandsins, hélt einnig erindi á ráðstefnunni, þar sem hann færði rök fyrir því að það væri helzt sveigjanleikinn í ís- lenzku þjóðlífi, snerpan sem smæðin og nálægðin leyfði, sem vægi upp á móti fjarlægð landsins frá mörkuðum, litlum heimamarkaði, töluverðum kostnaði vegna lítils málsamfélags og meiri launa- hækkunum en annars staðar gerðust. Regluveldið og ósveigjanleikinn í Evrópu hefðu orsakað þrá- látt atvinnuleysi og minni hagvöxt en í Bandaríkj- unum og Japan. Hagkerfi Evrópuríkja væru seinni til að taka við sér við góð vaxtarskilyrði. „Skýringin er fyrst og fremst ein, afar ósveigjan- legur vinnumarkaður eins og það heitir,“ sagði Þórarinn. „Hömlurnar við því að fækka fólki eru svo miklar í Evrópu að það stendur í vegi fyrir því að fyrirtæki fjölgi fólki.“ Þórarinn benti á að þegar olíukreppurnar þrengdu að hagkerfi Vesturlanda á áttunda ára- tugnum og fyrirtæki brugðust við með fækkun starfsmanna og lækkun kostnaðar til að viðhalda samkeppnishæfni, hefðu evrópskir stjórnmála- menn ráðizt að einkennum vandans en ekki orsök- unum. Réttur fyrirtækja til að segja upp starfs- mönnum hefði verið takmarkaður til að draga úr atvinnuleysinu, sem hefði í raun haft þveröfug áhrif því að þegar aðstæður bötnuðu á ný hefðu fyrirtækin hikað við að ráða til sín fólk fyrr en þau hefðu verið algerlega viss um að vöxturinn, sem þau sáu og skynjuðu, væri varanlegur þannig að þau sætu ekki uppi með hóp starfsmanna, sem engin verkefni væru fyrir. Þessu hefði hins vegar verið öndvert farið hér; Íslendingar hefðu borið gæfu til að viðhalda frjálsu samningssambandi milli fyrirtækja og starfsmanna og í raun væru litlar hömlur á því hvernig ráðningarsambandi væri slitið, svo fremi það væri gert með tilskildum fyrirvara. „Áhættan að ráða til sín fólk til að mæta tíma- bundinni uppsveiflu eða eftirspurn er því lítil, því að reynist uppsveiflan ekki varanleg þannig að verkefnin séu ekki lengur fyrir hendi, er sárs- aukalaust fyrir báða aðila að slíta ráðningarsam- bandi. Við höfum reynt þessi fræði á okkar eigin skinni í íslenzku efnahagslífi. Það mátti undrum sæta hvað hratt efnahagslífið brást við fyrstu merkjum þess að kreppan sem þjakaði þjóðlífið frá 1989 og fram til 1993 væri að láta undan síga. Viðsnúningurinn varð ör og miklu hraðari en gerzt hefur nokkurs staðar annars staðar þar sem ég hef séð til við sambærilegar aðstæður. Skýr- ingin er klár, það er áhættulaust að fylgja fyrstu sprotum vaxtarins og það verður svo aftur grund- völlur að áframhaldandi uppbyggingu,“ sagði Þór- arinn. Hann benti jafnframt á að sú krafa, sem víða er í lögum í Evrópuríkjum, að tilgreina beri ástæður uppsagnar, væri ekki endilega til þess fallin að bæta hlut launamanna. „Ég held einmitt að það að atvinnurekendur eru ekki þvingaðir til þess að draga fram einhverjar skriflegar formlegar ástæður fyrir ráðningarslitum sé einn mikilvæg- asti þátturinn í að vinnumarkaður okkar er svo sveigjanlegur sem raun ber vitni. Það er enginn dómur fólginn í því að vera sagt upp, það er svo eðlilegt í síbreytilegu samfélagi eins og okkar að þarfir fyrirtækja breytist með sama hætti og þarf- ir starfsmanna breytast,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist ekki efast um það eitt andartak að þeir, sem lengst vildu ganga í að takmarka rétt at- vinnurekenda til uppsagnar starfsmanna, gerðu það af góðum hug og með það eitt að markmiði að bæta stöðu launamanna á vinnumarkaði. „Með sama hætti og ofurvernd starfsmanna á evrópsk- um launamarkaði fyrir uppsögnum hefur ekki leitt til aukins atvinnuöryggis heldur meira at- vinnuleysis, er ég sannfærður um að ef dregið væri úr sveigjanleika íslenzks vinnumarkaðar, þá mundi það með beinum hætti koma fram í kjörum okkar á tiltölulega stuttum tíma. Sveigjanleikinn er alveg örugglega sterkasta vopnið í því að vega upp margt annað í okkar aðstæðum og ákvörð- unum sem er atvinnulífinu fjötur um fót. Væri því feiknalegt slys ef gerðar væru grundvallarbreyt- ingar á þessari skipan íslenzks vinnumarkaðar sem sannarlega hefur alið af sér hærra atvinnu- stig og meiri og betri vöxt í lífskjörum en við sjáum í nokkru öðru Evrópulandi til þessa,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Undir þessi sjónarmið tók Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem sagði á ráðstefnunni að þau Evrópulönd, sem byggju við ósveigjanlegastar reglur á vinnumarkaði, þyrftu að ná fram uppstokkun hjá sér fremur en að gera slíkt ástand að útflutningsvöru, sem myndi skaða samkeppnishæfni Evrópu sem heildar þegar upp væri staðið. „Menn hljóta að velta öllum þessum hlutum fyrir sér út frá samkeppnishæfni Evrópu í heild, t.d. gagnvart Bandaríkjunum, því reglur vinnumarkaðarins hafa vissulega áhrif á sam- keppnisstöðu þjóða á heimsmarkaði. Við Íslend- ingar þurfum til viðbótar að gaumgæfa að hvaða leyti nýjar reglur á þessum sviðum falla innan samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og hvar við kynnum að vilja halda sérstöðu sem við teljum einhvers virði,“ sagði Ari. Drögumst ekki inn í úrelta stefnu ÞESSAR umræður eru afar þarfar og gagnlegar í ljósi þess að í almennri umfjöll- un um nýja löggjöf er gjarnan einblínt á þörf þess að auka réttindi launþega með fleiri og um- fangsmeiri reglugerðum, án þess að í öllum til- vikum sé horft á málið í víðara samhengi og reynt að meta, hvort slíkt geti leitt til þess að vinnu- markaðurinn verði ósveigjanlegri og fyrirtækjum reynist örðugra að búa til ný störf. Hér skal ekki gert lítið úr nauðsyn þess að launþegar njóti ör- yggis í starfi og góðra vinnuaðstæðna. Slíkt reyna flest fyrirtæki líka að skapa að eigin frumkvæði, enda er gott starfsfólk orðið helzta auðlind margra fyrirtækja. Eftir því sem fyrirtæki stækka og leggja meiri áherzlu á starfsmanna- stjórnun verða samskiptin milli vinnuveitanda og starfsmanns faglegri og formbundnari. En auðvit- að verður fólk að vera reiðubúið að færa sig á milli starfa með því að rekstur og þarfir fyrirtækja breytast. Þar kemur margt til; í fyrsta lagi sveiflu- kennt eðli íslenzks efnahagslífs, í öðru lagi tækni- breytingar, sem gera sum störf úrelt en skapa ný í staðinn og í þriðja lagi sívaxandi kröfur fyrirtækja til starfsmanna um hæfni og þekkingu. Allt gefur þetta ástæðu til að endurskilgreina hvað átt er við, þegar rætt er um atvinnuöryggi í daglegu tali; það þýðir ekki endilega að launþegi geti gengið að sama starfinu vísu um aldur og ævi, heldur frekar að alltaf sé til nóg af störfum fyrir alla. Og það er deginum ljósara að sveigjanlegur vinnumarkaður er bezt til þess fallinn að tryggja atvinnuöryggi í þeim skilningi. Til þess að sveigjanleikinn virki með hagkvæmustum hætti þurfa þó ýmsir þættir að vera í betra lagi en í dag, t.d. þarf að bæta fram- boð endur- og símenntunar til að gera launþega betur í stakk búna að skipta um starfsvettvang, hvort heldur þeir færa sig til innan fyrirtækja eða á milli vinnustaða. Margt bendir til að ein ástæða þess að íslenzkur vinnumarkaður er sveigjanlegri en í öðrum Evr- ópuríkjum sé að verkalýðshreyfingin á Íslandi hafi sýnt þessum sjónarmiðum meiri skilning en stéttarfélög víða annars staðar og verið reiðu- búnari að taka höndum saman við atvinnurekend- ur um að tryggja hagvöxt og atvinnusköpun, frek- ar en að reyna að þröngva upp á þá reglugerðum og skriffinnsku. Það veldur hins vegar áhyggjum að nú virðast slíkar sendingar fremur koma frá Alþingi, samkvæmt forskrift frá Evrópusamband- inu, án þess að aðilar vinnumarkaðarins hafi beðið um þær. Eðli EES-samningsins er slíkt að Íslend- ingar hafa afar takmörkuð áhrif á þær reglur, sem ESB setur fyrir allt efnahagssvæðið. Það er vissu- lega áhyggjuefni ef hér öðlast sjálfkrafa gildi alls konar löggjöf, sem dregur úr sveigjanleika ís- lenzks vinnumarkaðar, án þess að Íslendingar hafi nokkuð um það að segja. Útlitið er þó kannski ekki alveg svo svart. Ein- stök aðildarríki EES hafa þrátt fyrir allt mikið svigrúm til að skipa vinnumarkaðslöggjöf sinni eftir eigin höfði. Séu íslenzk stjórnvöld vakandi fyrir því svigrúmi, sem EES-reglur bjóða oft upp á hvað varðar framkvæmd þeirra, má draga úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum á vinnumark- aðinn. Oft er t.d. heimilað að aðilar vinnumark- aðarins semji um málið sín á milli og finni þar með hagkvæmustu lausnina, fremur en að Alþingi setji flókin og ósveigjanleg lög. Svo má spyrja hvort ís- lenzk stjórnvöld hafi sýnt nægilegan dugnað í samskiptum sínum við ESB-ríkin við að útskýra fyrir þeim sérstöðu íslenzks vinnumarkaðar og hverju „íslenzki sveigjanleikinn“ hefur skilað. Að- alatriðið er að Íslendingar láti ekki að nauðsynja- lausu draga sig inn í stefnu, sem hefur gengið sér til húðar á meginlandi Evrópu og haft þveröfug áhrif á atvinnuástandið við það sem upphaflega var ætlað. Morgunblaðið/RAX Vetur á Snæfellsnesi. „Má spyrja hvort ís- lenzk stjórnvöld hafi sýnt nægilegan dugnað í sam- skiptum sínum við ESB-ríkin við að út- skýra fyrir þeim sérstöðu íslenzks vinnumarkaðar og hverju „íslenzki sveigjanleikinn“ hefur skilað. Aðal- atriðið er að Íslend- ingar láti ekki að nauðsynjalausu draga sig inn í stefnu, sem hefur gengið sér til húðar á meginlandi Evr- ópu og haft þver- öfug áhrif á atvinnu- ástandið við það sem upphaflega var ætlað.“ Laugardagur 31. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.