Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 56
Hún mun seint hverfa úr minni þeirra sem sáu viðureign Menntaskólans í Reykjavík og Borgarholtsskólans í úrslitum Gettu betur. Ásgeir Ingvarsson var á staðnum og ræddi við tvö sigurlið. FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dalv egur HÉR KÓPAVOGUR Máln ing Skel jungu r Fyrir páskafríið tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. bolir og kvart-buxur ÓHÆTT er að full-yrða að aldrei fyrr ísögu Gettu betur hafi sést önnur eins viður- eign og sú sem fór fram á föstudagskvöldið. Víst er að þessi magnþrungna keppni mun seint gleym- ast, enda fylgdust án vafa velflestir landsmenn með þessari keppni, þar sem Menntaskólinn hafði Borg- arholtsskóla naumlega undir í æsispennandi bráðabana og vann þar með hljóðnemann 9. árið í röð. Lið skólanna voru skip- uð einvalaliði manna: lið Menntaskólans í Reykjavík þeim Sverri Teitssyni, Hjalta Snæ Ægissyni og Svani Péturssyni, en lið Borgarholtsskóla skipuðu Sæmundur Ari Halldórs- son, Páll Theódórs og Hilmar Már Gunnarsson. Pabbi úti í bílskúr „Þetta var alveg rosa- legt,“ sagði Sæmundur úr Borgarholti, aðspurður um líðanina eftir keppnina. „Ég vona bara að við höf- um valdið mikilli spennu á heimilum landsmanna. Ég veit að pabbi minn hefur líklega verið úti í bílskúr alla útsendinguna því hann hefur ekki þorað að horfa. Ég held reyndar að það sé óhætt að fullyrða að þetta hafi verið mest spennandi keppni Gettu betur frá upphafi.“ Andinn innan liðsins var að sögn Sæmundar sterk- ur: „Það komu tímabil þar sem við duttum niður, en við börðum hver annan áfram, og einhvern veginn tókst þetta. Ég vissi að við þyrftum að hafa heppnina með okkur ef við ætluðum að velta MR úr sessi, en það má einmitt segja að við höfum verið mjög heppnir. Það var 6 stiga munur þeg- ar tvær spurningar voru eftir og ég átti ekki von á því að í lok keppninnar yrði jafnt,“ sagði Sæmundur, en liði Borgarholtsskóla tókst á frækilegan hátt að svara tveimur síðustu spurning- unum, og náði þannig að jafna stöðuna og knýja fram bráðabana. Óskandi að skipta hljóðnemanum Þeir Hjalti, Svanur og Sverrir í liði MR voru sam- mála um að í raun stæðu bæði lið uppi sem sigurveg- arar: „Okkur finnst að þetta hafi í raun verið jafn- tefli og tilviljun ein hafi ráðið því hvort liðið sigraði. Raunin varð að það urðum við, en það hefði allt eins getað verið Borgarholt. Þeir stóðu sig feikilega vel í þessari keppni og hefðu al- veg átt skilið að vinna,“ sagði Sverrir Teitsson. „Við hefðum þó getað gert ýmislegt betur, og erum ekki fyllilega sáttir við okk- ar frammistöðu, en það breytir engu um það að frammistaða Borghylting- anna var frábær. Það væri bara óskandi að hægt væri að skipta hljóðnemanum í tvennt.“ Logi Bergmann Eiðs- son, spyrill keppninnar til þriggja ára, sagðist sjálfur aldrei hafa lent í öðru eins, enda sátu allir í salnum á sætisbrúnunum þegar síð- ustu spurningarnar voru bornar upp og eitt rétt svar gat úrskurðað um sigur. „Þessi keppni er það skemmtilegasta sem mað- ur getur komist í,“ sagði Logi, „og sérstaklega kvöld eins og í kvöld, þegar 1.200 manns eru í salnum og það er þvílík dauðaþögn að heyra mætti saumnál detta.“ „Ég verð að játa það að ég var búinn að sætta mig á tímabili við að tapa,“ sagði Svanur spurður um líðan- ina síðustu mínútur keppn- innar. Sverrir tekur í sama streng: „Ég verð að játa það líka að um tíma, þá sér- staklega þegar Borghylt- ingar voru einu stigi yfir og við biðum eftir niðurskurði um vissa spurningu um hnefaleikakappa, þá hélt ég að þeir hjá Borgarholtslið- inu hefðu svarað rétt, og það fór engin einasta til- finning um líkama minn og ég var búinn að sætta mig við þetta. Ég og Svanur vorum á tímabili að bugast en Hjalti hvatti okkur áfram.“ „Við bjuggumst við að vera búnir að sigra þegar Borgarholtsskóli svaraði skyndilega rétt tveimur þriggja stiga spurningum. Ég verð að játa að við vor- um einnig ansi svekktir þegar eitt stig var tekið af okkur,“ segir Sverrir, en MR fékk fyrir slysni einu stigi of mikið fyrir vísbend- ingaspurningarnar, en það var síðan lagfært þegar skammt var eftir af keppn- inni. Sex sigurvegarar Strákarnir sögðust ætla að halda ærlega upp á sig- urinn: „Við erum að fara heim til mín,“ sagði Hjalti, „þar sem við ætlum að syngja og dansa fram á rauða nótt, í góðra vina hópi því allir ætla að koma: Borghyltingarnir, dómari, stigavörður og spyrill.“ Og með þessum orðum voru þeir þotnir, í löngu verðskuldaðan fögnuð, 6 fræknir piltar: Sæmundur, Páll og Hilmar og Sverrir, Hjalti og Svanur, sem allir eru í dag hetjur, hver í sín- um skóla, og eru sannar- lega allir með tölu sigur- vegarar kvöldsins. MR mætir jafnoka sínum! Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hljóðneminn í höfn 9. árið í röð: Sigurlið MR, þeir Svanur Péturs- son, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á síðustu tveim- ur spurning- unum vann hið frækilega lið Borgarholts- skóla upp 6 stiga forskot MR og knúði fram bráðabana. Lið Borgarholts: Páll, Sæmundur og Hilmar. Menntaskólinn í Reykjavík hafði nauman sigur í Gettu betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.