Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 20
Einn helsti leikstjóri Írans, Jaf-
ar Panahi (Hvíta blaðran, Hring-
urinn) hlaut óblíðar móttökur á
Kennedyflugvelli í New York um
daginn þegar hann átti leið um
frá Hong Kong á kvikmyndahá-
tíðir í Suður-Ameríku. Hann var
settur í handjárn og haldið í
vörslu í tíu klukkustundir án þess
að fá svo mikið sem hringja eitt
símtal. Ástæðan fyrir þessum
óblíðu og ómanneskjulegu mót-
tökum er sögð vera sú krafa bandarískra stjórn-
valda að ferðamenn frá Íran hafi sérstakt „transit
visa“, eða vegabréfsáritun sem gildir fyrir millilend-
ingarbiðsali flugvalla. Panahi var að lokum sendur
til baka áleiðis heim til Teheran. Hann kveðst ekki
hafa fengið neinar upplýsingar um fyrrnefnt skilyrði
og hefur mótmælt meðferðinni kröftuglega.
Óblíðar móttökur
Panahi: Verð-
launaleikstjóri
niðurlægður.
Það er almennt mál mannaað hátíðin í ár sé fremurrislítil í samanburði við síð-
ustu ár.
Ráði þar mestu um tilviljunin
sjálf og jú líka verkfallsdraug-
urinn ógurlegi, sem gerði það til
að mynda að verkum að Jodie
Foster varð að afþakka tignarlegt
boð um að veita dómnefnd að-
alkeppninnar formennsku vegna
þess að áætlun hennar hafði ver-
ið hliðrað sökum yfirvofandi
verkfalls handritshöfunda og
leikara. Sá grunur læðist reynd-
ar að mönnum að Foster sé ald-
eilis ekki eina stjarnan sem þurft
hefur að afþakka boð á hátíðina
sökum verkfallsins því óvenju
fátt er um fína drætti í þeim efn-
um.
Annar draugur sem gárungar
telja valda fremur litlausri hátíð
er reyndar ekki orðinn draugur
ennþá, þótt að margra mati hefði
hann átt að vera orðinn það fyrir
löngu. Forseti Canneskvikmyn-
dahátíðarinnar, titlaður með
virðuleika er Gilles Jacob. Hann
hefur setið við stjórnvölinn í heil
23 skipti en nú hefur hann kynnt
til sögunnar nýtt fyrirkomulag
sem boðar væntanlegt brotthvarf
hans á komandi árum. Hann hef-
ur afhent einræðisvöld sín í
hendur þríeykis sem framvegis
mun hafa yfirumsjón með vali
mynda í aðalkeppnina. Sjálfur er
hann forseti þrennunnar en hon-
um til halds og trausts eru Thierry
Fremaux listrænn stjórnandi há-
tíðarinnar, sem talinn er arftaki
Jacobs, og stjórnarformaðurinn
Veronique Cayla. En það eru allir á
því að Jacob sé ennþá stjórinn
þrátt fyrir valdadreifinguna og
tilfinningarnar í garð þess eru
vægast sagt blendnar. Sumir
segja hann síðasta geirfuglinn –
fágætan menntamann sem gerir
sér virkilega grein fyrir kjarna
mikilvægrar kvikmyndagerðar
og hvernig hún fái þrifist í heimi
Hollywood-afþreyingar. Aðrir
fagna brotthvarfinu og sjá fram
á betri tíð. Þeir hinir sömu sjá
jafnframt margt gruggugt við
úrvalið á Cannes í ár, sér í lagi
valið á myndunum í aðalkeppn-
ina þar sem talið er að saman séu
komnar eftirlætismyndir Jacobs.
Þarna séu þeir Coen-bræður, sér-
leg gæludýr hans, Lynch sem
hann hefur þegar lýst aðdáun
sinni á þegar Wild at Heart fór
með sigur af hólmi og meira að
segja gamli góði Godard – þvílíkt
lokaár. Sömu gárungar hafa látíð
þær háðsglósur falla að það hafi
einungis vantað myndir frá Von
Trier og August til þess að full-
komna kveðjupakkann.
En hvað sem því líður þá verð-
ur valið í aðalkeppninna að telj-
ast djarft – alveg eins og stefnt
var á. Tvær byrjendamyndir, ein
teiknimynd og væn flís af mynd-
um frá löndum sem eiga síður en
svo fastan sess á landakorti kvik-
myndanna. Er það svo slæmur
kokkteill?
Forseti kveður
Fimmtugasta og fjórða kvikmyndahá-
tíðin í Cannes stendur nú sem hæst.
Lífið gengur sinn vanagang – keppnin
um bestu og mestu myndirnar, harkið
á markaðnum um þær arðbærustu og
vangavelturnar á klámmyndahátíð-
inni um þær mest eggjandi.
Reuters
Stjórnendur á tímamótum: Fremaux, Cayla og Jacob.
Skarphéðinn Guðmundsson
CANNES
20 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Johnny Depp
er kókaín-
smyglari
í Blow
Hasarmyndin Tomb Raider, sem
tekin var að hluta hér á landi og
byggist á samnefndum tölvu-
leikjum um hasargelluna Láru
Croft, verður frumsýnd í Sam-
bíóunum, Háskólabíói og Laug-
arásbíói og á Akureyri að auki
hinn 29. júní. Það er Angelica
Jolie sem fer með hlutverk
Láru.
Lára 29. júní
ÉG hafði látið mig dreyma umhversu dásamlegt allt yrðiog þannig leit það út í
fyrstu. Þarna voru snekkjur á
spegilsléttum sjónum, þyrlur
sveimuðu yfir hótelunum í leit að
lendingarstað og Ferrari-bílar
voru út um allt. En reisnina vant-
aði.“
Svona lýsir ungstirnið Michelle
Rodriguez (Girl Fight) fyrstu kynn-
um sínum af kvikmyndahátíðinni
sem nú stendur yfir í strandbæn-
um Cannes í Suður-Frakklandi.
Og hún heldur áfram: „Ég hafði
gert mér í hugarlund að fólkið
væri fágað en ekki svona hungrað
og örvæntingarfullt. Svo þegar ég
var komin um borð í eina snekkj-
una sá ég að sjórinn var fullur af
vindlastubbum, matarleifum,
tómum kampavínsflöskum, drullu
og olíu. Stjörnurnar virtust ekki
hamingjusamar. Ég hafði haldið
að þær væru atorkusamar og
glaðar, ánægðar og þakklátar
fyrir að hafa náð svona langt.“
Ég kom aldrei út í snekkju. Sá
þyrlurnar úr fjarska. Ferrari-
bílarnir brunuðu fram hjá mér.
En ég sá vindla áður en þeir urðu
stubbar, mat áður en honum var
leift og kampavínsflöskur áður en
þær voru tæmdar. Ég er ekki frá
því að lýsing ungstirnisins sé rétt.
Stemningin í Cannes er einhvern
veginn svona, þ.e. umbúðirnar.
En þá gleymist aðalatriðið:
innihaldið, kvikmyndirnar. Ég
var sem betur fer ekki einn af
leikstjórunum, framleiðendunum,
dreifingaraðilunum, umboðs-
mönnunum, fjármögnurunum og
leikurunum sem eru í Cannes til
að reyna að „meika“ það eða gera
stóra „dílinn“. Ég var ekki einu
sinni sveittur blaðamaður í
stresskasti. Ég var í Cannes til að
sjá kvikmyndir, það nýjasta og
oft besta sem þjóðir heims fram-
leiða fyrir þann miðil. Cannes er
fín til þess. Maður röltir í sól og
hita milli bíóa sem flest eru á
þröngu svæði og nær þannig að
sjá þrjár til fjórar myndir á dag.
Og kvöldinu lýkur á hornbar, sem
ég man ekki lengur hvað heitir en
hýsir minni spámenn á hátíðinni,
því stjörnurnar sækja einhvern
hótelbar, sem ég man heldur ekki
hvað heitir.
Fyrir utan margar fínar kvik-
myndir sem ég sá er eitt minn-
isstæðast frá fyrstu og einu heim-
sókn minni á Cannes-hátíðina
fyrir nokkrum árum. Það var
þegar ég og félagi minn fylgdum
konu einni heim að lokinni gala-
frumsýningu. Hún var bandarísk-
ur framleiðandi og hafði vegna
húsnæðiseklunnar sem plagar
Cannes-hátíðina fengið leigt her-
bergi í húsnæði ballettskóla. Hún
vildi endilega bjóða okkur inn og
upp á nátthúfu. Að hætti séntil-
manna þáðum við boðið og sátum
smókingklæddir í vitsmunalegum
samræðum þegar síminn glumdi í
ballettskólanum. Konan reis tígu-
leg á fætur í síðum samkvæm-
iskjól og sagði halló. Við horfðum
þöglir hvor á annan á meðan hún
reyndi í hálftíma að sannfæra eig-
inmann sinn, trylltan af af-
brýðisemi, um að hún væri alein.
Svo stóðum við upp og læddumst,
ekki sérlega tígulega, út.
Var einhver að biðja um reisn?
Þegar reisnina vantar
Cannes: Strandlífið heillar…
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson
Hin óskarstilnefnda og efnilega
unga leikkona Kate Hudson (Al-
most Famous) hefur nóg að gera
og hefur nú verið ráðin í annað
aðalhlutverk rómantískrar gam-
anmyndar sem nefnist How To
Lose a Guy in 10 Days eða
Hvernig losna má við mann á tíu
dögum. Hudson, sem er dóttir
gamanleikkonunnar Goldie
Hawn, hefur nýlokið við kvik-
myndina Four Feathers og svo
virðist sem ráðning hennar í nýju myndina hafi ráðið
úrslitum um gerð hennar því hvorki leikstjóri né
mótleikarar hafa verið ráðnir. Myndin segir frá
kvennabósa sem veðjar við vini sína að hann geti
þrátt fyrir allt haldið sambandi við konu lengur en í
tíu daga. Konan sem hann velur vill hins vegar losna
við hann sem fyrst. Þar kemur Kate Hudson til
sögu og fer að kárna gamanið hjá kvennabósanum.
Hudson er eftirsótt
Hudson: Á
hraðri uppleið.
Sú aldna gyðja Sophia Loren
hefur tekið að sér hlutverk í leik-
stjórnarfrumraun sonar síns,
Eduardo Ponti. Myndin heitir
Between Strangers og skrifaði
Ponti handritið sjálfur. Þar eru
sagðar aðskildar en samhliða
sögur þriggja kvenna ólíkra kyn-
slóða, sem Loren, Mira Sorvino
og Deborah Kara Unger leika, en
líf allra umpólast þegar þær gera
upp fortíð sína. Franski leikarinn Gérard Depardieu
leikur sérvitran garðyrkjumann sem verður vinur
Lorens.
Innan Ponti-fjölskyldunnar
Loren: Leikur
hjá syninum.
M. Night Shyamalan, hinn at-
hyglisverði leikstjóri Sjötta skiln-
ingarvitsins og Unbreakable,
hefur afhent Walt Disney-
félaginu handrit að næstu mynd
sinni og herma fregnir að hann
fái tugi milljóna dollara fyrir vikið.
Nýja myndin heitir Signs (Tákn
eða Skilaboð), gerist eins og fyrri
myndirnar tvær í Pennsylvaniu
og fjallar um það uppnám sem
verður hjá sveitafjölskyldu í
Bucks County þegar 500 feta stórir hringir og línur
myndast skyndilega á ökrum hennar. Shyamalan
lagði handritið inn á laugardegi og yfirmenn Walt
Disneys voru svo snöggir að lesa og æstir að semja
að samkomulag var tilbúið á sunnudagsmorgni.
Shyamalan landar Signs
Shyamalan:
Enn á dulræn-
um slóðum.
Unglingastjarnan sem
varð alvöru leikari
Hinn 18. maí
frumsýna
Sambíóin,
Háskólabíó,
Laugarásbíó,
Nýja bíó Ak-
ureyri og
Nýja bíó
Keflavík
framhalds-
myndina The
Mummy Returns með Brendan
Fraser í aðalhlutverki. Sem fyrr
leikur hann fornleifafræðing sem
lendir upp á kant við smurðling
fornan og á fótum fjör að launa
en myndin fékk gríðarlega að-
sókn í Bandaríkjunum um síð-
ustu helgi.
Múmían 18. maí
Brendan Fraser
og Rachel Weisz.
Sambíóin hyggjast frumsýna hinn
25. maí nk. nýja mynd eftir grín-
istann Woody Allen. Hún heitir
Small Time Crooks eða Smá-
krimmar og segir af heldur mis-
heppnuðum stórþjófi og liðinu í
kringum hann. Woody Allen fer
sjálfur með eitt aðalhlutverkið en
sagt er að myndin marki nokkurs
konar afturhvarf Allens til gam-
anmynda hans frá áttunda ára-
tugnum.
Smákrimmar
Framhaldsmyndin Júragarðurinn
3 eða Jurassic Park 3 verður
frumsýnd í Sambíóunum, Há-
skólabíói og Laugarásbíói hinn 3.
ágúst ef allt fer eftir áætlun en
hún segir af enn frekara stríði
mannsins við klónaðar risaeðlur
fornalda. Téa Leoni og Sam Neill
fara með aðalhlutverkin ásamt
Laura Dern og William H. Macy
en leikstjóri er Joe Johnston.
Júragarðurinn 3
Bandaríski leikstjórinn Francis
Ford Coppola dvaldist á Íslandi í
sólarhring um síðustu helgi,
ásamt eiginkonu og syni, á leið
sinni á kvikmyndahátíðina í Cann-
es. Meðan á dvöl hans stóð þáði
hann boð um að koma á aðra
kvikmyndahátíð, þ.e. Kvik-
myndahátíð í Reykjavík 2002 en
þá er fyrirhugað að halda yfirlits-
dagskrá með myndum Coppolas,
sem er einn helsti leikstjóri kvikmyndasögunnar,
m.a. nýju útgáfunni á Apocalypse Now sem hann
sýnir nú í Cannes. Einnig er ráðgert að myndir
tveggja barna hans verði sýndar, svo og heimild-
armynd eiginkonunnar EleanorCoppola um gerð
Apocalypse Now, en hún heitir Heart Of Darkness.
Coppola snýr aftur
Coppola: Kem-
ur með filmur
og familíu.