Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ fæst vikuferð til Krítar á tæpar 12.000 íslenskar krónur í Ósló og talsmaður Star Tour-ferðaskrif- stofunnar staðfestir í samtali við Nettavisen að tap sé á sölu þess- ara ferða. Star Tour kaupir ákveðinn fjölda sæta fyrirfram og er tapið því enn meira ef þau seljast ekki öll. Um er að ræða verð fyrir flugfar og gist- ingu í eina viku í maí en venjulegt verð fyrir sambærilegar ferðir á þessum tíma er um 29.000 íslenskar krón- ur. Vikuferð til Grikk- lands fæst á sama verði í Ósló, vikuferðir til Korfu og Kos kosta 13.000 og 14.000 krón- ur en vikuferð til Mall- orca eða Algarve er á um 16.000 krónur um þessar mundir. Afar heitt hefur verið í veðri í Ósló undan- farna daga og sólríkt og hefur það þrýst verðinu enn frekar niður. Verðhrun á sólarlandaferð- um frá Ósló Eigi Íslendingar leið um Ósló þessa dagana geta þeir keypt sér vikuferð þaðan til Krítar á um 12.000 íslenskar krónur og er gisting innifalin.  Á VEGUM British Airways og Saga Holidays hef- ur nú verið settur á laggirnar ferðavefur fyrir fimm- tíu ára og eldri. Þar býðst fólki á þessum aldri m.a. afsláttarflug frá ýmsum flugvöllum á Bretlandi og út um allan heim. Á tilboði er nú m.a. flug til og frá Barcelona fyrir tæpar 10.000 krónur og til Suður- Afríku fyrir um 50.000 krónur. Ferðavefur fyrir 50 ára og eldri Á vefnum bjóðast ferðatilboð ætluð fimmtíu ára eða eldri. Veffangið er www.sagaflights.co.uk  LUNDÚNATURNINN er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem leið eiga um bresku heimsborg- ina. Tæplega 2,5 milljónir forvitinna ferðalanga koma þangað árlega. Turninn á sér um 900 ára langa sögu og því þótti mönnum tímabært að koma þar fyrir veitingastað. Sá var innréttaður í New Ar- mouries-byggingunni sem árið 1663 var meðal ann- ars breytt í vopnabúr. Á veitingastaðnum er að finna úrval gómsætra rétta, heitra og kaldra, að því er fram kemur í Jyl- landsposten. Í eftirmiðdaginn verður svo enginn svikinn af vænum tebolla með enskri skonsu eða agúrkusamloku að breskum sið. Í turninum fræga í London hefur nú verið opnaður veitingastaður. Morgunblaðið/Ómar Sögulegur tebolli í turni  NÝLEGA var sagt frá því að til stæði kannski að skattleggja ferðamenn sem leggja leið sína til Mall- orca. Nú er búið að taka ákvörðun um að skattlagn- ingin taki gildi að ári. Þá þurfa ferðamenn, sem borga ferðamannaskatt, sem hljóðar að meðaltali upp á þúsund krónur fyrir vikudvöl. Dýrast verður að gista á flottustu hótelunum en lægstur verður skatturinn ef gist er á einnar stjörnu hóteli. Tekj- urnar sem fást með þessu móti verða notaðar í umhverfisverkefni á eynni. Skattlagningin hefur verið umdeild á Mallorca og hóteleigendur eru hræddir við að skatturinn fæli frá ferðamenn. Ferðamannaskattur á Mallorca FYRIRHUGAÐ er að reisa nýja ferðaþjón- ustubyggð að Minni-Borg í Grímsnesi og er stefnt er að því að fyrsti hluti hennar verði tekinn í notkun næsta haust. Hugmyndina á Hólmar Bragi Pálsson byggingarverktaki sem hefur undan- farin ár m.a. framleitt heilsárs ferða- þjónustuhús. Hann hefur látið skipuleggja svæði úr landi Minni- Borgar þar sem gert er ráð fyrir sautján 54 fermetra húsum og síðan þremur húsaþyrping- um þar sem sjö 27 fer- metra hús verða í hverri þyrpingu. Búið er að ganga frá deiluskipulagi og um þess- ar mundir er verið að leita að fjármagni til uppbygg- ingarinnar. Hólmar segir að gert sé ráð fyrir miklum trjá- gróðri á svæðinu ásamt boltavelli, leiksvæðum og púttvelli. Hann telur svæðið kjörið fyrir ferðaþjónustubyggð og ekki síst vegna nálægðar ferðaþjónustunnar við ný- lenduvöruverslunina Borg, veitingahúsið Gömlu-Borg og félagsheimilið Borg. Hólmar segir að hugmyndin á bak við húsa- þyrpingarnar sem hann kallar skógarþorp sé sú að húsin séu samtengd með háum tvöföldum skjólveggjum. Húsin mynda hring sem umlykur gróður, gangbrautir með hitalögn og hellutorg. Á hellutorginu verða borð, bekkir, sólbekkir og síðast en ekki síst lítil heit laug fyrir 20–25 manns. Húsin eiga að rúma vel 4–5 manns. Hann segir að aðstaðan sem verður opin allan ársins hring muni henta einstaklingum sem og hópum og er viss um að þessi nýjung komi til með að henta mörgum, s.s. klúbbum, kunningja- hópum, starfsmannafélögum, fyrir ættarmót og svo framvegis. Þá verður staðurinn kjörinn til funda, ráðstefnuhalds og árshátíða þar sem Gamla-Borg hentar fyrir minni hópa og Félaga- sheimilið Borg getur hæglega tekið á móti 150 manns. Hólmar telur að þörf sé fyrir ferðaþjónustu- byggð sem þessa og bendir á að skortur sé á gistirými á Suðurlandi. Ný ferðaþjónustubyggð skipulögð á Minni-Borg í Grímsnesi Þrjú lítil skógarþorp og heitar laugar Fjörutíu manna hlaupahópur frá Íslandi hljóp hálft maraþon í Prag. Íslendingar í Prag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.