Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bíó rit að í félagi við bróður sinn, D. (Dan) P. Depp. Hún heitir, kannski táknrænt, The Brave og fjallar um drykkjusjúkan indjána sem full- komnar niðurlægingu sína með því að selja sig til pyntingafulls dauð- daga svo fjölskyldan hafi í sig og á. Depp lék aðalhlutverkið ásamt vini sínum Marlon Brando, sem hann kynntist er þeir léku saman í Don Juan DeMarco (1995) en allt kom fyrir ekki; myndin hefur lítið sést frá því hún var frumsýnd 1997. Í Blow, sem Ted Demme leikstýr- ir, er sögð sönn saga af þremur ára- tugum í lífi bandarísks kókaínsmygl- ara (Depp) og fer Penélope Cruz með hlutverk eiginkonu hans. Næst kemur svo From Hell eftir bræð- urna Albert og Allen Hughes en þar er önnur sannsöguleg mynd á ferð, þótt sagnfræðin og goðsögnin togist á um viðfangsefnið, þ.e. fjöldamorð- ingjann Jack the Ripper og lög- reglumanninn Frederick Abberline (Depp), sem leitar hans. Framtíð- J OHNNY Depp hefur aldreifengið Óskarsverðlaun, ekkiheldur tilnefningu. Hann velursér sjaldnast stað í þeirri flat- neskju sem óskarsverk spretta gjarnan upp úr. Reyndar fer hann með hlutverk í tveimur myndum, sem tilnefndar voru nú síðast, Be- fore Night Falls og Chocolat, en þau eru ekki aðalhlutverk. Depp er ekki illa haldinn af stjörnukomplexum, a.m.k. ekki í verkefnavali, heldur lætur annaðhvort viðfangsefni ráða eða aðstandendur. Þannig hefur hann eflaust viljað gera Lasse Hallström, leikstjóra Chocolat, greiða með því að taka að sér hlut- verk sígaunasjarmörsins sem bræð- ir súkkulaðihjarta Juliette Binoche og launa honum í leiðinni eitt helsta hlutverk ferils síns, titilpersónunnar í What́s Eating Gilbert Grape? (1993) þar sem Depp sýndi og sann- aði næmleika sinn í túlkun á kreppu ungs manns í amerísku dreifbýli. Utanveltu og rótlaus Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna leik Depps í Chocolat, ekki síst írska hreiminn sem hann lagði í munn síg- aunans. Ég held að Depp hafi verið ljós vandræðaleiki hlutverksins og viljað gera eitthvað hæfilega galið við það; hann hermdi því eftir átrún- aðargoði sínu, írska söngvaranum og sukkaranum Shane MacGowan, eins og til að skemmta sjálfum sér. Túlk- unin er sannarlega ekki verri en annað í leikumhverfi Chocolats. Í myndinni fékk Depp einnig að skemmta sjálfum sér með öðrum hætti, þ.e. með því að taka fram gít- arinn, sem í upphafi leiddi hann inn í skemmtanaiðnaðinn. „Þegar ég var stráklingur,“ hefur hann sagt, „breytti það lífi mínu að handleika gítar í fyrsta sinn. Gítarinn hjálpaði mér að finna sjálfan mig.“ John Christopher Depp III var reyndar hálftýndur sem unglingur. Hann fæddist 9. júní 1963 í Ken- tucky en ólst upp í Flórída. For- eldrar hans skildu þegar hann var 15 ára og síðan hefur fylgt honum yf- irbragð hins þunglyndislega, upp- reisnargjarna en auðsæranlega unga manns; hann hefur túlkað slík hlutverk af næmleika og skilningi. „Ég hef engar myndir í minningunni af öllum þeim húsum sem við bjugg- um í,“ sagði hann eitt sinn í blaða- viðtali um þessi rótlausu ár. „Til þess voru þau of mörg.“ Depp hefur sagst hafa leitað ákaf- lega víða eftir fyrirmyndum, sem strákur; hann vildi verða fyrsti hvíti liðsmaður körfuboltaliðsins Harlem Globetrotters, glæframaðurinn og kappaksturshetjan Evel Knievel, bardagalistamaðurinn Bruce Lee og blóðsugan Barnabas Collins í sjón- varpshrollvekjunni Dark Shadows. Fékk hlutverk í fyrstu tilraun Hann hætti í gagnfræðaskóla „vegna leiðinda“ ári eftir skilnaðinn og hugðist leggja út á tónlistar- brautina. Hann fór fyrir mörgum bílskúrshljómsveitum á þessum tíma en ein þeirra komst út úr skúrnum. The Kids hét hún og náði svo langt að hita eitt sinn upp fyrir Iggy Pop. Þegar illa gekk í tónlistinni vann hann m.a. fyrir sér með því að selja kúlupenna gegnum síma! Þegar hann var ásamt eiginkonu sinni fyrrverandi, Lori Anne Allison, á ferð í Los Angeles kynnti hún hann fyrir leikaranum Nicolas Cage, sem hvatti hann til að reyna fyrir sér í leiklist. Depp mætti í leikprufu og fékk strax sitt fyrsta hlutverk, í hrollvekju Wes Cravens A Night- mare On Elm Street (1984) og þakk- aði fyrir sig 1991 í lokakafla syrpunn- ar með því að taka þar að sér auka- hlutverk. Árið 1985 voru þau All- ison skilin. Nokkur smá- hlutverk fylgdu í kjölfarið, þ.á m. í Platoon Olivers Stone, en frægur varð hann ekki fyrr en hann hafði fengið eitt aðal- hlutverkanna í lögguþáttaröðinni 21 Jump Street ár- ið 1987. Þremur árum síðar fékk Depp stóra tæki- færið þegar einn sérstæðasti og hæfileikaríkasti leikstjóri Banda- ríkjanna, Tim Bur- ton, bauð honum titilhlutverki í Edda klippikrumlu – Edward Scissorhands, einmana furðupersónu sem umhverfið veit ekki hvernig á að bregðast við. Í myrku skjóli hrollvekjunnar Depp hefur lýst fyrsta fundi þeirra Burtons með eftirfarandi hætti: „Á þessari fyrstu óþægilegu sekúndu þegar við Tim tókumst í hendur á kaffihúsi kviknaði eitthvert sérstakt samband á milli okkar, ein- hver gagnkvæmur skilningur eða vanskilningur á lífinu og mannlegri hegðan, á því sem talið er eðlilegt og óeðlilegt. Enn dýpra lá tenging vegna sameiginlegrar reynslu af að eiga uppvaxtarár utangarðs, að þykja skrýtnir eða kyndugir ung- lingar. Tim, rétt eins og ég, var sem unglingur gagntekinn af hryllings- myndum og fann, rétt eins og ég, frið og athvarf í þeirra myrka skjóli. Ég hafði fyrirfram enga trú á að ég fengi hlutverkið og var ákaflega taugaóstyrkur. Við drukkum trúlega þrjár–fjórar kaffikönnur hvor og ég fór af fundinum bryðjandi teskeið- ina.“ En hann fékk hlutverkið og sann- aði getu sína eftirminnilega. Síðan hafa þeir Burton unnið saman að tveimur myndum til viðbótar sem báðar tengjast með sínum hætti hrollvekjuáhuga þeirra, Ed Wood (1994) þar sem Depp fer á kostum í hlutverki „versta leikstjóra allra tíma“ og Sleepy Hollow (1999) sem byggð er á frægri bandarískri hryll- ingssögu. Eitthvað örlítið öðruvísi Tim Burton er í hópi frumlegri leikstjóra og ef ferill Depps er skoð- aður kemur í ljós að hann velur gjarnan hlutverk sem eru ögrandi, bjóða upp á eitthvað nýtt, hjá leik- stjórum sem starfa utan alfaraleið- ar: Cry Baby (1990) eftir labbakút- inn John Waters, Arizona Dream (1993) eftir Serbann og Íslandsvin- inn Emir Kusturica, Dead Man (1995) eftir óháða New Yorkleik- stjórann Jim Jarmusch, Fear and Loathing in Las Vegas (1998), þar sem Depp lék kolklikkaðan dóp- hund, blaðamanninn Hunter S. Thompson, hjá súrrealistanum Terry Gilliam, The Ninth Gate hjá meistara Roman Polanski. Johnny Depp virðist því ekki veðja á hæstu launin heldur spennandi sköpun, gjarnan stílfærða túlkun. „Mér finnst skemmtilegast að fást við eitt- hvað sem ekki hefur verið gert hundrað sinnum áður, reyna að gera eitthvað örlítið öðruvísi. Því hver er hættan í raun og veru? Hættan er sú að maður detti á hausinn, geri sig að fífli eða verði rekinn. Hvað með það? Það kemur alltaf eitthvað í staðinn. Mér finnst gaman að leika persónur sem eru ekki alveg jarðbundnar, bera með sér eins konar æðri veru- leika sem kemur innan frá.“ Depp hefur stöku sinnum reynt fyrir sér í hefðbundnari Hollywoo- dafþreyingu, t.d. í hlutverki hvers- dagsmanns sem lendir í barnsráni í trylli Johns Badhams Nick Of Time (1995), FBI-löggu í hættuspili í mynd Mike Newells Donnie Brasco (1997) og í vísindahrollinum The Astronaut́s Wife (1999). Þessar myndir hafa verið þokkalega heppn- aðar, einkum þó Donnie Brasco, en engin merki eru um að Depp hyggi á frekari sókn inn á miðlungsmiðjuna. Hinn hugrakki? Til marks um metnað hans, eða áhættufíkn, er eina kvikmyndin sem hann hefur leikstýrt og samdi hand- arverkefni er Marlowe, sem ekki fjallar um einkaspæjarann með sama nafni heldur skáldið Christ- opher Marlowe (Depp) og samtíð- armann hans, William Shakespeare (Jude Law), en leikstjóri er John Maybury. Depp er enn að fást við tónlist og leikur nú í hljómsveit sem nefnist „P“. Hann lék m.a. á slide-gítar í laginu Fade In-Out í hljóðritun bresku sveitrarinnar Oasis þegar Gallagher gítarleikari var sjálfur of drukkinn. Poppstjörnuímyndin hef- ur aldrei alveg horfið, þrátt fyrir leikafrekin. Empire-tímaritið valdi hann eina af 100 kynþokkafyllstu stjörnum sögunnar, lesendur þess kusu hann kynþokkafyllsta karlleik- ara allra tíma og People valdi hann eina af 50 fallegustu manneskjum heims! Draugar Johnny Depps Þessu fylgir kannski svolítið álag og í einkalífinu hefur Johnny Depp verið jafnleitandi og í listinni en ekki alveg jafnfarsæll. Meðal kærastna hans hafa verið ekki ómerkari konur en Winona Ryder (hann lét húðflúra nafn hennar á handlegginn en þegar upp úr slitnaði fékk hann það fjar- lægt að mestu svo eftir stóð „Wyno“), Sherilyn Fenn, Jennifer Grey og Kate Moss. Síðast þegar fréttist var hann enn með barnsmóð- ur sinni, frönsku söngkonunni Van- essa Paradis, en hann segir að dóttir þeirra hafi gerbreytt lífi sínu til hins betra og hann geti ekki verið lengi frá henni í einu. Hann hafi róast mikið frá því hann var handtekinn 1989 fyrir að ráðast á öryggisvörð og 1990 fyrir að rústa rándýru hótel- herbergi í New York en þó ekki nógu mikið til að stilla sig um að lemja ljósmyndara fyrir utan veit- ingastað í London 1999 en þá var hann líka handtekinn. Depp þótti nokkuð djarftækur til fíkniefna, en það hafði mikil áhrif á hann þegar vinur hans, leikarinn River Phoenix, lést af ofneyslu slíkra efna fyrir utan skemmtistaðinn Viper Room í Los Angeles, sem Depp er meðal eig- enda að. „Ég veit að í mér búa djöfl- ar,“ hefur hann sagt. Hann er sagð- ur skera sig í handleggina til að merkja þar mikilvæga atburði í lífi sínu. „Ég hlakka til að finna hugarró,“ segir hann í einu viðtali, og í öðru: „Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að einhver, einhvers staðar, stýri bátnum sem ég er í, því mér finnst ég hafa verið svo ótrúlega heppinn, notið svo ótrúlegrar blessunar.“ Hann byrjaði sem unglingastjarna í leiklist og poppi en skjótur frami Johnny Depps í kvikmyndum helg- ast ekki af kyntöfrum, sem hann hefur þó ómælda, heldur ótvíræðum hæfileikum og dirfsku í hlutverka- vali. Fáir, ef nokkrir, leikarar af hans kynslóð eru eftirtektarverðari, skrifar Árni Þórarinsson. Ný mynd Depps, Blow, var frumsýnd hérlendis á föstudag. Benny og Joon: Sem ungur maður sem tjáir sig í líki Chaplins og Keatons, ásamt Aidan Quinn og Mary Stuart Masterson. Ed Wood: Sem misheppnaður hryll- ingsleikstjóri. What’s Eating Gilbert Grape? Depp og Leonardo DiCaprio unnu báðir leiksigra í hlutverkum bræðra. Johnny og draugarnir Með kærustu og barnsmóður: Depp og Vanessa Paradis. Blow: Í slagtogi við kólumbíska eiturlyfjasmyglara. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.