Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 23 bíó Í HEIMI þar sem gamlarhasarhetjur eiga erfitt upp-dráttar bregður svo við að ein sísta þeirra, Steven Seagal, gerir mynd sem gengur vel í miðasölunni í Bandaríkjunum og setur hann aftur á kortið ef svo má segja. Myndin heitir Exit Wounds og er ekkert betri eða verri en aðrar Seagal- myndir til forna en á meðan hetjur eins og Chuck Norris, Jean Claude van Damme, Sly Stall- one og Arnold Schwarzenegger eru svona allt að því að hverfa af hvíta tjaldinu (Schwarzenegger gæti bjargað sér með Tortím- andanum 3), tekur Seagal á sig rögg og gerir sölumynd eftir mörg mögur ár. Hvað sem öðru líður verður ekki annað sagt en Seagal eigi heiður skilinn fyrir þrjóskuna í sér – og að halda vinsældum í síharðnandi heimi harðhausanna. Seagal er fæddur í Detroit (nýjasta myndin hans gerist þar) árið 1951 og verður því fimmtugur á þessu ári. Hann ber aldurinn vel, hnarreistur og höfðinglegur í fasi, lipur vel og yfir honum stóísk ró bardaga- kappans; hann pírir augun, sveiflar taglinu og setur sig í stellingar sem minna á Bruce Lee og svo byrja beinbrotin. Hann bjó í Japan um árabil og stundaði þar aikido-sjálfsvarnarlist að eigin sögn og þegar hann snéri aftur til Bandaríkjanna tók hann að kenna bardagalistir hinum ríku og frægu í Hollywood. Einn af nem- endum hans var sérlega áhrifamikill umboðsmaður leikara og leikstjóra, Michael Ovitz að nafni (stjarna þess manns hefur hnigið talsvert síðan), og hann gerði samning fyrir hönd bardagakennara síns um að Seagal fengi að framleiða, skrifa handrit að, leika í og leikstýra hasarmynd sem fékk nafnið Above the Law (sagt er að Ovitz hafi unnið eftir þeirri kenn- ingu að hann gæti gert hvern sem er, hvenær sem er, að stjörnu). Þetta var árið 1987 og myndinni var ákaflega vel tekið. Nýr harðhaus hafði fæðst sem keppti við lakari gerð hasarmyndaleikara eins og Norris og Damme og jafnvel Stallone og hafði stundum betur. Fleiri myndir í anda Above the Law fylgdu í kjölfar- ið og þótti Seagal ágætt að notast við sömu formúluna aftur og aftur: Hann er besta löggan af þeim öllum, alltaf upp á kant við yfirboðara sína en hefur að lokum sigur þegar hann sendir ótölulegan fjölda ómenna yfir móðuna miklu. Myndirnar hétu eitthvað eins og Hard to Kill og Marked for Death og Out for Justice og dæmigert var að Seagal léki löggu sem gat heitið til dæmis Mason og einhver sagði um hana fullur aðdáunar: Mason er mest óstöðvandi lögga sem ég þekki (handritin voru ekki sterkasta hlið ai- kido-hetjunnar). Einnig kom fram að löggan „færi ekki alltaf eftir lagabók- stafnum“ í starfi sínu í þeim tilgangi „að henda út ruslinu.“ Mjög var farið að halla undan fæti þegar Seagal bjargaði sér með mynd- inni Under Siege og náði til jafnvel stærri áhorfendahóps en nokkru sinni áður. Myndin var furðu vel gerð; Seagal lék kokk sem fékkst við skæruliðann Tommy Lee Jones og bjargaði málum. Rétt eins og Under Siege var fín, var næsta mynd, On Deadly Grounds, agalega vond. Seag- al plataði Michael Caine (þurfti kannski ekki beint að nota þumalskrúfur) til þess að fara með hlutverk óþverrans og hefur leikferill Caines varla gerst aumari. Þannig hefur þetta gengið hjá harðhausnum, upp og niður. Ein besta mynd Seagals er Executive Decision en þar lætur hann lífið eftir fimmtán mínútur og Kurt Russell tek- ur við stjórninni. Seagal gerði The Glimmer Man, sem litla athygli vakti og var kominn niður í kapalmyndir (The Patriot) þegar fór að vora hjá honum aftur með Exit Wounds. Hvað svo sem segja má um Steven Seagal að öðru leyti verður því ekki neitað að hann kann að bjarga sér í Hollwyood. Líklega er hann eins og kötturinn, handhafi níu lífa. Hin níu líf Seagals Arnaldur Indriðason SVIPMYND Steven Seagal kenndi umboðsmanninum Michael Ovitz sjálfsvarnaríþróttir. Ovitz leist svo vel á kennara sinn að hann hét því að gera hann að stjörnu og útvegaði honum samning hjá einu af stóru kvik- myndaverunum: Seagal fékk að leik- stýra, leika í, skrifa og framleiða Above the Law árið 1987 og þar með hófst ferill harðhaussins, sem stendur með nokkrum blóma nú um stundir eftir mörg mögur ár. NÝLEGA voru afhent í Los Angeles fimmtu al- þjóðlegu stjörnuverðlaunin, sem kölluð eru Krist- allinn og stofnuð voru til að efla samskipti evr- ópskra og bandarískra kvikmyndagerðarmanna. Það var alþjóðleg dómnefnd 13 listamanna sem valdi verðlaunahafana og kaus milli þeirra á Net- inu. Formaður dómnefndar var Geraldine Chaplin, Timothy Bottoms var varaformaður en meðal hinna 11 voru Edward Albert, Sonia Braga, Bo Derek, Whoopi Goldberg, Michael Keaton, Julie Newmar, William Shatner og síðast en ekki síst Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik Þór og fleiri dómnefndarmenn afhentu verðlaunin við hátíðlega athöfn vestra en meðal verðlauna- hafa voru Charlize Theron, Laura Linney, Nancy Meyers og Lauren Shuler Donner. Eins og sjá má eru konur í sigti Kristalsins og þess má geta að Björk var með- al þeirra sem tilnefndar voru fyrir tónlist. Friðrik Þór í góðum félagsskap Friðrik Þór Nýttu tímann vel! Nýsköpun 2001 er nú á fullri ferð og enn er nægur tími fyrir þau sem láta ekkert stoppa sig! Þú hefur tíma til 31. maí til að skila okkur viðskiptaáætlun eða hugmyndalýsingu (Evrópukeppnin). Það eru ekki bara peningaverðlaun í boði, heldur fá allir, sem senda fullnægjandi viðskiptaáætlun, vandaða umsögn sérfræðinga. Einnig verða valdir fulltrúar Íslands í sérstaka Evrópukeppni um viðskiptahugmyndir. Skráðu þig núna, það er án skuldbindinga! Skilafrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar fást í síma 510 1800 og á www.spar.is/n2001. Fyrirspurnir með tölvupósti sendist á nyskopun@spar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.