Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 14
                         ! " # $ % & ' (  !& ( &( #( !& $ ' # " " #  )*+,             )-, . 14 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bíllinn er mun skemmtilegri í millihröðun vegna mikils togs vélarinnar. PORSCHE Carrera GT verður senuþjófurinn á sportbílasýningu sem haldin verður í Laug- ardalshöll dagana 24.–27. maí nk. Bíllinn er fluttur inn af Bílabúð Benna en hér er um að ræða sýningarbíl sem ekki er farinn í framleiðslu, og verður það því að teljast mikil rós í hnappagat Porsche-umboðsins á Íslandi að fá þennan fá- gæta grip hingað til lands. Aðeins tveir slíkir bílar eru til og fékk Bílabúð Benna sérstakt leyfi frá Dr. Wendelin Wiedeking, stjórnarformanni Porsche, til að sýna bílinn hér. Hann mun kosta án tolla og gjalda 750.000 þýsk mörk þegar hann verður framleiddur, en það samsvarar til rúmlega 33 milljóna ÍSK. Carrera GT var frum- sýndur í Louvre-safninu í París haustið 2000 og nokkr- um dögum síðar á bílasýningunni í París, þar sem hann var óvæntasta uppákoma sýning- arinnar. Þótt Carrera GT teljist vera götubíll byggist öll smíði hans á lögmálum keppnisbílsins. Mesta þyngdin er um hann miðjan og næst með því sem jöfnust þyngdardreifing milli fram- og aftur- ása. Yfirbyggingin er úr koltrefjaefni sem dregur úr þyngd en veitir jafnframt mikla vörn sökum mikils styrkleika. Bíllinn vegur 1.250 kg, hann er afturhjóladrifinn og með sex gíra, handskiptum kassa. Porsche segir að búast megi við að bíllinn nái allt að 330 km hámarkshraða og hröðun úr kyrrstöðu verði undir fjórum sekúndum. 200 km hraða á bíllinn að ná á 10 sekúndum. Vélin er 5,5 lítra, V10 sem skilar að hámarki 558 hestöflum og togið er 600 Nm að hámarki. Vélarblokkin er gerð úr hitaþolnum léttmálmi. Bíllinn er á 19 tommu felgum að framan og 20 tommum að aftan og þær eru úr magn- esíumblöndu. Diskabremsurnar eru 380 mm í þvermál, 50 mm stærri en í Porsche Turbo. Þær eru gerðar úr götuðu keramiki, vega 50% minna en hefðbundnir diskar og eru að auki mun hita- þolnari. Carrera GT var frumsýndur í París sl. haust. Carrera GT til Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg  SAMKVÆMT heimildum undirbýr GM að tilkynna upp úr miðjum mánuði kaup á stórum hlut í hinu gjaldþrota fyrirtæki Daewoo Motors. Haft var eftir Jin Nyum, fjármálaráðherra landsins, í kóreskum fjölmiðlum sl. föstudag að samningar þar um væru á lokastigi. GM undirbýr kaup á Daewoo  FULLVÍST má telja að margir leggi sig í óþarfa hættu við aksturinn með því að stilla ekki hnakka- púða bifreið- arinnar rétt. Í Bretlandi var nýlega gerð könnun á 500 bílum og kom í ljós að 55% þeirra voru með ranglega stilltan hnakkap- úða. Talið er að verulega megi draga úr kostnaði í heilbrigðisþjónustunni með því einu að fleiri stilli púðana rétt en þeir geta með réttri notkun dregið úr eða komið í veg fyrir hálshnykk í aftanákeyrslu. Efsti hluti hnakkapúða á að vera í sömu hæð og hvirfill þess sem í sætinu situr. Hann á jafnframt að vera eins nærri höfðinu og hægt er. Sumir bílar, þ.á m. Renault og Nissan, hafa sjálfvirka hnakka- púða sem færast nær höfði ökumanns og farþega í framsæti þegar högg kemur aftan á bílinn og grípa þannig höfuðið áður en hnykkur kemur á hálsinn. Röng notkun hnakkapúða  HAGNAÐUR Kia í Suður-Kóreu eftir skatta er um 89,4 milljónir dollara á fyrsta ársfjórðungi. Talsmenn Kia, sem er að stærstum hluta í eigu Hyundai, segja að þetta sé 117,5% aukning á hagnaði frá fyrsta ársfjórðungi 2000 og rekja megi þessa góðu afkomu m.a. til veikrar stöðu kóreska wonsins sem lækkaði um 4,7% á tíma- bilinu gagnvart dollar. Alls seldust tæplega 215 þúsund bílar, sem er 7,1% aukning, en sala á útflutningsmarkaði jókst um 22,1%. Mikill hagnaður hjá Kia HYUNDAI Terracan, nýi jeppinn frá Hyundai, verður frumsýndur hér á landi upp úr miðjum maí. Að sögn Ernu Gísladóttur, framkvæmdastjóra B&L, á jeppinn sér tölu- verðan aðdraganda. Áætlanir um framleiðslu hans hafa legið fyrir allt frá árinu 1992, en svo skemmtilega vill til að smiðshöggið á hönnun hans og framleiðsluáætlanir var end- anlega rekið á Evrópufundi Hyundai, sem gengist var fyrir hér á landi á árinu 1999. Styttri og breiðari en Land Cruiser 90 Terracan kemur í kjölfar jepplingsins Santa Fe, fjölnota Starex 4x4 og Galloper jeppans. Að sögn framleiðandans leiddu kannanir í ljós skýra kröfu um lægri þyngd- arpunkt en almennt gerist í jeppum af stærri gerð. Hlutföll nýja Hyundai jeppans á milli hæðar og breiddar taka af þessu mið, en sem dæmi má nefna að Terracan, sem er alls 4.710 mm langur, 1.860 mm breiður og 1.790 mm hár, er 4,5 cm styttri, 4,0 cm breiðari og 7,0 cm lægri en t.a.m. Toyota Land Cruiser 90. Þótt ekki muni meiru en raun ber vitni, nægir það, að sögn Hyundai, til að auka stöðugleika Terracans í sam- anburði við sambærileg farartæki. Fjöðrunarkefi bílsins er mjög svipað öðr- um jeppum á markaðinum eða tvöföld sjálf- stæð gormafjöðrun með efri og neðri spyrn- um að framan. Að aftan er gormafjöðrun með hliðarstífu. Auðvelt er að hækka bílinn upp fyrir t.a.m. 33" og 35" breytingar. ABS-hemlavörnin í Terracan er af nýjustu gerð með diskabremsum á öllum hjólum, auk þess sem hann er búinn út með EBD, sjálf- virkri álagsdreifingu, sem dreifir bremsu- álagi jafnt á milli öxla með tilliti til farþega- og hleðsluþunga bílsins. Við það rásar bíllinn síður og hemlunarveglengd styttist. Jafn- framt er Terracan útbúinn EST-kerfi, (Electrical Shift Transfer), sem auðveldar stjórnun millikassans, þannig að bíllinn rennur áreynslulaust á milli afturhjóladrifs, fjórhjóladrifs eða fjórhjóladrifs í lágum gír. ATT-kerfið, (Active Torque Transfer), sér síðan um að setja bílinn í háa drifið þegar hraðinn er orðinn meiri en 80 km/klst. Auk þess sem þessi búnaður gerir drifin einföld og lipur í notkun, dregur hann úr bens- ínnotkun, þar sem fjórhjóladrifið fer sjálf- krafa úr sambandi við eðlilegar eða kröfulitl- ar akstursaðstæður. Enn fremur gefur búnaðurinn nýja Hyundai jeppanum einn besta beygjuradíusinn í sínum flokknum eða 5,9 metra, sem er ekkert ósvipað venjulegum fólksbíl. Terracan jeppinn er byggður á sér- staka stálgrind, sem myndar ásamt sér- styrktum hliðar- og þakbitum, rammgerða hlíf utan um ökumann og farþega. Að sögn B&L er verð á bílnum ekki frá- gengið. Hyundai Terracan kominn Hyundai Terracan verður kynntur um miðjan mánuðinn hjá B&L. Terracan er nokkru styttri en Toyota Land Cruiser 90 en breiðari. Hægt verður að hafa bílinn sjö manna. Fjögurra manna kúpu- bakur frá Opel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.