Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 50

Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 15% kynningarafsláttur meðan á kynningum stendur í Apótekinu Kynning á morgun í Iðufelli og Kringlunni, þriðjudag 22. maí í Skeifunni, miðvikudag 23. í Spönginni, föstudag 25. á Suður- strönd og í Firðinum laugardag 26. á Smiðjuveginum Micro-húðfegrun fyrir eftir Guðrún er búin að fá Micro-húðfegrun og Tattoo á brúnir, augu og varir. Hún er ánægð – hvað með þig? Upplýsingar í s. 561 8677 Húðslípun og Lazer Upplýsingar í s. 561 8677 Ör Slit Bólur Cannes, Frakklandi, 15. maí, 2001. Hér í Cannes er ávallt beðið í ofvæni eftir stjörnunum en í þetta skipti létu þær ekki sjá sig. Uppákoma þessi snerist um útnefningu til „heita pálmans“. Sú viðurkenning hefur átt undir högg að sækja hér í Cannes en sá heiti er veittur fyrir framúrskarandi árangur í gerð „dökkblárra/heitra“ mynda. Ljósmyndun á stjörnum þeirra mynda fer ósjaldan yfir strikið og endar iðu- lega með fáklæddum ósköpum. En nú í ár voru aðstæður fyrir myndatökur fremur kaldar eins og þessi mynd ber með sér. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hvar er fólkið? TAKA 2001, stuttmyndahátíð grunnskóla og félagsmiðstöðva í Reykjavík var haldin síðastliðinn fimmtudag í kvikmyndasal Austur- bæjarskóla. Keppendum var skipt í tvo flokka eftir aldri, 10-12 ára og 13-16 ára. Alls bárust 16 stuttmyndir í keppnina úr sjö grunnskólum. Margar stuttmyndanna áttu rætur að rekja til skáldsagna en heim- ildamyndir settu einnig sterkan svip á keppnina. Sigurvegarar keppninnar komu úr Breiðholtsskóla og hét þeirra mynd Survivor 3. Nemendur í Grandaskóla áttu myndirnar Marg- ur verður af aurum api og Sprelli- gosar, sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigurvegarar í TÖKU 2001. Í fremri röð eru höfundar Survivor 3, Berg- ur Tómas Andersson, Bjarni Einarsson, Ari Gunnar Þorsteinsson og Einar Ingimar Helgason. Á myndina vantar Pétur Bjarna Pétursson. Stuttmyndakeppni grunnskóla og félagsmiðstöðva í Reykjavík TAKA 2001 í Austur- bæjarskóla ÞAÐ ER orðinn dágóður hópur Ís- lendinga sem sækir reglulega kvik- myndahátíðina í Cannes. Sumir eru kvikmyndagerðarmenn að kynna myndir sínar og í leit að fjárstuðn- ingi fyrir framtíð- arverkefni, aðrir bíóhúsamenn sem eru að skoða myndir, hitta sam- starfsfélaga og leggja á ráðin um bíósýningar á kom- andi misserum. Þegar vænu dags- verki er lokið er stundin milli stríða kærkomin. Þá er miðpunkturinn, samkomustaður- inn, ósjaldan skrif- stofa kvikmynda- sjóðanna á Norð- urlöndum. Þangað geta áhugasamir kaupendur sótt upplýsingar um Norrænar kvik- myndir, hverjir framleiða þær, hverjir selja og hvernig hægt er að ná í viðkomandi. Á hverjum degi klukkan fimm eftir hádegi er svo haldin sérstök „gleðistund“ þar sem venjan er að flestir Norðurlandabúar á Cannes, í það minnsta Íslendingar, koma saman og bera saman bækurnar. Endrum og sinnum eru síðan haldn- ar sérstakar móttökur og sam- kvæmi á sömu skrifstofu og er þá vanalega slegist um inngöngu. Á laugardaginn var tóku Danirnir á staðnum sig til og héldu Evróvis- ion-teiti í tilefni af því að keppnin vin- sæla var haldin í heimalandi þeirra en svo vildi til að það var svo gott sem eini staðurinn sem hægt var að fygjast með þess- ari æsispennandi keppni. Svo fór á endanum, eftir mjög svo tvísýna keppni, að Eistar fóru með sigur af hólmi í fyrsta sinnið eftir tvísýna keppni við Dani. Einn Eisti var á staðnum og fagnaði að vonum ógur- lega sigrinum. Á þriðjudaginn höfðu Íslendingar hins vegar ástæðu til þess að fagna þegar þeir héldu móttöku í tilefni af fyrstu úthlutun samkvæmt nýju endurgreiðslulögunum til kvik- mynda, til myndarinnar No Such Thing eftir Hal Hartley, en hún er var frumsýnd á Cannes á dögunum. Vitanlega voru allir Íslendingar í Cannes á staðnum og gerðu sér glaðan dag. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hélt tölu og fulltrúar frá Íslensku fjárfestinga- stofunni veittu ráðgjöf. Ekki bar á öðru en að erlendir kvikmynda- framleiðendur sýndu nýju vildar- kjörunum áhuga og samkvæmt framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs Íslands, Þorfinni Ómarssyni, er þegar farið að gæta aukins áhuga á því að kvikmynda alfarið á Ís- landi. Einmana Eistinn fagnaði sigri Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Áhugasamir áhorfendur fylgjast með Evróvision. Sigurjón Sighvatsson og Þórir Snær á Íslendingamóttökunni. Eistinn fagnaði einn síns liðs árangri samlanda sinna. Cannes. Morgunblaðið. Stund milli stríða á Kvikmyndahátíðinni í Cannes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.