Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum mánuðum birtist í Mynda- sögum Moggans vel gerð teikning af jeppa, þar sem öllum smáatriðum var gefinn gaum- ur. Sá sem gerði þá mynd er höfundur þess- arar myndar, sem máluð var með vatnslitum. Hér sést gamall hertrukkur, af þeirri gerð sem Bandaríkjamenn notuðu til að flytja her- menn og annan flutning í seinni heimsstyrj- öldinni (1939–1945) og allar götur eftir það því sem næst til loka tuttugustu aldar. Listamaðurinn heitir Hallgrímur Þór Katr- ínarson, er 9 ára og býr í Blásölum 21 í Kópa- vogi. Takið eftir hvað höfundurinn nostrar við verkið. Hér er sannarlega vandað til verka. Græni her- trukkurinn VITIÐ þið hver þetta er? Eruð þið alveg viss? Í al- vöru. Nei, þetta er ekki hann heldur er þetta Pikachu úr Pokémon! Þessa fínu mynd gerði Sif Stef- ánsdóttir, 6 ára, Staðarhvammi 21, 220 Hafnarfjörð- ur. Hann er gulur og þekktur  HÆ! Ég er 10 að verða 11 ára hress stelpa, sem óska eftir pennavinkonum/vinum á aldrinum 10–12 ára. Áhugamál mín eru: handbolti, barnapössun, skíði, útilegur o.m.fl. Ef þið getið viljið þið þá senda mynd í fyrsta bréfi. Bæ, bæ. Hanna R. Sigurjónsdóttir Grundarási 10 110 Reykjavík Pennavinir  SAMKVÆMT áreiðanlegustu heimildum hefur lögreglunni tekist að upplýsa skartgriparánsmálið svokallaða. Ekki hefur fengist staðfest hver ræning- inn er en samkvæmt traustustu upplýsingum lágu fimm undir grun. Sjónarvottar höfðu lýst ræningj- anum þannig, að hann hefði verið berhöfðaður, freknulaus en með gleraugu, ekki verið í stígvélum þrátt fyrir vætutíð undangenginna daga en samt haft dökkt hár. Nú er ykkur, ágætu lesendur, boðið að leysa málið án þess að við upplýsum hver þjóf- urinn er. Virðið myndina af hinum grunuðu fyrir ykk- ur og finnið hinn seka með hjálp lýsingar sjónarvott- anna. Skartgriparánið upplýst P.S. Ef allt um þrýtur og þið orðin eirð- arlaus er lausnin hér: Þjófurinn er þessi númer fimm á myndinni. Vissuð þið... ...að fimmtungur af landi jarðar er eyðimerkur? ...að Sahara í Norður-Afríku er stærsta eyðimörk í heimi? ...að í Góbíeyðimörkinni er hitinn allt að 50° C á daginn en -40° á nóttunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.