Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÝMSAR breytingar hafa orðið í
þjóðgarðinum á Þingvöllum í vetur.
Þingvallabænum breytt og það rými
sem áður hýsti Þingvallaprest sam-
einað opinberum bústað forsætis-
ráðherra. Hafin er bygging fræðslu-
miðstöðvar og búið að ráða
fræðslufulltrúa þjóðgarðsins.
Kirkjustaður í þúsund ár
Þingvellir hafa verið kirkjustaður
í um þúsund ár og er þar talinn
vera fyrsti eða annar lögformlegi
kirkjustaðurinn á Íslandi. Fyrsta
kirkjan var reist á Þingvöllum árið
1017 af Bjarnharði biskupi Vilráðs-
syni hinum bókvísa. Hann kom með
kirkjuvið frá Ólafi konungi Haralds-
syni í Noregi. Skrifar Snorri Sturlu-
son í Heimskringlu „og var sú
kirkja gjör á Þingvelli, þar er al-
þingi er.“ Auk viðarins gaf Ólafur
klukku til kirkjunnar og var sú enn
til þegar Snorri skrifaði Heims-
kringlu um 1230. Hefur kirkja stað-
ið á Þingvöllum síðan.
Í bók sinni um Þingvelli skrifar
Björn Th. Björnsson að fyrsta
kirkjan hafi að líkindum verið alls-
herjarkirkja, vígt samkomuhús án
þjónandi prests eða sjálfstæðrar
landareignar. Síðan hafi kirkjan
breyst í búandakirkju með sérstök-
um hlunnindum af allsherjarfé, en
með skyldum við þingið á móti.
Björn telur að kirkjan á Þingvöll-
um hafi langt fram eftir öldum verið
til muna stærri en gerðist um
venjulegar sóknarkirkjur. Í þjóð-
veldislögunum hafi verið gert ráð
fyrir að lögrétta mætti halda þar
fundi þegar illa viðraði. Eins hafi
orðið hefð að „synodalréttur“ Skál-
holtsbiskupsdæmis hafi verið hald-
inn í Þingvallakirkju um alþingis-
tímann. Voru prestastefnur Skál-
holtsbiskupsdæmis haldnar í Þing-
vallakirkju allt til loka þinghalds á
staðnum árið 1798.
Þingvallakirkja var helguð Ólafi
helga í kaþólskri tíð. Í upplýsinga-
síðu um Þingvallakirkju á vefsíðu
Norðurferða (www.nat.is) segir
m.a.: „Kirkja Ólafs helga eignaðist
Þingvelli snemma á 15. öld og um
1570 Skjaldbreið, urriðaveiði í Öx-
ará, silungsveiði í Ólafsdrætti og
jarðirnar Syðri- eða Neðri-Brú í
Grímsnesi og Kárastaði, Heiðarbæ
og Stíflisdal í Þingvallasveit. Vatns-
kot, Skógarkot, Arnarfell og
Svartagil voru hjáleigur sem fylgdu
með.“ Þá segi í Jarðabók Árna og
Páls 1711 að kirkjan hafi komist yf-
ir Bessastaði að auki.
Kirkjan sem nú stendur á Þing-
völlum var reist 1858 en vígð á jóla-
dag 1859. Kirkjunni var breytt
nokkuð er hún var lagfærð fyrir
konungskomuna 1907. Þá var m.a.
reistur nýr turn og hanga í honum
þrjár klukkur. Er ein þeirra forn,
önnur frá 1697 og var vígð af Jóni
Vídalín, hin þriðja er svonefnd Ís-
landsklukka frá 17. júní 1944.
Þjóðgarður og Þingvallabær
Þjóðgarður á Þingvöllum var
stofnaður með lögum árið 1928 og
er elsti þjóðgarður landsins. Frá
ársbyrjun 1930 skyldu „Þingvellir
við Öxará og grenndin þar vera
friðlýstur helgistaður allra Íslend-
inga,“ eins og segir í lögunum um
friðun Þingvalla. Þingvallanefnd
hefur fyrir hönd Alþingis yfirstjórn
hins friðaða lands og er skipuð
þremur alþingismönnum. Nú sitja í
Þingvallanefnd Björn Bjarnason
menntamálaráðherra, formaður,
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra og Össur Skarphéðinsson al-
þingismaður.
Eldri hluti Þingvallabæjarins,
sem telur þrjár burstir næst kirkj-
unni, er því sem næst jafngamall
þjóðgarðinum. Þessi hluti hússins
var kostaður af kirkjujarðasjóði að
stórum hluta og reistur fyrir Al-
þingishátíðina 1930. Á þeim árum
fjármagnaði kirkjujarðasjóður
byggingu prestsetra. Guðjón Sam-
úelsson húsameistari teiknaði húsið.
Enginn prestur sat Þingvelli frá
1928 til 1958 að Jóhann Hannesson,
fyrrverandi kristniboði og síðar
prófessor við guðfræðideild Háskóla
Íslands, var ráðinn þjóðgarðsvörður
1958. Tók hann og við prestsemb-
ætti á Þingvöllum. Séra Jóhann bjó
í Þingvallabænum eins og þeir
prestar sem þjónuðu á eftir honum
síðari hluta 20. aldar, allt þar til
séra Heimir Steinsson lést hinn 15.
maí 2000.
Nýrri hluti hússins og sá syðri,
sem telur tvær burstir, var reistur
fyrir þjóðhátíðarnefnd 1974. Þá
hafði Konungshúsið, sem var sum-
ar- og gestahús forsætisráðherra,
brunnið fjórum árum áður. Þessi
hluti Þingvallabæjarins hefur verið
nýttur sem opinber bústaður for-
sætisráðherra og við móttöku op-
inberra gesta.
Nú hefur verið gerð sú breyting
að í nyrstu burstinni er aðstaða
framkvæmdastjóra þjóðgarðsins og
aðstaða fyrir prest Þingvallakirkju.
Burstirnar tvær, sem voru bústaður
prestsins, hafa verið sameinaðar að-
stöðunni sem forsætisráðuneytið
hafði í suðurhluta hússins.
Breytt skipan mála
Í júlí síðastliðnum bárust fréttir
af því að Þingvallanefnd hafi óskað
eftir því við biskup Íslands að emb-
ætti sóknarprests á Þingvöllum, sem
jafnframt hafði verið staðarhaldari
eftir að sérstakur þjóðgarðsvörður
var ráðinn, yrði ekki auglýst að svo
stöddu. Óskaði nefndin viðræðna um
framtíð embættisins.
Í 51. grein laga um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar frá
1997 var kveðið á um að Þingvalla-
prestur væri skipaður að fengnum
tillögum biskups og Þingvallanefnd-
ar. Skýrðist það af því að prestur
gegndi jafnframt starfi þjóðgarðs-
varðar. Hinn 24. apríl sl. felldi Al-
þingi þetta ákvæði úr gildi. Það
merkir ekki að embætti Þingvalla-
prests hafi verið lagt niður. Sólveig
Pétursdóttir dómsmálaráðherra,
vék að þessari breytingu í ræðu á
Kirkjuþingi 2000 og sagði m.a.:
„... þessi breyting er ekki í
tengslum við þær umræður sem nú
fara fram um hvort sóknarprestur
skuli sitja á Þingvöllum heldur er
hér einungis verið að bregðast við
þeim breytingum sem orðið hafa á
starfi Þingvallaprests.“
Kirkjuþing 2000 lýsti samþykki
sínu við breytingunni og ályktaði í
framhaldi af því: „Kirkjuþing árið
2000 mælist til þess að þannig verði
á málum haldið að á Þingvöllum
verði áfram prestssetur.“
Í haust er leið tilkynnti svo Þing-
vallanefnd biskupi Íslands að prest-
ur fengi ekki lengur inni í Þing-
vallabænum og væri „ekki ætlað
neitt hlutverk innan þjóðgarðsins,“
eins og haft var eftir Karli Sig-
urbjörnssyni biskupi Íslands, í
Morgunblaðinu 22. nóvember sl.
Daginn eftir hafði blaðið eftir Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra og
formanni Þingvallanefndar, að með
breytingu á notkun Þingvallabæjar
sé Þingvallanefnd að draga skýra
línu á milli starfsemi þjóðgarðsins
annars vegar og starfsemi kirkj-
unnar hins vegar.
Björn benti enn fremur á að sam-
kvæmt bókum og fundargerðum
Þingvallanefndar hefði biskupsem-
bættinu verið ljóst um áratugaskeið
að Þingvallabærinn væri eign rík-
isins og í umsjá Þingvallanefndar.
Ennfremur að bærinn væri ekki
prestsbústaður.
Ályktun Kirkjuráðs
Ekki virðast kirkjunnar menn
vera sammála þessum skilningi. Á
fundi Kirkjuráðs, hinn 5. og 6. mars
síðastliðinn var samþykkt svohljóð-
andi tillaga séra Halldórs Gunnars-
sonar varðandi prestsbústaðinn á
Þingvöllum:
„Kirkjuráð áréttar að Þingvalla-
bærinn, prestsbústaðurinn á Þing-
völlum, sem reistur var 1928-29, til-
heyri Þingvallaprestssetri. Bústað-
urinn kom í stað gamla prests-
bústaðarins og var greiddur af
stærstum hluta úr kirkjujarðasjóði,
sbr. lög nr. 50/1907, svo og lög um
kristnisjóð nr. 35/1970. Lögin nr.
62/1990 kváðu á um Þingvöll sem
prestssetur og starfsreglur kirkj-
unnar á grundvelli laga 78/1997
staðfestu þá skipan.
Í ljósi þessa mótmælir kirkjuráð
áformum Þingvallanefndar að taka
prestsbústaðinn til annarra nota og
mótmælir þeim framkvæmdum við
hann sem ráðist hefur verið í.
Kirkjuráð beinir því til prests-
setranefndar að fylgja eftir rétt-
indum prestssetursins á Þingvöll-
um.“
Þarna virðist sem kirkjuráð sé á
öndverðum meiði við Björn Bjarna-
son formann Þingvallanefndar.
Hann var inntur eftir viðbrögðum
við þessari samþykkt og svaraði:
„Að mati Þingvallanefndar er
engin spurning um forræði hennar
og forsætisráðuneytisins á Þing-
vallabænum. Byggist sú afstaða
meðal annars á yfirlýsingu herra
Ásmundar Guðmundssonar biskups
í bókum Þingvallanefndar. Prests-
setranefnd nálgast málið á öðrum
forsendum en hlutverk hennar er að
tryggja stöðu kirkjunnar gagnvart
ríkinu í álitamálum sem þessum.“
Viðræður við ríkið
Flókin samskipti íslenska ríkisins
og þjóðkirkjunnar varðandi kirkju-
eignir hafa áhrif á málefni kirkju og
prests á Þingvöllum. Kirkjujarða-
sjóður, sem fjármagnaði byggingu
eldri hluta Þingvallabæjarins að
miklu leyti, var stofnaður árið 1907.
Í hann rann andvirði seldra kirkju-
jarða. Löngu síðar skipaði biskup
kirkjueignanefnd. Hún skilaði af sér
1997 og gert var samkomulag milli
ríkis og kirkju. Ríkið tók við kirkju-
eignum og greiðir í staðinn laun
presta og ákveðinna starfsmanna
kirkjunnar. Í þessu samkomulagi
voru prestssetursjarðir undanskild-
ar.
Kirkjuþing 1999 kaus sérstaka
nefnd, pretssetranefnd, sem tók við
af kirkjueignanefnd. Hlutverk hinn-
ar nýju nefndar var m.a. að ræða
við fulltrúa ríkisvaldsins og ljúka
samkomulaginu sem gert var 1997
um kirkjueignir. Þar mun ýmislegt
hafa verið ófrágengið, m.a. bætur
fyrir prestssetur sem lögð voru nið-
ur eftir 1907 og ekki höfðu komið
bætur fyrir, og eins bætur fyrir
prestssetur í þéttbýli sem seld voru
eftir 1970.
Bjarni Kr. Grímsson er formaður
stjórnar prestssetrasjóðs og situr í
prestssetranefnd. Bjarni vildi lítið
tjá sig um málefni Þingvallakirkju
vegna viðræðna sem nú standa yfir
milli fulltrúa ríkis og kirkju. Hann
benti á að þótt kirkjujarðasjóður
hafi lagt fé til byggingar Þingvalla-
bæjar hafi ekki setið þar prestur
frá 1928 og fram til 1958. Á því
tímabili hafi umsjón prestssetra
sem setin voru lent hjá dóms- og
kirkjumálaráðuneyti. Þau sem ekki
voru setin fluttust í umsjá jarða-
deildar landbúnaðarráðuneytisins.
Prestssetrasjóður tók síðan við um-
sjón með eignarhaldi og viðhaldi
prestssetra árið 1994.
„Þar sem prestssetrið á Þingvöll-
um hefur ekki verið í umsjá dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins hefur
það ekki komið í umráð prestssetra-
sjóðs. En í viðræðum prestssetra-
nefndar og ríkisins er m.a. rætt
hvar það lendir,“ sagði Bjarni.
Hann sagði að fundir hefðu verið
haldnir um þessi mál undanfarin tvö
ár og sagðist hann binda vonir við
að niðurstaða í málefnum prests-
setra, og þar með Þingvalla, næðist
í sumar.
Formaður prestssetranefndar er
Jón Helgason, forseti Kirkjuþings.
Hann sagði að nú stæðu viðræður
kirkjunnar og ríkisvaldsins um mál-
efni prestssetra. Prestssetur á
Þingvöllum hlyti að vera hluti af
þeim viðræðum. Jón sagði að vonast
væri eftir niðurstöðu sem fyrst.
Hún þyrfti helst að nást fyrir haust-
ið.
Aukin verkefni
Þingvallaprests
Karl Sigurbjörnsson biskup sagði
aðspurður að ekkert lægi fyrir um
hvenær embætti Þingvallaprests
verður auglýst til umsóknar. Sam-
kvæmt lögum væru Þingvellir
prestssetur, en prestinum hefði ver-
ið úthýst úr Þingvallabænum og
ætti ekki í nein hús að venda.
Karl sagði að engin óvissa væri
um framtíð sjálfs embættisins.
Kirkjuþing hefði ítrekað að Þing-
vallaprestakall skuli áfram vera
sem og prestssetur á Þingvöllum.
Fyrst eftir fráfall séra Heimis
Steinssonar þjónuðu prestar á veg-
um Biskupsstofu Þingvöllum. Und-
anfarið hefur séra Rúnar Þór Eg-
ilsson á Mosfelli þjónað Þing-
vallaprestakalli.
Ragnar Lundborg Jónsson, bóndi
á Brúsastöðum, er oddviti Þing-
vallasveitar. Hann sagðist telja að
fólkið í sveitinni væri almennt ekki
sátt við prestleysi, það vildi hafa
prest á þessum helga stað. En þykir
því ekki nóg að njóta þjónustu
prestsins á Mosfelli?
„Nei, maður vill alveg eins láta
hann sitja hér og þjóna þá annars
staðar,“ sagði Ragnar. Hann sagði
að fólki þætti Þingvallastaður bjóða
upp á að þar sæti prestur. „Það er
nú sagt að þetta sé helgasti staður
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
’ ...á Þingvöllum hefur verið prests-
setur frá öndverðu. Sambúð prests-
setursins og alþingis er órofin um
aldir, meðan þinghaldið helst við
Öxará. Nú er ekki þinghald á
Þingvöllum lengur. Í raun er prests-
setrið eini óslitni þráðurinn í nánast
ellefu hundruð ára sögu Þingvalla.
Eini þráðurinn sem er óslitinn allar
þessar aldir... ‘