Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 38
fengu notið sín til fulls. Hann lagði þunga áherslu á að efla menn- ingartengsl innan síns fags milli háskóla, lista- safna og sambærilegra menningarstofnana víða um heim og opna þannig og víkka sjón- deildarhring nemenda sinna og annarra með aukinni innsýn í heim listanna og nútímafor- vörslu, þannig að menntun þeirra yrði ekki eingöngu bundin við sjálft skólanámið, því þröngsýni og fordómar voru eitur í hans beinum. Átti hann stóran þátt í því að efla gæði forvörslunnar með samvinnu forvarða innanlands sem utan og bæta skilyrði til betra grunn- náms við viðurkennda skóla. Glöggt dæmi um þetta er samningur sem menningaryfirvöld Finna og Eista gerðu með sér nýverið sem gerir þremur eistneskum nemendum á ólíkum sviðum kleift að stunda fjög- urra ára nám við EVTEK. Um langt skeið hafði Rikki einnig aðstoðað fag- fólk frá Eystrasaltslöndunum til að sækja út fyrir lönd sín eftir þekkingu, þá sérstaklega til Norðurlandanna, og til að efla samvinnu á milli þeirra. Afrakstur þess var m.a. alþjóðleg ráð- stefna, „Baltic-Nordic Conference on Conserved and Restored Works of Art“, sem haldin var í Tallinn haustið 1999. Þörfin þar var vissulega brýn, en umfram allt gaf hann fólkinu þar trú á sjálft sig og störf sín á sviði lista- forvörslunnar og opnaði þeim leiðir til annarra landa og menningarstofnana. Ennfremur fékk Alþjóðlega safna- ráðið (ICOM-CC) að njóta hæfni hans þegar hann var valinn til forsvars fyr- ir vinnuhóp fyrir nám og starfsþjálfun á vegum forvörslunefndar ráðsins haustið 1999. Hann skynjaði þann gamla sannleika að saman stæði fólk sterkt en sundrað næði það engum árangri. Árangur Rikka í starfi sem og í mannlegum samskiptum kom heldur engum á óvart sem til hans þekktu. Hann var vinmargur svo af bar og kom eins fram við alla, hvort sem þeir voru frægir listamenn eða þjóðhöfð- ingjar, eða þeir sem settir voru skör lægra í þjóðfélaginu. Fólk af öllu tagi laðaðist að honum og leitaði ráða til hans, hvort sem um var að ræða flók- in ástamál, meðhöndlun á málverki eða ráðstefnuhald, því hann hafði þann afar sjaldgæfa hæfileika til að bera að láta fólki finnast það vera ein- stakt og frábært og líða vel í návist sinni. Hann var ljúfur og sanngjarn kennari, hrósaði fólki af einlægni og hvatti unga listamenn til dáða. Hann dæmdi ekki og kunni að hlusta á manneskjur og brosa með öllu andlit- inu. Sömuleiðis fékk listfengi Rikka að njóta sín á sviði tónlistar og bók- mennta því hann var víðlesinn bóka- maður og stundaði píanóleik jafn- framt því sem hann söng í Dómkórnum um árabil. Hann var lífs- nautnamaður í orðsins fyllstu merk- ingu þar sem þó ætíð alls hófs var gætt, og ómissandi var hann hvar sem fólk kom saman. En fyrst og síðast var Rikki heimsmaður, einstakt ljúf- menni og heiðursmaður „par excell- ence“. Ríkharð Hördal kom um tvítugt um langan veg til litla Íslands að vitja róta sinna hér, alla leið frá Kanada, landi hinna miklu vídda. Með sér bar hann víðsýnina og þrána að sjá og ✝ Ríkharð H. Hör-dal fæddist í Lundar í Manitoba 18. desember 1946. Hann lést í Helsinki í Finnlandi 19. mars síðastliðinn. Móðir hans er Jocelyn Snæbjörnsdóttir, Hördal, f. 19. febr- úar 1928. Faðir hans var Óskar Jónsson Hördal, f. 22. júní 1918, d. 15. febrúar 1985. Bræð- ur Ríkharðs eru Jó- hann, f. 6. júlí 1948, Douglas, f. 18. júní 1952, d. 15. júlí 1973, og Randall, f. 29. jan- úar 1960. Eiginkona Ríkharðs er Álf- heiður B. Einarsdóttir, f. 28. maí 1945. Dóttir þeirra er Lára B. Hördal, f. 1976. Útför Ríkharðs fer fram frá Dómkikjunni á morgun, mánu- daginn 2. apríl, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson.) Hvert ber sá vegur okkur sem við göngum að morgni? Hversu löng verður vegferð okkar í þessu lífi, hverjar eru vörðurnar, hver blámi fjallanna, hversu skært verður skin stjarnanna eða glit sólarinnar? Mun- um við aðeins blína hokin í tilbreyt- ingarlausan veginn, sneydd þeirri gjöf að rísa upp og sjá og heyra um- hverfi lífsins? Þeim sem við syrgjum svo mjög á þessari stundu og sem hvarf frá okkur svo skyndilega var gefin sú náðargjöf að skynja litróf hins fegursta í lífinu hvern einasta dag um lífsveg sinn. Ríkharð Hördal – Rikki – hafði fjöl- breytta menntun og var fjölfræðingur af Guðs náð, en hafði jafnframt reynslu af margvíslegum störfum og viðfangsefnum. Fyrst og fremst hafði hann þó ótrúlegt næmi fyrir tilfinn- ingum fólks og formi og fegurð hluta og hlaut lífsstarf hans því að hneigjast til lista. Því kom það engum á óvart að hann lærði listaverkaforvörslu í Dan- mörku, eftir farsælan starfsferil, lengst af sem enskukennari. Með starfi sínu á sviði lista átti hann þess kost að kynnast bæði listaverkunum sjálfum en jafnframt listamönnunum sem nutu góðvildar hans og annálaðr- ar hjálpsemi. Fyrir réttum átján ár- um stofnaði Rikki listaverkaverk- stæðið Morkinskinnu, ásamt Hilmari Einarssyni, og vann þar sleitulaust fram til ársins 1992. Þá bauðst honum starf sem yfirmaður forvörsludeildar EVTEK (Institute of Arts and De- sign) í Helsinki. Fyrirhugað var að hann tæki starfið að sér í eitt til tvö ár og fékk þá til starfa í sinn stað í Mork- inskinnu félaga sinn Ólaf Inga Jóns- son. Árin hans Rikka í Finnlandi urðu hins vegar níu og naut hann mikilla vinsælda þar sem frábær skipuleggj- andi og leiðbeinandi. Vann hann þar mikið brautryðjandastarf er hann tók við forvörsludeild við EVTEK, þeirri fyrstu sinnar tegundar í Finnlandi. Þetta var hugsjónastarf, þar sem víð- sýni hans, ósérhlífni og fagmennska, ekki síst í mannlegum samskiptum, skynja það sem er handan við allt sem er, að skynja hvaðan lækirnir hríslast og hvert þeir fara. Um tíma fengum við að njóta þessarar víðsýni og þess að fá að skoða okkur sjálfa og nánasta umhverfi í bjartara litrófi. Fyrir það erum við samstarfsmenn hans og vin- ir, og samferðafólk allt, svo óendan- lega þakklát og erum sannfærð um að hann eigi sér nú sinn eigin ljóssins turn. Við vottum aðstandendum öllum og vinum dýpstu samúð í miklli sorg og sárum söknuði. Ólafur og Hilmar í Morkinskinnu og fjölskyldur. Það eru liðin mörg ár síðan ég sá Álfheiði æskuvinkonu mína ganga Dyngjuveginn með háum ljóshærð- um manni. Spennandi sjón. Ég sperrti upp augun. En hvað þau klæddu hvort annað vel. Björt og brosandi leiddust þau umvafin ham- ingju ástarinnar. Það leið ekki langur tími milli þess- arar myndar og þangað til Álfheiður kynnti mig fyrir kærastanum sínum, honum Rikka. Hann var Vestur-Ís- lendingur í íslenskunámi við Háskóla Íslands. Nafn hans var Ríkharð Hör- dal. Rikki var heppinn þegar hann hitti Álfheiði, því með henni eignaðist hann á einu bretti stórfjölskyldu á Ís- landi. Foreldrar Álfheiðar, systir og ótal skemmtilegar „töntur“ voru lífið og kærleikurinn í fjölskylduhúsinu á Hjallavegi. Þetta átti við Rikka, þennan ljúfa dreng, sem var hvort tveggja í senn félagslyndur og hlýr. Í fyllingu tímans eignuðust Álf- heiður og Rikki sólargeislann sinn, hana Láru Björk. Einkabarnið þeirra. Öll hreiðruðu þau um sig á Hjallaveginum. Þetta hús, Hjallaveg- ur, er ótrúlegt hús, það er gætt þeim eiginleika, að það eins og teygist á því við hvern nýjan fjölskyldumeðlim og rými virðist alltaf nóg. Árin liðu, nú sá ég Rikka ekki leng- ur bara á Dyngjuvegi. Vinnustaður okkar beggja var á Laugaveginum og nánast daglega öll árin mín í Tínu Mínu kom Rikki í gættina eða kíkti inn, svona eftir efnum og ástæðum. Oftar en ekki var mikið að gera hjá Rikka og margt á dagskrá, þannig að hann var á hraðferð en alltaf var jafn gaman að sjá hann og hvernig sem viðraði úti bar hann með sér sólskinið inn. Í Morkinskinnu, fyrirtæki Rikka á Laugaveginum, vann Rikki við að bjarga gömlum verðmætum lista- verkum. Hann var forvörður. Hann naut sín sannarlega innan um list og listamenn. Í Morkinskinnu var við- hafður skemmtilegur siður. Starfs- vikan endaði oft á nokkurs konar opnu húsi, síðdegis á föstudögum. Þá ræktaði Rikki vináttuna og bauð til samverustunda með spjalli og notalegheitum. Álfheiður og Rikki slitu sambúð en þau voru svo lánsöm að slíta aldrei vináttunni. Saman fögnuðu þau öllum hátíðum með Láru sinni. Saman fögn- uðu þau öllum mikilvægum viðburð- um stórfjölskyldunnar. Það var svo skrýtið, að þrátt fyrir nýja braut í lífi Rikka, héldu þau Álfheiður áfram í mínum huga sem heild. Enn líða árin. Við Dónald erum á leið til Finnlands. Bjöllur hringja. Rikki búsettur í Helsinki. Við slóg- um á þráðinn. Rikki, sami ljúfi dreng- urinn, fagnaði okkur sem bróðir og saman áttum við unaðsdaga á Rune- bergsgötunni. Nú síðast föðmuðumst við Rikki í kærleikshúsinu á Hjallavegi. Það var 30. desember og framundan áramót – nýtt ár og ný öld. Við hlökkuðum öll til. Rikki hafði tekið ákvörðun – fram- tíðarheimili hans átti að vera í Finn- landi. Spennandi starfsvettvangur, þar sem hæfni Rikka naut sín vel. Við kysstumst gleðilegt ár – full- viss um gleði þess og fyrirheit. En almættið hafði tekið sína ákvörðun. Rikki er farinn til lands ei- lífðarinnar eftir hetjulega baráttu við afleiðingar hörmulegs slyss. Ég trúi því að þar standi Rikki, þessi góði vinur, baðaður fegurð og birtu ljóss- RÍKHARÐ H. HÖRDAL MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                       !!"# $%&'( )  *!!  ! %!  +,! ! )  -! '!') & %! $%&'(( .! ! %! "!*" '(( (/ )  0!) ! )   !)  ! %! %+ !#!                   ! "#                 ! $ # %&'  (' $) %&' )                              !!"      !"" #    $ %&       $                       Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld                                      !     !" #$ %  "   & #$ %  ' "( )$  "%! *! !"% +, )* &%!! *! -. /! ! #$ %  % ( 0   )* &%!! #$ 1 %  -(  !% !# *! 2 (! 3  & #$ %   !% 0, 0 !/ *! * 4 ! 4 !3 #       0 1 02 11 / 3/44 +% % !    5" %%!" "" .-. . %%!"    %%!" "" .-& %%!" "" % !-.   ""#
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.