Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 7

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 7
ÞAÐ er orðið langt síðan vín frá Frakklandi, sem slæðst hefur inn á reynslulista, hefur komið mér jafn- skemmtilega á óvart og Bordeaux-vínið Chateau Merville 1996, sem nýlega hóf göngu sína í reynslu- sölunni. Þetta er vín frá svæðinu Saint-Estephe, nyrst á Médoc-skaga, karaktermikið og öflugt. Í nefi reykur og jörð, karamella og sykraður rabarbara- grautur. Vínið er farið að sýna byrjandi þroska í lit og bragði og sýnir vel hvers vegna Bordeaux heillar svo marga vínunnendur án þess þó að kosta allt of mikið, eða 1.970 krónur. Vínið hefur góða lengd, fyllingu og bragðdýpt og ætti að henta vel með jafnt lambakjöti sem nautakjöti eða þá þurrum ostum. Vín sem ég mæli eindregið með sem góðum kaupum miðað við verð. Gömlu, sígildu víngerðarríkin í Evrópu hafa átt nokkuð undir högg að sækja upp á síðkastið, sem greinilega sést á sölutölum hjá ÁTVR síðastliðin ár. Spennan hefur verið meiri í kringum til dæmis Chile, Ástralíu og nú einnig Suður-Afríku og Argentínu. Að vissu leyti hefur það verið verðskuldað, þar sem vín þaðan hafa verið fersk og spennandi og að auki oft á betra verði miðað við gæði en mörg vín frá Evrópu. Það er þó alls ekki algilt og vönduðu evrópsku vínin ættu ekki að gleymast í nýjabruminu. Einn besti framleiðandi Frakklands, og þótt víðar væri leitað, er Marcel Guigal, sem smám saman hefur verið að byggja upp mikið veldi í norðurhluta Rónar. Bestu vín hans eru mjög eftirsótt og því fagnaðarefni að flest þeirra skuli fást hér á landi. Þrjú rauðvín frá Guigal eru fáanleg hér (þau allra bestu eru til í það litlu magni, hingað koma einhverjir tugir flaskna á ári, að þau eru einungis seld til veitingahúsa). Einfaldasta vín Guigal er Cotes du Rhone 1998 (1.520 krónur). Það er dökkt á lit með ágengan ilm þar sem kirsuber, þroskuð og dökk, eru í fyrirrúmi. Í munni er vínið þétt, kryddað með miklu lakkrískeim. Vín fyrir allt kjöt, t.d. grillsteikur. Þekktastur er Guigal þó fyrir Cote Rotie vín sín frá hæðunum við heimabæ hans Ampuis. Einnar ekru vín hans eru með eftirsóttustu vínum heims en Cote Rotie Cote Brune et Blonde 1994 (3.230 krónur) sýnir vel stíl hans og sérkenni. Öflugt en jafnframt fínlegt og fágað, í nefi þroskaður ávöxtur, rúsínur, lyng og rjúpublóð. Í bland við þetta þó nokkur eik sem samt er ekki áberandi heldur smýgur inn í alla aðra þætti vínsins og myndar fullkomna heild líkt og vera bera í góðum vínum. Mann beinlínis langar í villibráð þegar þetta vín er smakkað. Það gengur hins vegar með mörgu öðru, enda ekki algengt að sjá rjúpur á borðum á heimaslóðum Guigals. Vín fyrir þau tækifæri sem menn vilja gera vel við sig og vand- að er til matargerðarinnar. Hreinasta sælgæti og gæti vel batnað næstu fimm árin. Frá hinum grýttu ekrum Chateauneuf-du- Pape kemur síðan vín frá hinum stórgóða ár- gangi 1997. (2.650 krónur). Það hefur nokkuð „sveitalegan“ ilm, mikið leður og tóbak, sætir villisveppir og jafnvel smá malbik. Þétt og mik- ið, mikil sól og þroski í ávextinum, milt og tannín mjúk. Enn og aftur mikið matarvín, sem hægt er að velja með ýmsu. Væri vel hægt að nota sem lúxus-grillvín með bestu nauta- og lambasteikunum. Vín Guigals standa svo sannarlega und- ir nafni og nú þegar ekki lengur er óal- gengt að sjá vín frá Ástralíu, Kaliforníu og jafnvel Chile á 3-5.000 krónur eru betri vín Frakklands allt í einu orðin virkilega góð kaup. Eftir þessi orð er kannski við hæfi að benda á tvö góð Kaliforníuvín. Ég fjallaði í síðustu viku um vín hin ágæta Kaliforníuframleiðanda Robert Mond- avi, sem markað hefur djúpari spor í vínframleiðslu Bandaríkjanna en flest- ir aðrir. Meðal þeirra vína hans sem nú eru fáanleg hér eru tvö vín úr hinni „kali- fornísku“ þrúgu Zinfandel. Woodbridge Zinfandel 1998 (1.270 krónur), sem selt er á aðallista ÁTVR. Þetta er þægilegur Zin, góður berja- keimur, sveskjugrautur og krydd, jafnvel kanill. Heitur ávöxtur og þægi- legur. Í línunni fyrir ofan Woodbridge er svo fáanlegt á sérlista vínið Coastal Zinfandel (1.630 krónur). Súkkulaði- hjúpuð kirsuber og ríkjandi lakkrís. Ekki í þessum þykka áfenga og eikaða stíl sem svo algengur er í kaliforn- ískum Zinfaldelvínum þessa stundina heldur fremur skarpt og sýrumikið, sem gerir það að góðu matarvíni. sts@mbl.is Vín vikunnar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 7 VÍNBARINN í Kirkjuhvoli er með þéttskipaða dagskrá í þessum mánuði og ýmislegt um að vera fyrir vínáhugamenn. Nú í dag lýkur Elsass-viku en við tekur Torres-vika, þar sem lögð verður áhersla á vín þess ágæta katalónska framleið- anda. Meðal annars verður boð- ið upp á þekktasta rauðvín hans, „svarta miðann“ eða Mas la Plana. Þann 28. maí verður svo Yalumba-vika þar sem vín samnefnds ástralsks framleið- anda verða í öndvegi og meðal annars boðið upp á vínið Maw- sons. Af öðru sem í gangi er má nefna smökkun á Cabernet Sauvignon vínum frá Chile nú á miðvikudaginn, en það vín sem kemur best út úr þeirri keppni verður Cabernet Sauvignon- vín ársins á Vínbarnum. Vínþjónar gefa grillráð Vínþjónarnir á veitinga- staðnum Sommelier verða með tvö námskeið á næstu vikum, þann 16. maí og 30. maí þar sem sérstök áhersla verður lögð á að skoða vín sem henta vel með grillmat. Skráning á námskeið er á heimasíðu veitingastaðar- ins, www.sommelier.is Freisting með nýja heimasíðu Matreiðsluklúbburinn Freisting hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu en markmið hennar er að verða að „fréttamiðli veitingageirans“. Slóðin er www.freisting.is. Ýmislegt á Vín- barnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.