Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kom undan feldinum fræga við athöfn í fjósinu á Stóra-Ármóti og greindi frá því að hann myndi veita heimild til innflutn- ings norskra fósturvísa í tilraunaskyni. Þegar Guðni hafði lokið máli sínu kom hann við hjá Skrautu, lét vel að henni að hætti sveitastráksins og smellti á hana einlægum kossi. Með þessu þótti landbúnaðarráðherrann sýna hug sinn til íslensku kýrinnar. Sigurður Jónsson, fréttaritari á Selfossi, náði umtalaðri mynd af kærleikskossinum. Sigurður fékk fyrstu verðlaun í flokki fréttamynda fyrir Kærleikskossinn og myndin var auk þess valin besta mynd keppninnar. Kærleikskossinn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Alþjóðleg stangarstökkskeppni á Bíldudal var hápunktur Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið var í Vest- urbyggð og Tálknafirði sumarið 2000. Þar keppti Vala Flosadóttir í fyrsta skipti á heimavelli eftir að hún varð alþjóðleg íþróttastjarna. Um 3000 áhorfendur voru að keppninni. Á mynd Finns Péturssonar, fréttaritara á Tálknafirði, en hún var valin besta íþróttamynd keppninnar, sést hluti hópsins fylgjast með Völu Flosadóttur svífa fjöllum hærra. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Svífur fjöllum hærra Kristján Eldjárn Þorgeirsson, bóndi í Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi, var einn af síð- ustu bændunum sem stunduðu mjólkurframleiðslu í torffjósi en hann lét af kúabúskap haustið 1999. Kristján setti upp kúrekahattinn þegar Valdimar Guðjónsson, fréttaritari í Gaulverjabæ, myndaði hann með fjósþakið í baksýn og fékk fyrstu verðlaun í flokki mannamynda. Kristján í Skógsnesi Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Andlit manns og lands Kærleikskossinn, ljósmynd Sigurðar Jónssonar á Selfossi, var valinn mynd ársins í ljósmyndasamkeppni fréttarit- ara og ljósmyndara Morgunblaðsins á landsbyggðinni. Úrslit voru kunngjörð í gær í tengslum við aðalfund Okkar manna, félags fréttaritaranna. Í vetur var efnt til samkeppni meðal fréttarit- ara blaðsins um bestu ljósmyndir ár- anna 1999 og 2000. Nokkuð á sjöunda hundrað mynda barst frá 24 ljósmynd- urum og reyndust myndirnar almennt betri en í hliðstæðum samkeppnum sem haldnar hafa verið reglulega und- anfarin ár. Úrval ljósmyndanna hefur síðustu daga verið sýnt í Kringlunni, í tengslum við alþjóðlegu fréttaljós- myndasýninguna World Press Photo. Heiti sýningarinnar er Andlit manns og lands en myndirnar gefa þverskurð af viðfangsefnum fréttaritaranna. Sýn- ingunni lýkur á morgun, mánudag, en á miðvikudag verður hún opnuð í Vín- búðinni í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Hér á opnunni eru birtar myndirnar sem fengu fyrstu verðlaun í hinum einstöku keppnisflokkum. Ung Súðavíkurmær lá á gægjum og skemmti sér greinilega vel þegar atriði í mynd Lýðs Árnasonar, læknis á Flat- eyri, var kvikmyndað í félagsheimilinu í Súðavík. Egill Egilsson, ljósmyndari á Flateyri, festi augnablikið á filmu og hlaut að launum fyrstu verðlaun fyrir myndir úr daglega lífinu. Mor Guðað á glugga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.