Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 21 bíó Það er ekki mikið eftir affélagsraunsæismönnum íkvikmyndagerð. Loach lætur ekki deigan síga í þjóðfélags- gagnrýninni þótt úr móð sé, en veður inn í bandaríska kvik- myndagerð með því að stinga á einu stærsta kýlinu: ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó og grimmum örlögum þeirra í bandarísku sælunni. Hinn þráð- urinn í myndinni er samband tveggja systra frá Mexíkó, Mayu og Rosu, og sumum þykir myndin ekki alveg hanga saman. Maya býr í Los Angeles og þangað fer Rosa eftir að þola niðrandi með- ferð og tilheyrandi pínu. Það veld- ur sársaukafullu systrauppgjöri þegar Rosa uppgötvar að Maya hefur útvegað henni vinnu með því að selja sig vinnuveitand- anum. En Rosa flækist líka í at- vinnuþref með kærastanum Sam, sem er í verkalýðsbaráttu. Mynd- in hefst með dauðtáknrænu atriði með heimildarmyndablæ um „rándýrin“ er hjálpa örvænting- arfullum Mexíkönum að komast í sæluna handan landamæranna – og þar með er tónninn gefinn: Hér er engin Juliu Roberts-Brad Pitt- Mexíkórómantík. Raunveruleikinn fléttast einnig inn í myndina og fleiri en von Trier nýta sér tilfinningar leikaranna. Elpida Carrillo sem Rosa er frá Mexíkó og Rosa snertir sögu hennar. Hún hóf kvikmyndaferil sinn 13 ára. Ekkert smáræði fyrir fátæka táningsstelpu að fá slíkt tilboð og peningarnir áttu að fara heim. Enginn sagði henni þó hvernig mynd þetta væri og þeg- ar henni var sagt að afklæða sig var henni allri lokið. Foreldrar hennar bönnuðu henni að koma heim í þorpið, hún væri stimpluð sem hóra og þeir vildu ekki pen- ingana. Hún sendi þá samt og þeir komu ekki til baka. Hún var Loach öskureið að Rosa væri látin selja sig, hlýddi þó en reiðin skilar sér í myndinni. Tilboðið um að leika í mynd Loach kom einmitt þegar hún hugleiddi að hætta að leika því að hún var orðin þreytt á að leika suðrænt kvenfólk sem ekki var annað en hrár kynþokkinn. Kvikmyndaleikurinn hefur ekki fært henni stórhýsi í Beverly Hills og fjölskyldunni finnst hún hálfmisheppnuð. En Carrillo er hæstánægð með samstarfið við Loach og er núna að gera heimildarmynd um líf suður- amerískra leikkvenna í Hollívúdd. Reuters Carrillo kyssir Loach: Þjóðfélagsgagnrýni úr tísku? Loach úr Westurátt Sigrún Davíðsdóttir LONDON BANDARÍSK áhrif eru stöðugt áhyggjuefni í bresku menningarlífi og Bretum ögn sárt að sjá jafn- erkibreskan leikstjóra og Ken Loach halda í vesturátt til kvikmyndagerðar. Fyrsta afurðin, Bread and Roses, vek- ur takmarkaða hrifningu breskra gagnrýnenda. Ég byrjaði snemma að fara íþrjúbíó, í Gamla bíó og Sel-fossbíó, þar sem ég var oft hjá ömmu og afa,“ segir Laufey um fyrstu kynni sín af kvikmyndum. „En fyrsta alvörumyndin, sem ég sá með mömmu tíu- ellefu ára gömul, var Barzana eftir Kurosawa. Ég man vel eftir henni, þótti hún mjög áhrifarík, reyndar dálítið strembin en mamma útskýrði það sem ég ekki skildi. Svo fór ég í skóla Friðriks Þórs Friðrikssonar, Fjalaköttinn, og Kvikmyndaklúbb framhaldsskólanna. Það var mjög skemmtilegt og fræðandi.“ Hún segir starf sitt sem dag- skrárstjóra erlendrar dagskrár vera mjög fjölbreytt. „Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast á hverjum degi, og ég hef gaman af því að vinna með allskonar efni, ekki bara bíómyndir heldur líka fræðslu- og skemmtiefni. Ég og samstarfsfólk mitt sjáum þar myndir alls staðar að úr heiminum og það er ljúf skylda okkar að reyna að leita uppi gott efni frá sem flestum málsvæðum og menn- ingarheimum. Við ráðum reyndar ekki valinu fullkomlega, þurfum oft að gera pakkasamninga, sér- staklega við stórfyrirtækin, þar sem við verðum að taka með góðu myndunum einhverjar sem við er- um ekkert alltof spennt fyrir. En þá reynum við samt að gera það besta úr hlutunum og oft er þetta spurning um hvenær myndir eru settar á dagskrá. Við þurfum að höfða til sem flestra, þótt útilokað sé að gera öllum til hæfis sam- tímis.“ Eins og ætla má hefur Laufey mjög breiðan kvikmyndasmekk. „Þetta fer eiginlega mest eftir því hvernig skapi maður er í hverju sinni,“ segir hún. „Mér finnst bæði mjög gaman að fylgjast með því nýjasta hverju sinni, núna til dæmis myndirnar frá Asíu, og evr- ópskri og íslenskri kvikmyndagerð. Svo þykir mér líka gaman að fara bara í bíó, kaupa popp og kók og sjá ameríska afþreyingarmynd, spennandi krimma eða hressilega gamanmynd. Ég geri talsvert af því. Sérstakar uppáhaldsmyndir væru til dæmis fyrrnefnd Barzana, Citizen Kane, myndir Jean Luc God- ard sem hafa bergmálað skemmti- lega hjá Tarantino, Die Hard og Something About Mary og … ja, listinn er í rauninni endalaus. Það eina sem mér leiðist eru ofbeld- ismyndir sem hafa ekkert annað markmið en að ganga fram af manni með tómatsósuslettum.“ Laufey hefur setið tvö tímabil í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs, að auki verið í ýmsum dómnefnd- um, svo sem við veitingu evr- ópskra sjónvarpsverðlauna, Nord- isk Panorama og fleira. Hún hefur því haft tækifæri til að fylgjast mjög náið með þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. „Það hefur mik- ið áunnist á síðustu árum og ánægjulegt hvað fólk er að fást við ólíka hluti. Mér finnst þannig ekki hægt að tala um íslenskar bíó- myndir sem einhverja eina stefnu, fólk er að gera fína hluti í hinum ýmsu efnisflokkum, grínmyndir, drama og svo framvegis. Oft koma myndir manni skemmtilega á óvart eins og Íslenski draumurinn. Hér leynist víða mikill sköp- unarkraftur. Þegar ég var hjá Kvikmyndasjóði upplifði ég hvern- ig það safnaðist smám saman reynsla í faginu, ekki síst í sam- starfinu við Nordisk Film og TV- fond, og ýmsa meðframleiðendur, oftast á meginlandi Evrópu. Fólk fékk meiri svörun á verkefni sín og útkomuna sjáum við í sífellt betri íslenskum myndum.“ Laufey Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri hjá Sjón- varpinu, lifir og hrærist í heimi kvikmyndanna Allt nema tómat- sósusletturnar Páll Kristinn Pálsson Kvikmyndin og ég lærði kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla, fékk þar yfirlit yfir alla kvikmyndasöguna og skrifaði lokaritgerð um mynd þýska leikstjórans Wim Wenders, Paris Tex- as. Hún fluttist aftur heim 1985 og fékk fljót- lega starf hjá innkaupa- og markaðsdeild Sjón- varpsins, vann þar í nokk- ur ár við að skoða og velja til sýninga bæði bíómyndir og annað efni. Laufey hóf aftur störf hjá Sjónvarp- inu fyrir einu og hálfu ári og er núna dagskrárstjóri erlendrar dagskrár. Laufey Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.