Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 16

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar OPEL Astra Coupé, tveggja dyra sport- útfærsla byggð á sama undirvagni og Opel Astra fólksbíll- inn, kom á markað sumarið 2000 í Evrópu en snemma árs 2001 hérlendis. Þetta er tveggja dyra sport- legur bíll með yfirbygg- ingu sem er talsvert ólík systur- bílunum, enda hönnunin sótt til hins virta hönnunarhúss Bertone á Ítalíu þar sem bíllinn er jafnframt smíðaður undir eftirliti og í samstarfi við Opel. Skömmu eftir markaðs- setningu á bílnum var hann kjörinn af alþjóðlegri dómnefnd skipaðri listamönnum, blaðamönnum og hönnuðum, Fegursti bíll í heimi, hvorki meira né minna. Svona val er auðvitað umdeilanlegt en bíllinn hef- ur vissulega til að bera talsverðan þokka og í vissum litum og á réttu felgunum er hann meira að segja stórglæsilegur, að mati þess sem þetta skrifar. Fullra fjögurra manna bíll Vélarhlífin er stór og með broti sem umlykur vatnskassahlífina, framrúðan er stór og afturrúðan sömuleiðis stór en sjálft þakið er fremur lítið. Rísandi hliðarlína bíls- beygir ekki alveg eins og hugur manns kýs. Þetta gerist þó ekki að óvörum heldur finnur ökumaður all- an tímann hvernig bíllinn hegðar sér í gegnum næmt stýrið. Diskahemlar eru í bílnum að fram- an og aftan, kældir að framan og sjá þeir um að stöðva bílinn rösklega. ABS er staðalbúnaður sem og EBD, rafeindastýrð hemlunarátaksdreif- ing, sem tryggir jafnari hemlun. Fjórir loftpúðar eru staðalbúnaður. Í höfuðpúðum fram í er búnaður sem dregur úr hættu á hálshnykkjum við aftanákeyrslu og pedalar falla niður í gólf við árekstur, sem dregur úr hættu á fótameiðslum. Kúpubakur- inn er því vel búinn með tilliti til ör- yggis. Þetta er skemmtilegur og hljóðlát- ur bíll með marga góða kosti. Verðið er hins vegar í hærri kantinum, 2.410.000 kr. og vissulega margt sem til greina kemur þegar á það er horft. Menn fá á hinn bóginn í Opel Astra Coupé skemmtilegan og aflmikinn akstursbíl, ekki þó gallalausan. Rétt er að benda á að fyrir 85.000 kr. er hægt að skipta út 15 tommu álfelg- unum fyrir 16 tommu felgur og sól- lúgu að auki. Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Mælar eru með hvítum skífum og álútlit er á miðstöðvarstokki. Vélin skilar að hámarki 125 hestöflum. 3($4    3 $43&$4                              !   !  "  !   #$%&'$(! #$%&'$(! #$%&'$(! 5 16  6 7.6 *8, /6 4 . ,,9 : 7 ;26/-</   )1 =-6 >,    6  =  1* 1  >1?16   -,/-6? -3   -,./ 6? -3  @ ;8,+9ABC, D: >C69/  3 +. 1,3 E3:    )  *      +      ,   -(!.      E- 6) F*+;;  , /,, @/,6 /0,   $ '&' 1' G- 1 +  $ '&' 1' G- .   +. 62    , >.,6%'  (!   1  .,, 4 .6 !    )  *       +      ,   -(!.   )  *       +       ,   -(!.      Afturendinn er stuttur og hár. Fjögurra manna kúpubakur frá Opel  Astra Coupé hér á 16 tommu álfelgum, með sóllúgu og vindskeið að aftan.  Sportsæti með hæð- arstillingu og virkir hnakkapúðar eru í Coupé. ins og bogadregin þaklína gefur fyr- irheit um glæsilega cabriolet-útgáfu sem myndi samsvara sér vel. Hliðarrúðurnar eru rammalausar og opnast sjálfkrafa um fáeina milli- metra þegar hurðir eru opnaðar en þetta kemur í veg fyrir loftþrýstings- högg inni í bílnum þegar dyrum er lokað á ný. Hurðirnar eru stórar, eins og jafnan í kúpubökum, sem gerir umgang um bílinn dálítið erf- iðan, t.d. í þröngum stæðum. Á móti kemur að þessi kúpubakur er fullra fjögurra manna og tiltölulega þægi- legt að koma sér fyrir í aftursætum. Aftursætin eru mótuð fyrir tvo og þar hafa þeir gott fótarými og höf- uðrými er sömuleiðis í lagi nema fyr- ir þá allra hávöxnustu. Farangursrýmið er svipað að stærð og í Astra stallbaknum, eða 460 lítrar, og hægt er að opna miðju aftursætisbaksins til að auka farang- ursrýmið upp í allt að 1.150 lítra. Laglegur að innan Bíllinn er með sportsætum fram í sem eru stíf en þægileg og styðja vel við líkamann. hægt er að draga set- una út og lengja í henni sem er mikill kostur í langferðum. Sömuleiðis er hægt að stilla hæð sætisins með handvirkri sveif. Bíllinn er laglega hannaður að inn- an, mælaborð að stærstum hluta úr plastefnum en áferðin er svört og hömruð og miðstöðarstokkurinn er með álútliti. Hvítar skífur eru á mæl- um. Efst á miðstöðvarstokknum er lítill skjár með klukku og útihita- mæli, sem reyndar sýndi að jafnaði 3-4 gráðum hærri lofthita en sann- anlega var, sem er e.t.v. liður í áætl- un Opel að auka mönnum bjartsýni á norðlægum slóðum. Staðalbúnaður er hljómtæki með geislapilara með fjarstýringu í stýrinu. Eitt hefur þó gleymst. Það er stilling á letingjan- um á rúðuþurrkunni. Við prófuðum 1,8 lítra gerðina af kúpubaknum í íslensku umhverfi, en bíllinn er líka framleiddur með 2ja lítra forþjöppuvél og 2,2 lítra bens- ínvél. 1,8 lítra vélin er 125 hestafla og er bíllinn gefinn upp með 210 km há- markshraða og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km á 9,5 sekúndum. Þetta eru ekkert sérlega sportlegar tölur og bíllinn er mun skemmtilegri í milli- hröðun vegna hins ágæta togs sem er í vélinni. Hann ber sig því bara nokk- uð vel með þessari vél þótt hann sé ekki sambærilegur við hina aflmiklu 2ja lítra forþjöppuvél, 192 hestafla, sem verður boðin hérlendis síðar. Aflinu er beint til framhjólanna en spólvörn er ekki meðal búnaðar og auðvelt að spóla bílnum af stað. Mesta vinnslan kemur fram í í þriðja gír en bíllinn er fremur lágt gíraður. Undirstýrir Undirvagn kúpubaksins situr nokkru lægra en Astra fólksbíllinn, eða heilum 30 mm. Hann liggur líka vel og fjöðrunin er mitt á milli þess að vera sportleg og mjúk. Eins og svo margir framdrifsbílar líður kúpubakurinn fyrir of mikla undir- stýringu. Hennar verður þó ekki vart í venjulegum akstri en um leið og menn fara að beita bílnum að ein- hverju ráði er hætt við að þeir verði að taka inn í breytuna að bíllinn REYNSLUAKSTUR Opel Astra Coupé Njálsgötu 86, s. 552 0978 Handklæði með nafni 1.500 kr. Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.