Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Þ AÐ HEFUR færst í vöxt að íslenskir hlauparar bregði fyrir sig hlaupafætinum á erlendri grund og í ár fór um 40 manna hópur frá Íslandi og lagði götur Prag að fótum sér. Fjögur alþjóðleg hlaup eru skipulögð í Prag ár hvert. Í mars er þar hlaupið hálft maraþon, í maí heilt maraþon og í september er keppt í styttri vegalengdum. Einn- ig eru skipulögð hlaup haldin um miðjan júní, þar á meðal sérstakt kvennahlaup líkt og á Íslandi. Frá því hlaupið var fyrst í borginni undir merkjum PIM (Prague Int- ernational Marathon) árið 1995 hefur þátttaka aukist ár frá ári. Segja má að hlaupið í lok mars marki upphaf ferðamannatímabils- ins í Prag. Íslenski hlaupahópurinn naut góðs af því, passlega margir ferðamenn gengu um götur hinnar töfrandi borgar og útsölur voru enn í fullum gangi og því hægt að gera kjarakaup. Gott veður og mikil stemmning Hálfa maraþonið var farið hinn 24. mars í ár og hófst og endaði við hina sögufrægu Karlsbrú sem byggð var að tilskipun Karls fimmta á 14. öld. Allt til ársins 1741 var hún eina brúin yfir Moldá og hefur síðan á 18. öld verið skreytt fjölda styttna af dýrlingum og er einn vinsælasti viðkomustað- ur ferðamanna í borginni. Hlaupið var í gegnum miðbæ Prag og voru sumar göturnar hlaupnar fram og til baka svo víða mættust hlauparar sem voru mis- jafnlega langt á veg komnir. Vel viðraði til hlaupsins, sól skein í heiði og góð stemmning ríkti við endalínuna þar sem fjöldi áhorf- enda safnaðist saman. Auðvitað lagði íslenska klappliðið í hópnum sitt af mörkum og hvatti sína menn hvar sem til þeirra sást en Íslend- ingarnir hlupu í skærgulum bolum og voru því auðþekkjanlegir. Hlaupaþörfin sterk Flestir Íslendinganna sem voru með í ár æfa saman heima á Ís- landi undir nafni Námsflokkanna. Pétur Ingi Frantzson fer fremstur í þeim flokki og sér um að þjálfa hópinn og halda fólki við efnið, en hann hefur verið iðinn við að hlaupa í tíu ár. Hann sagði blaða- manni frá því að á árum áður hefði hann verið stórreykingamaður en að síðar hefði hlaupafíknin orðið nikótínfíkninni yfirsterkari. Hann var sáttur við sinn árangur í hlaup- inu í Prag, enda meðal fyrstu Ís- lendinganna að marklínunni. „Ég er ánægður með hlaupið og alla umgjörðina,“ sagði Pétur, sem dvaldi ásamt hlaupahópnum í borginni í nokkra daga eftir hlaup- ið. „Við vissum áður en við komum að það er allt annað undirlag hér, kantsteinar sem getur verið erfitt að hlaupa á, en það kom ekki að sök og margir bættu sig verulega. En þetta var virkilega skemmtilegt og ekki spillti veðrið fyrir.“ Pétur var líkt og aðrir í hópnum að hlaupa í fyrsta sinn í Prag en áður hefur hópurinn farið saman til Amsterdam og London til að hlaupa. „Félagsskapurinn skiptir rosa- lega miklu máli,“ ítrekar Pétur. „Þetta er samheldinn hópur og t.d. eru nokkur hjón innan hans. Þó er nýtt fólk alltaf að bætast við og er auðvitað velkomið. Við gerum miklu meira saman en bara að hlaupa, höldum t.d. þorrablót, syngjum í kór og förum saman í ferðalög.“ Hlaupið hvernig sem viðrar Pétur sagði misjafnt hvaða markmið fólk setti sér þegar það byrjaði að skokka og væri því mikil breidd innan hópsins. „Sumir stefna að því að halda sér í góðu formi og að geta skokkað nokkra kílómetra en aðrir eru toppmara- þonhlauparar.“ Hlaupahópur Námsflokkanna heldur til í Austurbæjarskóla og þrisvar í viku eru skipulagðar æf- ingar. Pétur sagði að hvernig sem viðraði mætti fólk til að hlaupa og að enn hefði ekki fallið niður æf- ing, en hópurinn á tíu ára afmæli núna í maí. Hinn 19. maí verður hlaupið sérstakt afmælishlaup af því tilefni. Góður félagsskapur Ásta Valsdóttir hefur hlaupið með Námsflokkunum í mörg ár og var ásamt eiginmanni sínum í Prag. „Mér fannst mjög gott að hlaupa hér í borginni,“ sagði hún bros- andi. „Kantsteinarnir voru harðir og sums staðar sleipir en þetta var mjög gaman og margt að skoða á leiðinni.“ Ásta hefur áður tekið þátt í hlaupi í útlöndum, hljóp tíu kílómetra árið 1993 í Svíþjóð. Hún eignaðist tvíbura árið 1995 og sagði að síðan þá hefði hún ekki getað hlaupið reglulega eins og gefur að skilja. „En þetta er alltaf jafn gaman þó að maður sé ekki eins vel undirbúinn núna og áður. Maður verður bara að taka sig á og reyna að bæta sig,“ sagði hún harðákveðin. „En það var virkilega ánægjulegt að hlaupa þetta hálfa maraþon. Námsflokkarnir eru líka svo ofsalega góður og líflegur félagsskapur. Innan þeirra er fólk sem er misjafnlega á sig komið, margir í mjög góðri þjálfun og Fjörutíu Íslendingar hlupu hálft maraþon í Prag Hlaupið í góð- um félagsskap Morgunblaðið/Ásdís Íslendingunum fannst gott að hlaupa í Prag, veðrið lék við þá og það var margt að skoða á leiðinni. Bára Ketilsdóttir á endasprettinum. Í lok mars söfnuðust langhlauparar saman í Prag, höfuðborg Tékklands, og hlupu hálft maraþon. Um 40 manna hlaupahópur frá Íslandi tók þátt í hlaupinu í ár og Sunna Ósk Logadóttir hitti nokkra úr þeim hópi eftir hlaupið. Morgunblaðið/Sunna F YRIR nokkrum dögum var farið í dagsferð til Ólafs- fjarðar í boði Ólafsfjarðar- bæjar. Flogið var til Ak- ureyrar og þar tók Páll Guðmundsson, ferðamálafulltrúi Ólafsfjarðarbæjar, á móti gestum. Þennan dag var áhersla lögð á að kynna ferðalöngum ævintýri á vél- sleðum en þrátt fyrir að vetrarver- tíðinni sé nú senn að ljúka í ferða- þjónustunni í Ólafsfirði er enn nægur snjór til að fara í vélsleða- ferð um fjöll og dali í nágrenni Ólafsfjarðar. Þá hafa vélsleðaferð- ir yfir í Héðinsfjörð notið mikilla vinsælda að sögn heimamanna en þangað var ferðinni einmitt heitið. Birgir Guðnason ásamt nokkr- um áhugamönnum í vélsleðaakstri tóku á móti okkur að Kleifum sem er vestan fjarðarins en Birgir stofnaði nýlega Vélsleðaleigu Birg- is Guðnasonar. Hann hefur á sín- um snærum átta vélsleða og býður upp á skipulegar ferðir undir leið- sögn. Aðspurður sagði Birgir að aðalvélsleðatíminn væri frá mars til maí en þó sé hægt að fara í ferðir fram í júní innar í dalnum, þ.e. á Lágheiði. Mikill áhugi er á vélsleðum í Ólafsfirði og skemmst að minnast Alþjóðlega vélsleða- mótsins í lok apríl þar sem 3.000 manns sóttu keppnina. Bæjarstjór- inn, Ásgeir Logi Ásgeirsson, var einnig með í för en hann var ein- mitt nýbúinn að fjárfesta í nýjum vélsleða. Veðrið hefur leikið við Ólafsfirð- inga undanfarið og þennan dag var engin undantekning þar á, sól og í kringum 14 stiga hiti, enda eitt það fyrsta sem ég tók eftir íklædd dúnúlpunni voru léttklæddir heimamenn. Áður en lagt var af stað í tveggja tíma vélsleðaferð fengu allir hjálma og þá stóð okkur til boða að keyra vélsleðina sjálf. Færðin var frekar þung, þar sem snjórinn var nokkuð blautur, og því ákvað ég að vera farþegi að þessu sinni. Þessi ákvörðun átti eftir að gera umrædda ferð ólýs- anlega. Það var Grétar Björnsson, fyrsti stýrimaður á Mánabergi, stærsta frystitogara Ólafsfjarðar og mikill áhugamaður um vélsleða- akstur, sem ég fékk far hjá og það er óhætt að segja að ferðin hafi verið ævintýri líkust. Næstu tvo tíma þeyttist ég upp um fjöll og firnindi með Grétari þar sem við stukkum af hæðum og geystumst áfram á allt á 120 km hraða þannig að mér þótti stundum nóg um og ríghélt í hann. Þegar tilbaka var komið var adrenalínið í botni. Nyrsti 9 holu golfvöllur landsins Eftir vélsleðaævintýrið var ferð- inni heitið í Holu þrettán sem er hitaveituhola uppi í fjalli en þang- að er að sögn kunnugra vinsælt að fara með gesti enda útsýnið þaðan yfir fjörðinn fallegt. Þar tók á móti okkur Einar Þórarinsson, hita- veitustjóri, og bauð upp á léttar veitingar. Frá hitaveituholunni var haldið á nyrsta 9 holu golfvöll landsins, Skeggjabrekkuvöll. Hann er suðvestan við bæinn og er um þessar mundir að koma undan snjó. Aðspurður sagði Páll ferða- málafulltrúi að golfvöllurinn væri ávallt orðinn fagurgrænn í júní og þar væri afbragðsaðstæða til golf- iðkunar. Ákveðið var að slá nokkr- ar kúlur en ég verð þó að við- urkenna að golfáhuginn kviknaði þó ekki að þessu sinni. Að loknu Vetrar- og sumarafþreying í Ólafsfirði Á fjallahjóli til Héðinsfjarðar Þeyttist upp um fjöll og firnindi á vélsleða, fór í golf á nyrsta 9 holu golfvelli landsins og hleypti af hagla- byssu í fyrsta skipti. Hrönn Indriðadóttir skrapp í dagsferð til Ólafsfjarðar.  Nánari upplýsingar um Ólafs- fjörð er að finna á slóðinni www.olafsfjordur.is.  Nánari upplýsingar um vél- sleðaferðir í Ólafsfirði veitir Birgir Guðnason í síma 893- 7203 og 466-2592.  Þeir sem hafa áhuga á að láta útbúa fyrir sig sérstaka úti- vistarpakka er bent á að hafa samband við Pál Guðmundsson ferðamálafulltrúa í síma 864- 0874 eða í gegnum tölvupóst- inn pall@olf.is. Morgunblaðið/Hrönn Indriðadóttir Vélsleðahópurinn nýtur veðurblíðunnar og dáist að útsýninu yfir Héðinsfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.