Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Súkkulaði! Orðið eitt og sérkallar fram munnvatniðhjá kunnáttumanninum,varpar ljóma á augnatillitmatgæðingsins, þenur út nasir nautnaseggsins og vekur for- vitni áhugamannsins. Síðan súkku- laði var uppgötvað, hefur það ferðast yfir heimshöfin og hreppt þar oft illviðri, til þess síðan að verða heimsbyggðinni hinn mesti gleðigjafi. Maður getur vel skilið að hægt sé að helga líf sitt súkkulaði og þá er átt við súkkulaði- og konfektgerð. Nýlega hefur einn fulltrúi þessarar göfugu afurðar ferðast yfir hafið til þess að miðla Íslendingum úr súkkulaðiviskubrunni sínum. Þetta er Belginn Dries Cnockaert, sem ber hinn virðulega titil „chef choco- latier“ eða súkkulaðigerðarmeist- ari. Hann er belgískur að ætt og uppruna og lærði list sína í Brugge hjá litlu handverksfyrirtæki sem heitir „The chocolate line“. Eftir það hefur hann unnið hjá virtum fyrirtækjum á þessu sviði m.a. í París og Amsterdam og nú síðast í Austurríki, þar sem hann vann um tíma í eldhúsi hótels nokkurs við það að búa til eftirrétti og kökur af ýmsum toga. Þormar Þorbergsson konditor, sem rekur Kaffi Konditori Copen- hagen á Suðurlandsbraut, komst í kynni við Dries fyrir nokkru og tókst að fá hann til að koma til Ís- lands og vinna við téð konditori. Dries hefur dvalið hér í um tvo mánuði og líkar vel og er fyrirséð að hann verði áfram fram yfir jól. En hvað eru þeir félagar að bralla í súkkulaði- og sætindamálum? Dries: „Við erum að koma á fram- færi vörum sem ganga vel í Belgíu, Frakklandi og Hollandi og athuga hvernig fólki líkar. Síðan breytum við bragði og aðlögum eftir smekk og eftirspurn.“ Þormar lýsir sam- starfinu á þann veg: „Við erum fimm saman í liði ef svo má segja; 1 Belgi, 2 Íslendingar og 2 Danir. Við erum allir á svipuðum aldri og höf- um gaman af vinnunni. Fyrir okkur Íslendingana gengur þetta út á að reyna að finna inn á hvað landanum líkar. Hinir koma svo með hug- myndir úr sínum menningarheimi og síðan reynum við að púsla þessu saman á skapandi hátt.“ Árstíðabundnar vörur Greinarhöfundi finnst oft hafa vantað upp á fjölbreytni í íslenskum bakaríum og er þá átt við að ekki sé hægt að sjá á vörunum sem í boðið eru hvort um haust, vor eða vetur sé að ræða. Þetta er þó að breytast. Þormar segir það stefnu hjá fyrirtækinu, að reyna að stýra framleiðslunni meira árstíðabundið, t.d. með því að bjóða upp á léttari ávaxtakökur að sumr- inu til en þyngri og kremkenndari vörur á veturna. Draumurinn er að geta valið úr það besta sem hefð hvers lands hefur upp á að bjóða og blanda því svo saman á persónu- legan máta. Leitin að nýju bragði „Uppgötvun nýs réttar skiptir velferð mannkyns meira máli en uppgötvun nýrrar stjörnu.“ Þessi fleygu orð eru höfð eftir franska matarheimspekingnum og dóm- aranum Jean-Anthelme Brillat- Savarin, en hann ritaði hina merku bók Lífeðlisfræði bragðlaukanna. Dries segist vel getað tekið undir þessi orð og honum finnist ekkert skemmtilegra en að vera sífellt að leita að nýjum bragðtegundum. Hann leggur einnig metnað sinn í að skreyta kökurnar sínar á sem frumlegastan máta. Hann segir það vera ómetanlega reynslu að fá að vera þátttakandi í þessu samstarfi með Þormari og félögum og skapa sérstöðu á þessu sviði. Honum finnst hann hafa mikið frelsi til að gera það sem hann vill og fái að njóta sín til fullnustu. Hann segir enn fremur að það taki tíma að festa í sessi ákveðna nýja framleiðslu sem jafnvel er ögn framandi bragðlaukum lands- manna. Varlega þurfi því að fara í sakirnar og eins þarf að huga að öllu í kringum framleiðsluna, s.s. pakkningum og útlitinu öllu og hvernig hlutirnir eru bornir fram. Dries er mikill flakkari í sér og seg- ir að hann muni dvelja á Íslandi á meðan honum finnist hann þarfur hlekkur í því að byggja upp og festa í sessi þessa fjölþjóðlegu súkkulaði- og sætindahefð. Um leið og hann finnur að henni sé borgið muni hann svífa á braut á vit nýrra súkku- laðiævintýra. Uppskriftirnar hér á eftir frá Þormari og félögum varða svo sann- arlega veg bragðlaukanna að ald- ingarði hins himneska súkkulaðis. Súkkulaðidrykkur með myntu og tequila ca 8 bollar 200 g dökkt belgískt eða franskt súkkulaði 1 lítri mjólk 1 dl rjómi 6–7 fersk myntublöð 30 g vanillusykur 1 dl tequila þeyttur rjómi og súkkulaðispænir til skrauts Saxið súkkulaðið. Hellið mjólk, rjóma, söxuðum myntublöðum og vanillusykri í pott og látið suðuna koma upp. Sigtið myntublöðin frá vökvanum. Hellið mjólkurblönd- unni saman við súkkulaðið í skál ásamt tequila og hrærið vel saman. Hellið drykknum í bolla og berið fram heitt. Þessi drykkur er frábær eftirréttur eftir vel heppnaða sum- argrillveislu í góðra vina hópi. Klassísk frönsk „mousse au chocolat“ handa 6–8 225 g dökkt eðalsúkkulaði 50 g ósaltað smjör 9 eggjahvítur 125 g sykur 6 eggjarauður Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í vatnsbaði. Þeytið eggja- rauður létt og blandið saman við súkkulaðið og smjörið. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Blandið eggjahvítunum varlega í litlum skömmtum út í súkkulaðið með sleif eða sleikju. Hellið músinni í desertskál eða skálar. Espresso-súkkulaðisósa 1 dl rjómi 2 msk. espressokaffi 230 dökkt súkkulaði 30 g sykur Látið suðuna koma upp á rjóman- um. Hellið espressokaffinu út í. Bætið súkkulaði og sykri út í pott- inn. Blandið öllu vel saman. Til að þykkja sósuna má hella köldum rjóma að vild út í. Í stað espresso- kaffis mætti nota aðrar bragteg- undir s.s. líkjöra, ávaxtapuré, sítr- ónu- eða appelsínusafa, allt eftir því hvert hugmyndaflugið leiðir mann og með hverju á að bera sósuna fram. Sósan er tilvalin t.d. með tertum og ís. Morgunblaðið/Áslaug Meistarinn að útbúa konfekt. Súkku- laðiást Súkkulaðimeistararnir fá sér sopa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.