Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 4
þjóðarinnar. Hér hefur verið prest- ur lengi, þótt hlé hafi verið á. Okkur finnst þetta ekki eingöngu snúast um okkur. Þetta er staður allrar þjóðarinnar.“ Hinn 1. desember 2000 voru íbú- ar Þingvallasveitar 46 talsins og hafði fækkað um þrjá frá því ári áð- ur. Sóknin er því ekki fjölmenn. Eftir að þjóðgarðsvarsla er horfin úr verkahring Þingvallaprests þykir sýnt að a.m.k. hluta úr árinu muni hann ekki hafa mikið að gera. Innan kirkjunnar hefur töluvert verið rætt um flutning prestsembætta utan af landi til höfuðborgarsvæðisins. Þar er skortur á embættum og margar sálir á hvern sálusorgara. Skerð- ingin úti á landi veldur einnig auknu álagi á þá presta sem eftir eru. Einn viðmælandi varpaði fram þeirri hugmynd hvort Þingvalla- prestur gæti e.t.v. þjónað á höf- uðborgarsvæðinu að hluta. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson varpaði fram þeirri hugmynd í blaðagrein að skipulögð pílagrímaþjónusta á helgum stöðum, sem Kirkjuþing hefur samþykkt að efna til, gæti vel átt heima hjá Þingvallapresti. Á Kirkjuþingi 2000 lagði séra Halldór Gunnarsson fram tillögu til þing- lyktunar um að embætti Þingvalla- prests yrði breytt með tilliti til auk- innar sérþjónustu á Suðurlandi. Hugmyndir sem fram hafa komið um tiltekin verkefni Þingvallaprests í viðbót við þjónustu í Þingvalla- kirkju, eru enn sem komið er bara vangaveltur, að sögn Karls biskups. „Það er mjög líklegt að embætti Þingvallaprests muni fylgja viðbót- arskyldur. Þjónustan við heima- menn skiptir auðvitað máli og þjón- usta við þann mikla og sívaxandi fjölda ferðamanna sem kemur á Þingvöll. Reglubundið og traust helgihald í Þingvallakirkju skiptir máli sem og skipulögð starfsemi sem gefur fólki innsýn í þátt trúar og iðkunar í menningu og þjóðlífi, bæði á liðnum öldum og í samtíð okkar. Þetta finnst mér mikilvægt.“ Biskup sagði að vissulega væru þessi verkefni meira og minna árs- tíðabundin. Það hefði verið rólegra yfir að vetrarlagi, en það væri allt breytingum háð. Ræða þyrfti sér- staklega um framtíðarverkefni Þingvallaprests, óháð húsnæðismál- um. Hvar verður prestssetrið? Sérstaða Þingvalla og þjóðgarðs- ins gerir að verkum að það er ekki einfalt mál að reisa þar prestssetur. „Ég fór þess á leit við Þingvalla- nefnd að nefndin beitti sér fyrir því að það yrði reist hæfilegt prestsset- urshús í heimatúni Þingvallastaðar. Þar með yrði tryggð búseta prests- ins á staðnum,“ sagði Karl biskup. Að hans sögn hafa ekki komið við- brögð við þessari beiðni. Hins vegar hafa átt sér stað viðræður milli for- manns Þingvallanefndar og prests- setranefndar, sem er viðræðunefnd við ríkið af hálfu þjóðkirkjunnar, um framtíð prestssetraeignanna. „Þingvellir eru frá fornu fari prestssetur. Þingvallakirkja átti Þingvallastað, jörðina, með gögnum og gæðum. Presturinn var ráðsmað- ur þess fyrir hönd kirkjunnar. Þing- haldið á staðnum var kvöð á prests- setrinu. Þannig var þetta í aldanna rás meðan Alþingi kom saman á Þingvöllum. Lögin um friðun Þing- valla breyttu í ekki þessari stöðu Þingvalla sem prestsseturs, nema það að prestur hafði staðið upp af jörðinni og flutt sig annað. Presta- kallið var óveitt í um þrjátíu ára skeið. Prestsseturshúsið og önnur hús á heimastaðnum voru rifin og reistur Þingvallabærinn fyrir Al- þingishátíðina 1930. Hann var alla vega að tveimur þriðju kostaður af kirkjujarðasjóði. Í kirkjujarðasjóð rann andvirði seldra kirkjujarða og hlutverk hans var að kosta upp- byggingu á prestssetrum með lán- um. Það segir sína sögu, menn hafa væntanlega hugsað þetta hús sem prestssetur. Þessi verðmæti kirkj- unnar og prestssetursins liggja þarna alla vega undir,“ sagði Karl biskup. Björn Bjarnason formaður Þing- vallanefndar, var spurður hvernig brugðist yrði við þessari málaleitan, hvort annmarkar væru á að reisa prestsbústað í þjóðgarðinum og hvort til greina kæmi að Þingvalla- nefnd kostaði bygginguna. Hann svaraði: „Þegar rætt er um prest á Þing- völlum verður að hafa í huga, að afstaða Þingvallanefndar byggist á því, að hún telur ekki rétt, að hún hafi afskipti af því, hvort prestur sé á Þingvöllum eða ekki, það eigi alfarið að vera ákveðið af kirkju- legum yfirvöldum. Kirkjuþing og al- þingi hafa samþykkt breytingu á lögum sem afnemur afskipti Þingvallanefndar af þessum þætti, einnig hefur nefndin lýst yfir því, að verði prestur á Þingvöllum sé hann ekki starfsmaður nefndarinnar. Þingvallanefnd hefur ráðið sérstak- an fræðslufulltrúa til starfa innan þjóðgarðsins. Í Þingvallabæ er að- staða fyrir presta vegna þjónustu í kirkjunni, starfsmenn Þingvalla- nefndar annast alla umhirðu vegna kirkjunnar og á vegum nefndarinn- ar er annast um viðhald kirkjunnar og tekið á móti óskum um afnot af henni og um þetta er gott samstarf við presta. Ákveði biskup, að prestur skuli búsettur á Þingvöllum, þarf hann bústað. Fyrir liggur ósk um að hann verði í heimatúni Þingvalla- staðar, en Þingvallanefnd sér mikla annmarka á því og telur heppilegra að leita annarra leiða, en þessi þátt- ur hefur ekki verið ræddur til hlít- ar, enda þurfa fleiri að koma að ákvörðun um það, hvort reisa eigi prestsbústað á Þingvöllum en Þing- vallanefnd. Ég hef rætt þetta mál við prests- setranefnd. Niðurstaða þess fundar var sú, að viðfangsefnið væri tví- þætt. Annars vegar þyrfti að svara spurningunni um bústað fyrir prest á Þingvöllum, hvar hann ætti að rísa og hver ætti að standa straum af kostnaði við smíði hans. Hins vegar væri nauðsynlegt að fá nið- urstöðu í heildarviðræðum fulltrúa ríkis og kirkju um prestssetramál og yrði tekin afstaða til Þingvalla sem prestsseturs í þeim viðræðum. Í þeim kynni að fást niðurstaða um fé til að greiða kostnað vegna prestsbústaðar á Þingvöllum.“ Varðandi byggingu nýs prestsset- urs sagðist Ragnar Lundborg Jóns- son oddviti telja að flestir í sveitinni vildu helst að nýtt prestssetur verði byggt í þjóðgarðinum, á því svæði sem mest er um að vera. „Prest- urinn er töluvert mikið í sambandi við ferðafólk á sumrin og að þjón- usta það. Eins koma margir og láta gifta og skíra.“ Bjarni Kr. Grímsson, formaður prestssetrasjóðs, sagði að prests- setrasjóður myndi bíða eftir nið- urstöðum viðræðna prestssetra- nefndar og ríkisins áður en farið yrði að fjalla um prestssetur á Þing- völlum. Embætti Þingvallaprests hefði ekki enn verið auglýst og það væri ákvörðun biskups. „Fyrr en annað eða hvort tveggja skýrist verður ekki tekin ákvörðun um prestssetur á Þingvöllum,“ sagði Bjarni. Óslitinn þráður Karl biskup var spurður hvort bygging prestsbústaðar á Þingvöll- um yrði kostuð af kirkjunni eða rík- inu? „Ég sé ekki að kirkjan geti kost- að það. Það verður að tryggja þá fjármögnun annars staðar að. Hvort það verður Þingvallanefnd eða aðrir veit ég ekki. Það er ljóst að kirkjan getur það ekki að svo komnu máli.“ Karl sagðist vongóður um að all- ir, sem hlut eiga að máli, vildu leysa þetta mál. „Ég sé þetta sem mik- ilvægt mál og metnaðarmál að mörgu leyti. Eitt sem ég hef lagt áherslu á er að á Þingvöllum hefur verið prestssetur frá öndverðu. Sambúð prestssetursins og alþingis er órofin um aldir, meðan þinghald- ið helst við Öxará. Nú er ekki þing- hald á Þingvöllum lengur. Í raun er prestssetrið eini óslitni þráðurinn í nánast ellefu hundruð ára sögu Þingvalla. Eini þráðurinn sem er óslitinn allar þessar aldir. Mér finnst það ekki skipta svo litlu máli.“ Varðandi byggingu prestsbú- staðar benti Ragnar oddviti á að sveitin væri fámenn og bústaður yrði ekki reistur nema af hinu op- inbera. „Við töldum að það lægi beint við að þetta væri í Þingvalla- bænum, eins og verið hefur. En það hefur nú breyst. Maður veit ekkert hvað verður.“ Ragnar sagðist ekki telja að nein harka væri í þessum málum. Kirkjan á staðinn Þingvallanefnd hefur staðið straum af reksturskostnaði Þing- vallakirkju. „Það er kirkjan sem á staðinn og gögn hans og gæði eiga að halda við kirkjunni. Þess vegna er það á ábyrgð Þingvallanefndar í dag, en var áður ábyrgð prestsins,“ sagði Karl biskup. „Þingvallakirkja er ekki safnaðarkirkja, eins og flestar kirkjur eru núorðið. Hún er í svipaðri stöðu og Bessastaðakirkja þar sem jarðeigandi ber ábyrgð á kirkjunni. Það eru nokkrar slíkar kirkjur í landinu. Þetta er frá æva- fornu fari.“ Eins og fyrr hefur komið fram voru prestssetur undanskilin þegar eignir kirkjunnar fluttust til ríkis- ins. „Þar voru óuppgerð mál varð- andi prestssetrin. Prestssetrin hafa alltaf notið sérstöðu. Það er litið svo á að þau séu sérstakar jarðir sem eru ætlaðar prestsþjónustunni. Prestssetrið á Þingvöllum er eig- andi Þingvallalandsins.“ – Á þá kirkjan þjóðgarðinn? „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það víst svo,“ sagði Karl. „Auð- vitað eru eignarréttarmál flókin. Það er ljóst að friðun Þingvalla breytti ekki stöðu prestssetursins, rýrði það vissulega en yfirtók ekki prestssetrið.“ gudni@mbl.is 4 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F RÁ því á sjötta áratug síð-ustu aldar fóru saman staðaþjóðgarðsvarðar á Þingvöll- um og sóknarprests. Á því varð breyting vorið 1995 þegar Sigurður Oddson var ráðinn framkvæmda- stjóri Þingvallanefndar. Í því emb- ætti felst jafnframt starf þjóðgarðs- varðar. Þegar Sigurður kom til starfa var séra Hanna María Pét- ursdóttir sóknarprestur á Þingvöll- um og gegndi hún jafnframt starfi þjóðgarðsvarðar og fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar. Árið 1995 tók Þingvallanefnd ákvörðun um að skipta starfinu upp og aðgreina rekstur og umsjón þjóðgarðsins frá starfi staðarhald- ara. Séra Heimir Steinsson var svo ráðinn staðarhaldari í lok árs 1996 og gegndi því starfi þar til hann lést 15. maí 2000. Fjölgun ferðamanna En hvers vegna var skilið á milli starfs þjóðgarðsvarðar og stað- arhaldara annars vegar og prests- starfsins hins vegar? „Mikil aukning hefur orðið á gestakomum hingað og beiðnum um leiðsögn og fræðslu hefur fjölg- að. Talið var að það þyrfti mann í fullt starf við að sinna fræðslustarf- inu,“ sagði Sigurður. Hann sagði að fræðslan hefði einnig verið aukin og meira tengd skólum. Stefnt er að því að heimsókn á Þingvelli verði fastur liður í starfi grunnskólanna; að börnin heimsæki staðinn í lok 5. eða 6. bekkjar. Að sögn Sigurðar hefur færst í vöxt að skólabörn heimsæki Þingvelli og koma þangað nú hátt á annað þúsund börn á hverju vori. Í sumar verður sérstök dagskrá fyrir ferðamenn á fimmtu- dögum í þjóðgarðinum. Aðfengnir fyrirlesarar sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum fara með áheyr- endur sína í gönguferðir og fræða þá um eitt og annað sem tengist sögu og náttúru þjóðgarðsins. Eins verður fræðsludagskrá og göngu- ferðir á laugardögum og sunnudög- um, eins og verið hefur undanfarin sumur. Sú fræðsla verður í höndum fræðslufulltrúa og landvarða. Ekki eru fyrirliggjandi nákvæm- ar tölur um fjölda gesta í þjóðgarð- inum. Að sögn Sigurðar var gerð umferðarkönnun á Þingvöllum árið 1985 og benti sú könnun til að 4 til 500 þúsund manns færu árlega um þjóðgarðinn. Nú er talið að árlegur fjöldi gesta sé á bilinu 5 til 600 þús- und manns. Fræðslufulltrúi og fræðslumiðstöð Um miðjan mars sl. var ráðið í nýtt starf fræðslufulltrúa þjóð- garðsins, Einar Sæmundsen lands- lagsarkitekt sem hefur aðsetur í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Að sögn Sigurðar mun fræðslu- fulltrúinn annast fræðslumál, út- gáfustarfsemi, efni á heimasíðu þjóðgarðsins móttöku hópa og und- irbúning að opnun nýrrar fræðslu- miðstöðvar. Einar hefur starfað á Þingvöllum sem landvörður und- anfarin fimm sumur. Auk þess hef- ur Guðrún Kristinsdóttir starfað sem landvörður þjóðgarðsins síðan 1993 og sem yfirlandvörður frá 1995. Þessa dagana er að hefjast bygg- ing fræðslumiðstöðvar á Hakinu, en byggingu hennar var frestað á sín- um tíma vegna efnahagsaðgerða. Það er fyrirtækið Jónshús sem byggir húsið. Að sögn Sigurðar á húsið að vera tilbúið í ágústlok, en stefnt er að opnun gestastofu og sýningaraðstöðu á næsta ári. Stoð fyrir landbúnaðinn Sú gagnrýni hefur heyrst að til- koma þjóðgarðsins hafi gert land- búnaði í sveitinni erfitt fyrir. Sig- urður er ósammála því og segir að sambýli þjóðgarðsins og sveit- arinnar gangi vel. Margir úr sveit- inni vinni í þjóðgarðinum, þar megi nefna yfirlandvörð sem starfar allt árið, auk þess sinni bændur úr sveit- inni eftirliti, sorphreinsun, hreinsun úr safnþróm grasslætti o.fl. Ung- lingar úr sveitinni hafa fengið sum- arvinnu í þjóðgarðinum og fólk úr sveitinni rekur söluskálann í Þjón- ustumiðstöðinni. „Ég tel að það sé stoð fyrir landbúnaðinn hér að hafa þjóðgarðinn og það líf sem í kring- um hann er,“ sagði Sigurður. Við stofnun þjóðgarðsins 1930 fóru nokkrar jarðir í eyði, en Sig- urður sagði að þessi býli hefðu verið litlar hjáleigur frá Þingvöllum og hæpið að þar hefðu getað þróast nú- tíma búskaparhættir. „Ég fæ ekki sé hvernig þjóðgarðurinn hamlar gegn landbúnaði. Við höfum engin afskipti af hvaða landbúnaður er stundaður hér. Það er búskapur í Mjóanesi, á Brúsastöðum, á Heið- arbæ I og II, á Fellsenda og í Stífl- isdal.“ Rekstur bæjar og kirkju Aðspurður um hvort starfsmenn þjóðgarðsins komi til með að taka sér búsetu á Þingvöllum sagði Sig- urður að fjórar af fimm burstum Þingvallabæjar væru nú nýttar sem móttökuhús fyrir forsætisráðu- neytið og ríkisstjórnina og auk þess væri þar sumardvalarstaður for- sætisráðherra. Nyrsta burstin væri nýtt af þjóðgarðinum og þar væri einnig aðstaða fyrir prest vegna helgiathafna í kirkjunni. Ekki er fyrirhugað að byggja starfs- mannabústað á Þingvöllum. Sig- urður segir að Þingvallanefnd hafi alltaf verið skráður eigandi að Þingvallabænum og annast rekstur hans og viðhald. „Kirkjan er rekin á kostnað Þingvallanefndar en söfn- uðurinn sér um allt helgihaldið að vetrinum. Messur sem haldnar eru hér hvern sunnudag yfir sumarið eru á vegum Þingvallanefndar. All- ur reksturs og viðhaldskostnaður kirkjunnar er greiddur af Þing- vallanefnd, en kirkjan er í eigu Þjóðkirkjunnar.“ Sigurður segir að kirkjan sé vin- sæl til kirkjulegra athafna sér- staklega til hjónavígslna og eru vígslur þá ýmist í höndum sókn- arprests eða að brúðhjónin hafa sinn eiginn prest. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fræðslustarf aukið á Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.