Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 13 Hópur manna frá Náttúrufræðistofnun undir forystu Arnórs Þ. Sigfússonar merkti grá- og heiða- gæsir á norðvestanverðu landinu í júlí 2000. Meðal annars smöluðu þeir saman 118 grágæsum við Blönduós og þar fylgdist Jón Sigurðsson fréttaritari með atganginum. Var gerlegt að grípa gæs- irnar vegna þess að þær voru í sárum. Myndin er úr fréttasyrpunni Grípa skaltu gæsina sem Jón fékk fyrstu verðlaun fyrir. Grípa skaltu gæsina Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Óvíða getur fegurra bæjarstæði en á Kálfaströnd í Mývatnssveit. Þar stendur nú ein burst eftir af gamla torfbænum og múrhúðað timburhús sem byggt var 1915 hefur einnig látið mikið á sjá. Bátur var í fjöru og beið ferðalangs í lognblíðunni þegar Birkir Fanndal Haraldsson fréttaritari tók þessa friðsælu mynd sem valin var best í flokki mynda úr náttúru og umhverfi. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Hugurinn finnur frið Lögreglumenn úr Borgarnesi og Reykjavík stóðu í ströngu þegar norsku konungshjónin og forseti Íslands heimsóttu Reykholt í Borgarfirði. Theodór Kr. Þórð- arson, fréttaritari í Borgarnesi, náði mynd af einum sem tók „bakvakt“ á milli atriða. Ekki er vitað um hvaða lögreglumann er að ræða en málið er í rannsókn. Fyrir hana fékk Theodór fyrstu verðlaun í flokki spaugilegra mynda. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Á bak- vaktinni Kántríhátíðin á Skagaströnd hef- ur vaxið með árunum og setur ávallt skemmtilegan svip á menn- ingarlíf Austur-Húnvetninga. Jón Sigurðsson, fréttaritari á Blöndu- ósi, fylgdist með línudanssýningu á einni hátíðinni. Mynd hans, Lífið er línudans, stóð efst í opnum flokki. Lífið er línudans Morgunblaðið/Jón Sigurðsson gunblaðið/Egill Egilsson Tilraunir hafa verið gerðar með framhaldseldi á þorski á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars í Tálknafirði þar sem Magnús Kr. Guðmundsson skipstjóri stendur fyrir eldinu. Sleppir hann smáþorski í kví úti á firðinum og elur fram á haust. Finnur Pétursson fréttaritari fylgdist með því dag einn þegar Magnús fóðraði eldisþorskinn og vann myndin til fyrstu verð- launa í flokki mynda úr atvinnulífinu. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Þorskurinn fóðraður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.