Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 17 bílar MARKAÐSHLUTDEILD Daewoo fyrstu fjóra mánuði ársins hefur aukist úr 3,7% í fyrra í 4,36% á þessu ári. Nokk- ur misbrestur hefur orðið á því að koma þessu til skila því í samantekt Skráningarstofunn- ar eru Musso- og Korando- jepparnir ýmist undir merki Daewoo eða SsangYong sem helgast af því hvort fyrirtækj- anna hefur gefið út svokallað COC-vottorð. Fyrstu fjóra mánuði ársins var 42,16% sam- dráttur í sölu á nýjum bílum en samtals seldust fyrstu fjóra mánuðina 111 Daewoo bílar og er samdrátturinn 31,9% milli ára. Hlutdeild Daewoo eykst RENAULT ætlar að feta í fótspor Audi, sem býður fjórhjóladrifsútgáfu af A6-bílnum undir nafninu Allroad. Fyrirtækið er að prófa fjórhjóladrifs- útgáfu af Renault Laguna sem líkt og fjórhjóladrifsútgáfa Scénic mun heita Laguna Break RX4. Bíllinn verður með sítengdu fjórhjóladrifi og kemur á markað 2003. Þar er nýi fjórhjóladrifsbíllinn prófaður í eldri gerð yfirbyggingar Laguna Break til að fela splunkunýja tækni bílsins. Auk sítengda fjórhjóladrifs- ins fær RX4 kraftalegra útlit með stærri hjólaskálum og svörtum stuðurum að aftan og framan auk sjáanlegrar hlífar fyrir olíupönnuna. Í Laguna Break RX4 ætlar Ren- ault að bjóða 3ja lítra, V6 bensínvél, 207 hestafla, auk 2,2 lítra for- þjöppudísilvélar með samrásarinn- sprautun sem skilar 135 hestöflum. Automedia Laguna Break RX4 með sítengdu fjórhjóladrifi kemur á markað 2003. Automedia Nýr Laguna RX4 í líki eldri gerðar Laguna Break. Laguna RX4 í takt við Allroad FAGKEPPNI Toyota bifvélavirkja var haldin í fyrsta skipti hér á landi 6. maí sl. Keppendur sem voru átta talsins komu frá P. Samúelssyni hf. og umboðsaðilum á Akureyri, Sauðárkróki og Kefla- vík. Keppnin skiptist í fimm hluta og tók hver hluti allt frá 20–90 mínútna. Keppendur þurftu m.a. að fram- kvæma 15.000 km skoðun þar sem voru fjórar bilanir, þrjár faldar og ein tilgreind. Einnig var keppt í færni í notkun tölvuskanna, mæling- um á undirvagni, rafmagnsbilunum ásamt því að þreytt var krossapróf. Sigurvegari keppninnar var Jó- hannes Jóhannesson, Toyota Ný- býlavegi. Í öðru sæti lenti Kjartan Ingason, einnig frá Toyota Nýbýla- vegi og í þriðja sæti Arnar Óskars- son, Toyota Akureyri. Jóhannes mun keppa fyrir hönd Íslands í Evr- ópukeppni bifvélavirkja sem haldin verður í Brüssel í nóvember þar sem fulltrúar allra dreifiaðila Toyota í Evrópu munu reyna með sér í við- gerðarhæfni. Keppir í Evrópukeppni bifvélavirkja Mikið var um að vera í viðgerðarkeppni Toyota í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.