Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 10

Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 10
10 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ E INN af öðrum tínast jakkafata- klæddir karlar út af fundi Samtaka atvinnulífsins á Grand Hótel í síð- ustu viku. Inn á milli er hægt að greina örfáar konur þótt flestar séu klæddar í dökkan fatnað og falli því auðveldlega inn í hópinn. Leitandi staðnæmist augað við hnarreista unga konu mitt á milli fundargestanna. Örugg í fasi lítur hún upp og kinkar kolli. Eftir örskamma stund birtist hún síðan aftur og kynnir sig. „Linda“ segir hún með bros á vör og þarf ekki að segja meir því allir Íslendingar þekkja Lindu Pétursdóttur í sjón frá því að hún var kjörin Ungfrú heimur ár- ið 1988. Færri gera sér væntanlega grein fyrir því hvers konar þrekvirki Linda hefur unnið við rekstur fjölskyldufyrirtækisins Baðhússins síð- ustu 8 árin. Fyrirtækið hefur ekki aðeins náð að vaxa og dafna hér á landi. Orðspor þess hefur borist út fyrir landsteinana og valdið því að ým- is tækifæri hafa opnast á erlendri grund. Ef betur er að gáð stendur Linda sjálf á tímamót- um því eftir tveggja ára stjórnarsetu í Félagi kvenna í atvinnurekstri var hún með rússneskri kosningu kosin formaður félagsins fyrr í mán- uðinum. Á réttri hillu í atvinnurekstri Við ákveðum að flýja út úr anddyrinu og leita skjóls við lítið hringborð í einum af hliðarsöl- Linda Pétursdóttir athafnakona með hundana sína tvo, Sunnu og Mána. Heimurinn er fullur af Morgunblaðið/Golli Stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri, (f.v.) Aðalheiður Héðinsdóttir, gjaldkeri, Hildur Petersen, ritari, Dagný Halldórsdóttir, varaformaður, Linda Péturs- dóttir, formaður, Edda Sverrisdóttir, meðstjórnandi, og Katrín Óladóttir, meðstjórnandi. Á myndina vantar Hansínu B. Einarsdóttur, meðstjórnanda. Linda Pétursdóttir hefur haslað sér völl með eftirtektarverðum hætti í íslensku atvinnulífi á síðustu árum. Anna G. Ólafsdóttir króaði hana af úti í horni eftir aðalfund Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.