Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 15% kynningarafsláttur meðan á kynningum stendur í Apótekinu Kynning á morgun í Iðufelli og Kringlunni, þriðjudag 22. maí í Skeifunni, miðvikudag 23. í Spönginni, föstudag 25. á Suður- strönd og í Firðinum laugardag 26. á Smiðjuveginum Micro-húðfegrun fyrir eftir Guðrún er búin að fá Micro-húðfegrun og Tattoo á brúnir, augu og varir. Hún er ánægð – hvað með þig? Upplýsingar í s. 561 8677 Húðslípun og Lazer Upplýsingar í s. 561 8677 Ör Slit Bólur Cannes, Frakklandi, 15. maí, 2001. Hér í Cannes er ávallt beðið í ofvæni eftir stjörnunum en í þetta skipti létu þær ekki sjá sig. Uppákoma þessi snerist um útnefningu til „heita pálmans“. Sú viðurkenning hefur átt undir högg að sækja hér í Cannes en sá heiti er veittur fyrir framúrskarandi árangur í gerð „dökkblárra/heitra“ mynda. Ljósmyndun á stjörnum þeirra mynda fer ósjaldan yfir strikið og endar iðu- lega með fáklæddum ósköpum. En nú í ár voru aðstæður fyrir myndatökur fremur kaldar eins og þessi mynd ber með sér. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hvar er fólkið? TAKA 2001, stuttmyndahátíð grunnskóla og félagsmiðstöðva í Reykjavík var haldin síðastliðinn fimmtudag í kvikmyndasal Austur- bæjarskóla. Keppendum var skipt í tvo flokka eftir aldri, 10-12 ára og 13-16 ára. Alls bárust 16 stuttmyndir í keppnina úr sjö grunnskólum. Margar stuttmyndanna áttu rætur að rekja til skáldsagna en heim- ildamyndir settu einnig sterkan svip á keppnina. Sigurvegarar keppninnar komu úr Breiðholtsskóla og hét þeirra mynd Survivor 3. Nemendur í Grandaskóla áttu myndirnar Marg- ur verður af aurum api og Sprelli- gosar, sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigurvegarar í TÖKU 2001. Í fremri röð eru höfundar Survivor 3, Berg- ur Tómas Andersson, Bjarni Einarsson, Ari Gunnar Þorsteinsson og Einar Ingimar Helgason. Á myndina vantar Pétur Bjarna Pétursson. Stuttmyndakeppni grunnskóla og félagsmiðstöðva í Reykjavík TAKA 2001 í Austur- bæjarskóla ÞAÐ ER orðinn dágóður hópur Ís- lendinga sem sækir reglulega kvik- myndahátíðina í Cannes. Sumir eru kvikmyndagerðarmenn að kynna myndir sínar og í leit að fjárstuðn- ingi fyrir framtíð- arverkefni, aðrir bíóhúsamenn sem eru að skoða myndir, hitta sam- starfsfélaga og leggja á ráðin um bíósýningar á kom- andi misserum. Þegar vænu dags- verki er lokið er stundin milli stríða kærkomin. Þá er miðpunkturinn, samkomustaður- inn, ósjaldan skrif- stofa kvikmynda- sjóðanna á Norð- urlöndum. Þangað geta áhugasamir kaupendur sótt upplýsingar um Norrænar kvik- myndir, hverjir framleiða þær, hverjir selja og hvernig hægt er að ná í viðkomandi. Á hverjum degi klukkan fimm eftir hádegi er svo haldin sérstök „gleðistund“ þar sem venjan er að flestir Norðurlandabúar á Cannes, í það minnsta Íslendingar, koma saman og bera saman bækurnar. Endrum og sinnum eru síðan haldn- ar sérstakar móttökur og sam- kvæmi á sömu skrifstofu og er þá vanalega slegist um inngöngu. Á laugardaginn var tóku Danirnir á staðnum sig til og héldu Evróvis- ion-teiti í tilefni af því að keppnin vin- sæla var haldin í heimalandi þeirra en svo vildi til að það var svo gott sem eini staðurinn sem hægt var að fygjast með þess- ari æsispennandi keppni. Svo fór á endanum, eftir mjög svo tvísýna keppni, að Eistar fóru með sigur af hólmi í fyrsta sinnið eftir tvísýna keppni við Dani. Einn Eisti var á staðnum og fagnaði að vonum ógur- lega sigrinum. Á þriðjudaginn höfðu Íslendingar hins vegar ástæðu til þess að fagna þegar þeir héldu móttöku í tilefni af fyrstu úthlutun samkvæmt nýju endurgreiðslulögunum til kvik- mynda, til myndarinnar No Such Thing eftir Hal Hartley, en hún er var frumsýnd á Cannes á dögunum. Vitanlega voru allir Íslendingar í Cannes á staðnum og gerðu sér glaðan dag. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hélt tölu og fulltrúar frá Íslensku fjárfestinga- stofunni veittu ráðgjöf. Ekki bar á öðru en að erlendir kvikmynda- framleiðendur sýndu nýju vildar- kjörunum áhuga og samkvæmt framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs Íslands, Þorfinni Ómarssyni, er þegar farið að gæta aukins áhuga á því að kvikmynda alfarið á Ís- landi. Einmana Eistinn fagnaði sigri Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Áhugasamir áhorfendur fylgjast með Evróvision. Sigurjón Sighvatsson og Þórir Snær á Íslendingamóttökunni. Eistinn fagnaði einn síns liðs árangri samlanda sinna. Cannes. Morgunblaðið. Stund milli stríða á Kvikmyndahátíðinni í Cannes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.