Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 9

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 9 FERÐALÖG Ísland Bændaferðir til Ungverjalands Uppselt er í sumarferðir Ferðaskrif- stofunnar Bændaferða í ár, að sögn Agnars Guðnasonar forstöðu- manns. Þegar er hafin skipulagning á haustferðum og meðal helstu nýj- unga má nefna ferð í september til Ungverjalands með viðkomu í Búdapest, Vín og Prag og loks viku- dvöl á íbúðahóteli í Bæjaralandi. Þegar hefur myndast biðlisti í þá ferð. Í hinum ferðunum þremur sem fyrirhugaðar eru í október er flogið til Frankfurt og þaðan liggur leiðin meðal annars um þýsku Alpana til Innsbruck, til Riva við Gardavatn á Ítalíu og til Alsace í Frakklandi. „Í síðustu ferðinni, hinn 28. októ- ber, er ætlunin m.a. að sækja uppskeruhátíð vínbændanna í Cochem í Þýskalandi. Þá er mikið um að vera – þetta eru þeirra „töðugjöld“, vínið komið í hús og því tími til að gleðjast.“ Agnar útskýrir vinsældir bænda- ferða þannig að þær séu öðruvísi en gengur og gerist, jafnvel ódýr- ari, gist sé á góðum hótelum og far- arstjórar leggi sig fram um að vera skemmtilegir og til taks þann tíma er ferðalagið stendur. Austurríki Tilboð fyrir fjölskyldur Fjölskylduhótel í Vínarborg ætla að bjóða barnafjölskyldum sérstakt tilboð frá 30. júní og fram til 2. september. Tilboðið gildir á yfir 100 gistihúsum og hótelum víðsvegar um borgina. Í því felst að börn að 12 ára aldri fá að búa frítt með foreldrum sínum í herbergi og vilji foreldrarnir vera útaf fyrir sig útvega sum hótelin samliggjandi barnaherbergi með miklum afslætti. Þá býður Vínarborg börnumað 15 ára aldri ókeypis í samgöngutæki á vegum borgarinnar. Kýpur Börnin frítt í sólarferð Ferðaskrifstofan Sól býður nú barnafjölskyldum sem ætla í tveggja vikna ferðir til Kýpur 28. maí, 11. júní og 25. júní að fá frítt fyrir börn og unglinga á aldrinum frá tveggja til og með 14 ára. Greiða þarf skatta og af- greiðslugjald, 3.500 kr. á mann. Börnin þurfa að vera í ferð með eigin foreldri og gista í sömu íbúð. Um takmark- aðan sætafjölda er að ræða. Ísland Írskir dagar Hinir árlegu Írsku dagar verða haldnir á Akranesi 7. til 10. júní næstkomandi en þeir eru haldnir til að minnast landnáms Íra á Akra- nesi árið 880. Nýj- ungar frá því í fyrra eru þær að nú verður Akra- neshlaupið haldið á þessum tíma sem og að það hittist þannig á að sjómannadag- urinn er hinn 10. og því verða margvíslegar upp- ákomur í tilefni hans eins og róðrarkeppni, koddas- lagur og siglingar. Komið verður upp margvíslegum leiktækjum, þá verður andlitsmálun fyrir yngstu börnin og á öld- urhúsum bæjarins verða upp- ákomur írskra og íslenskra tónlist- armanna. Útvarp Akranes verður starfrækt á FM 95,0 og þar verða spiluð írsk og íslensk lög í bland ásamt því að tekin verða viðtöl við sjómenn í tengslum við sjó- mannadaginn. Laugardaginn 9. júní sem og á sjó- mannadaginn verða síðan stórir dansleikir haldnir. Fyrir golfáhugamenn má síðan geta þess að þessa sömu helgi verður Íslandsmótið í holukeppni haldið á glæsilegum 18 holna golfvelli á Garðavelli. Morgunblaðið/Ómar Konungshöllin við Dóná í Búdapest.  Hægt er að fá frekari upplýs- ingar um bændaferðirnar á skrifstofu Bændaferða í síma 5331335 og í síma 5886506.  Nánari upplýsingar um Írsku dagana má fá á bæjarskrifstofu Akraness í síma 433-1000 og hjá Rakel Óskarsdóttur í síma 431-3327 eða í tölvupóstfang- inu info@akranes.is.  Nánari upplýsingar um tilboð á gistingu eru veittar í síma 0043-211-14-444. Hægt er einnig að panta á Netinu á slóð- inni http://info.wien.at/ Ferðamálaskrifstofa Vín- arborgar veitir frekari upplýs- ingar um ókeypis ferðir í borg- inni fyrir börn. Síminn þar er 0043-211-14-222. Buxur Neðst á Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.