Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 15
bílar
BENSÍNKOSTNAÐUR vegna
bíls sem eyðir að 10 lítrum á
hundraðið og er ekið 18 þúsund
km á ári er 183.600 kr. sé miðað
við að lítraverðið er 102 kr. Spar-
neytnasti bensínbíllinn á markaði
hérlendis er líklega Toyota Prius,
sem er tvinnbíll, þ.e.a.s. bæði með
bensín- og rafmótor. Hann er ekki
í almennri sölu heldur eingöngu
rekstrarleigu. Hann eyðir í blönd-
uðum akstri 5,1 lítra og árlegur
kostnaður miðað við sömu forsend-
ur eru því 93.636 kr. sem er sparn-
aður upp á tæpar 90.000 kr. á ári
miðað við 10 lítra bílinn.
Sé bensínið hins vegar keypt
þar sem það var ódýrast á höf-
uðborgarsvæðinu þegar þetta er
skrifað, Orkunni í Kópavogi, þar
sem lítraverðið er 91,40 kr., er
bensínkostnaður vegna bíls sem
eyðir 10 lítrum og er ekið 18.000
km á ári 164.520 kr., sem er sparn-
aður upp á rúmar 19.000 kr. á ári
miðað við hæsta verð, og bens-
ínreikningurinn vegna Prius yrði
83.905 kr. sem er sparnaður upp á
tæpar 10.000 kr. á ári.
15.264 kr. sparast vegna átta
lítra bíls miðað við hæsta og
lægsta verð
Sé enn tekið dæmi af bíl sem
eyðir að jafnaði 8 lítrum á hundr-
aði er bensínreikningurinn á ári
miðað við 102 kr. bensínverð
146.880 kr. en 131.616 kr. miðað
við lægsta verð. Þarna er sparn-
aður upp á 15.264 kr. á ári.
Eins og sjá má er bensínlækk-
unin hjá sjálfsafgreiðslustöðvunum
að skila sparnaði á ársgrundvelli,
en hann er ekki jafnmikill og ætla
mætti, síst þegar
jafnframt er haft
í huga að margir
þurfa að leggja
lykkju á leið sína
til að nálgast
ódýrara bensín
sem getur falið í
sér aukinn kostn-
að og tímaeyðslu.
Það sem skiptir
máli til að ná nið-
ur bensínreikn-
ingnum er að
velja sér eyðslu-
grannan bíl.
Eyðslugrennstu bílarnir eru
jafnframt yfirleitt minnstu bíla-
rnir. Þeir henta ekki öllum en sé
miðað við umferðina á götum
borgarinnar, jafnt að morgni sem
kveldi, mætti ætla að margir gætu
minnkað við sig því samkvæmt
óformlegri athugun er nýtingin í
lágmarki.
Eins og sjá má á listanum að of-
an er fjöldi sparneytinna bíla á
markaði hérlendis. Einnig látum
við fljóta með eyðslu á algengum
millistærðarbílum til samanburðar.
Mestur sparnaður
í minni bílvélum
Vert er að staldra við og athuga hve miklu heimilisbíllinn eyðir
þegar verð á hverjum bensínlítra er tæpar 102 kr. með fullri
þjónustu, (þegar þetta er skrifað), en reyndar er nú farið að örla
á verðsamkeppni milli olíufélaganna sem neytendur munu njóta
góðs af. Mestur sparnaður er hins vegar fólginn í minni vélum.
Toyota Yaris 1.0 er sparneytnasti bíllinn með bensínvél.
Hann eyðir í blönduðum akstri 5,5 lítrum/100 km.
ÞAÐ er hægt að draga úr eyðslu bíla
með því að huga að eftirfarandi atrið-
um:
Reglulegt viðhald á bílnum há-
markar afkastagetu hans og
minnkar þar með eldsneytiseyðsl-
una. Vél sem fær ekki næga um-
hirðu og er t.d. með gömul kerti,
nýtir ekki eldsneytið til fullnustu.
Jafnframt þarf að gæta að því að
loftsíur og olíusíur séu hreinar.
Gætið að því að loftþrýstingur í
hjólbörðum sé sem næst því sem
mælt er með. Réttur loftþrýst-
ingur getur aukið eldsneytisnýt-
inguna um allt að 6%, og reglu-
bundin jafnvægisstilling um allt að
10%.
Fjarlægið allan óþarfa úr farang-
ursrýminu. 28 kg aukaþungi eykur
bensíneyðslu um u.þ.b. 1%.
Breytið aksturslaginu. Takið rólega
af stað og akið með mýkt og varúð.
Þetta getur skilað sér í allt að
20% betri eldsneytisnýtingu en
þegar ekið er með rykkjum og lát-
um. Hægið á bílnum í tíma í stað
þess að snögghemla.
Bíllinn eyðir mestu á fyrstu km.
Hressingarganga út í búð er skyn-
samlegri en akstur.
Ekki aka of hratt. Bíll á 90 km
hraða á klst. eyðir um 15% minna
en bíll sem ekið er á 105 km hraða
á klst. sem auk þess er ólöglegt
hér á landi.
Dreptu á bílnum meðan þú bíður
eftir konunni þinni sem fór inn í
leikskólann að ná í barnið. Það
skapar meiri bensíneyðslu að hafa
hann í hægagangi en að drepa á
vélinni og ræsa hana að nýju þegar
ekið er af stað.
Notkun afturrúðuhitara og mið-
stöðvar valda auknu álagi á rafala
og þar með aukinni bensíneyðslu.
Notið ekki miðstöðina fyrr en vélin
er orðin heit.
Toppgrind veldur stóraukinni loft-
mótstöðu með tilheyrandi bensín-
eyðslu.
Nokkrar
leiðir til
að draga
úr eyðslu
Besta ráðið við bensínhækkunum er e.t.v að beita uxa fyrir vörubílshús.
Morgunblaðið/Þorkell
Hægt er að spara bensín með því að
breyta aksturslaginu.
FORD hefur uppi áform um að gera
andlitslyftingu á Ford Escape smá-
jeppanum sem er nýkominn á mark-
að. Stjórnendur fyrirtækisins hafa
sagt að endurhönnun bílsins sé nú
þegar hafin og er hún viðbrögð við
gagnrýni um að bíllinn sé of íhalds-
samur í útliti. Escape er nýlega kom-
inn í sölu en kemur engu að síður
með nýju útliti og a.m.k. tveimur
nýjum vélum í sýningarsali Ford í
árslok 2003. Framleiðslugallar og
innkallanir í Bandaríkjunum hafa
ekki létt stjórnendum Ford lífið og
nú hafa þeir opinberlega sagt að útlit
bílsins sé of varfærnislegt, einkum
þegar bíllinn er borinn saman við
helsta keppinautinn í Bandaríkjun-
um, nýjan Jeep Cherokee. Megin-
markmiðið með endurhönnun bílsins
er að aðgreina hann betur frá syst-
urbílnum Mazda Tribute.
Nýju vélarnar tvær eru 115 hest-
afla, 1,8 lítra forþjöppudísilvél með
samrásarinnsprautun og tvinnbíll
með bensín- og rafmótor sem kallast
HEV (Hybrid Electric Vehicle).
Helmingur allra jeppa sem seljast í
Evrópu eru með dísilvélum og því er
dísilvél grundvallaratriði ef Escape á
að seljast í Evrópu. Escape HEV
verður á hinn bóginn fyrsti jeppinn
með tvinnaflrás. Bíllinn á að ná 800
km akstri á einni tankfyllingu.
Wieck
Ford Escape er nýkominn á markað en verður endurhann-
aður og kemur breyttur á markað í árslok 2003.
Wieck
Jeep Liberty, sem tekur við af Cherokee, er með nútíma-
legri útfærslu á kunnuglegu stefi.
Nýr Escape verður endurhannaður
Derhúfa
aðeins 800 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
#$ % " &'$
()*$
+*$*
, -
.
,!
# ""
$ .
/01
2 $*
"
!"
34
0
'5* 0
1
4!5 1
'*%0 6
!
2
- "
278)
+% *
90
6&
10
90
9&
6
9&
10
10
0
&
61
9&
9&
16
6
&0
0
0&
9&
&
9
6 000
0&0 000
6& 000
9:: 000
:0 000
9: 000
&&0 000
1& 000
&& 000
0 000
&6 000
66: 000
0 000
:: 000
1: 000
&6 000
0:: 000
1& 000
6:& 000
9:0 000
0 000
:& 000
060 000
9:0 000
;
* 2*=;8
*> 008 #
=*
4
<
;
?? 8 %
6 0008
/% 0?*< ';?
/ .,0
1 22,-
TOUGHSEAL lakkvörn á bílinn
2ja ÁRA ENDING. Sérhæfð bónstöð í
lakkvernd blettunum og mössun,
einnig alþrif og djúphreinsun.
Bónstöðin Teflon, Toughseal umboðið
Krókhálsi 5, sími 567 8730, www.teflon.is
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.