Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 1
143. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 27. JÚNÍ 2001
ÓTTAST er, að átökin í Makedóníu
muni færast í aukana eftir að æstur
múgur makedónskra þjóðernissinna
efndi til mikilla
mótmæla og
óeirða við þing-
húsið í Skopje,
höfuðborg lands-
ins, í fyrradag.
Virðast hvorki
skæruliðar né
stjórnarherinn
vera í friðarhug
þrátt fyrir mikinn
þrýsting frá Evr-
ópusambandinu, ESB, og NATO.
Forseti Makedóníu, Boris Trajk-
ovski, hvatti til stillingar í gær og
sagðist þurfa á að halda aðstoð
stjórnarinnar, öryggislögreglunnar
og almennings til að koma aftur á
friði í landinu. „Við megum ekki við
ágreiningi,“ sagði forsetinn í út-
varpsávarpi. „Ég býð frið og falast
eftir stuðningi ykkar.“
Um sama leyti og forsetinn flutti
útvarpsávarp sitt tilkynnti einn af
leiðtogum albanskra uppreisnar-
manna að hann væri kominn til höf-
uðborgarinnar Skopje í því skyni að
„verja óbreytta borgara“ Makedón-
íu, síðasta fyrrverandi lýðveldi Júgó-
slavíu sem skekið er af innri ófriði.
Árásir halda áfram
Stjórnarherinn í Makedóníu hóf í
gær árásir á þrjú þorp, sem eru í
höndum skæruliða, með stórskota-
vopnum, skriðdrekum og vélbyssu-
skothríð. Eru þau skammt frá Arac-
inovo en það yfirgáfu skæruliðar á
mánudag. Fengu þeir að taka vopnin
með sér samkvæmt samningum, sem
fulltrúar ESB og NATO gerðu við
stjórnvöld. Makedónskir þjóðernis-
sinnar saka nú NATO um að hafa
bjargað „hryðjuverkamönnunum“
og í mótmælunum í Skopje mátti
heyra hróp eins og „Albanina í gas-
klefana“.
Tóku meðal annars hermenn og
lögreglumenn þátt í mótmælunum
þar sem bornar voru fram kröfur
um, að Trajkovski forseti segði af sér
vegna þeirrar linkindar, sem hann
sýndi skæruliðum. Hann varði hins
vegar flutning skæruliðanna frá
Aracinovo í gær og sagði, að með
honum hefði þeim verið bægt burt
frá höfuðborginni. Allt var með kyrr-
um kjörum í Skopje í gær en Alban-
ir, sem þar búa, þora ekki út úr húsi.
Talsmenn ESB og NATO fögnuðu
í gær boðskap Makedóníuforseta um
að landsmenn sýndu stillingu.
Hvöttu talsmenn ESB stjórnvöld í
Makedóníu til að „fikra sig burt frá
hengifluginu“ og reyna að setja nið-
ur deilurnar í landinu með samning-
um.
Vaxandi upplausn virðist hins veg-
ar vera innan ríkisstjórnarinnar. Af-
staða Ljubco Georgíevskís forsætis-
ráðherra hefur harðnað mjög og
Ljube Boskovski innanríkisráðherra
kennir NATO um, að skæruliðarnir,
sem fóru frá Aracinovo, skyldu hafa
fengið að halda vopnunum. Segir
hann, að NATO hafi neytt stjórnina
til að fallast á það. Því neita tals-
menn bandalagsins og segjast aðeins
hafa orðið við beiðni þjóðstjórnar-
innar í landinu.
Reuters
Makedónski stjórnarherinn hélt uppi stórskotaliðsárásum á þorp nærri Skopje í gær, hér við Nikushtag.
Hvatt til stillingar en fáir
í friðarhug í Makedóníu
Skopje. Reuters, AP, AFP.
Boris
Trajkovski
KENNETH Clarke, fyrrverandi
fjármálaráðherra Bretlands, bættist
í gær í hóp þeirra sem sækjast eftir
leiðtogaembættinu í breska Íhalds-
flokknum.
Lengi hafði verið búist við því að
Clarke gæfi kost á sér, en hann lýsti
loks yfir framboði sínu á frétta-
mannafundi í London í gær. Etur
hann kappi við Michael Portillo, tals-
mann Íhaldsflokksins í ríkisfjármál-
um, Iain Duncan Smith, talsmann í
varnarmálum, þingmanninn David
Davis og flokksformanninn Michael
Ancram, en ekki er búist við að fleiri
gefi kost á sér.
Clarke, sem er eindreginn Evr-
ópusinni, lagði í framboðsræðu sinni
áherslu á að Evrópumálin mættu
ekki lengur kljúfa Íhaldsflokkinn.
Hann kvaðst ekki myndu fara leynt
með þá skoðun sína að Bretar ættu
að ganga í Efnahags- og myntbanda-
lag Evrópu (EMU), en sagði að evru-
mál myndu ekki ráða úrslitum í
næstu þingkosningum heldur heil-
brigðisþjónustan, menntakerfið og
efnahagsmálin.
Frambjóðendurnir hafa allir
keppst við að lýsa því yfir að Íhalds-
flokkurinn þurfi að höfða til breiðari
kjósendahóps og Clarke tók í sama
streng, sagði að „íhaldsmenn ættu
allir að vera frjálslyndir í samfélags-
málum“.
Nýtur fylgis almennings
Skoðanakannanir benda til að
Clarke njóti mests fylgis frambjóð-
endanna fimm meðal almennra kjós-
enda, en Portillo þykir eiga vísan
meiri stuðning innan þingflokksins,
sem gegnir lykilhlutverki í leiðtoga-
kjörinu. Kjósa þingmenn þá tvo
frambjóðendur sem almennir flokks-
menn greiða að endingu atkvæði um,
en úrslitanna er ekki að vænta fyrr
en síðsumars.
Clarke er sextugur að aldri og hef-
ur setið á þingi frá 1970. Hann
gegndi ýmsum aðstoðarráðherra-
embættum í ríkisstjórn Margrétar
Thatcher frá 1979, varð heilbrigðis-
ráðherra 1988, menntamálaráðherra
1990 og var fjármálaráðherra frá
1993 til 1997. Það ár beið hann ósigur
fyrir William Hague í leiðtogakjöri
flokksins.
AP
Kenneth Clarke gengur frá húsi
því í London þar sem hann lýsti
yfir framboði sínu til leiðtoga
breska Íhaldsflokksins í gær.
Leiðtogaslagurinn í breska Íhaldsflokknum
Clarke lýsir
yfir framboði
London. The Daily Telegraph.
ZORAN Djindjic, forsætisráðherra
Serbíu, sagði í gær að Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseti Júgó-
slavíu, yrði framseldur til stríðs-
glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna
áður en langt um líður, hugsanlega á
föstudag. Vojislav Kostunica, forseti
Júgóslavíu, sagði hins vegar að það
myndi taka lengri tíma að undirbúa
framsalið.
Ríkisstjórn Júgóslavíu samþykkti
reglugerð um framsalið á laugardag
og Djindjic sagði að ef afgreiðsla
málsins gengi hratt fyrir sig yrði ef
til vill hægt að framselja Milosevic á
föstudag þegar efnt verður til ráð-
stefnu í Brussel um fjárhagsaðstoð
við Júgóslavíu.
Kostunica var á öðru máli. „Reglu-
gerðin kveður á um ákveðin vinnu-
brögð og réttindi, svo sem rétt til
áfrýjunar, þannig að það er einfald-
lega ógjörningur að koma henni í
framkvæmd fyrir ráðstefnuna,“
sagði forsetinn.
Kostunica sagði ekkert um hve-
nær hann teldi að Milosevic yrði
framseldur. Forsetinn lét í ljósi efa-
semdir um að réttarhöld stríðs-
glæpadómstólsins yrðu sanngjörn
og tók fram að hann vildi frekar að
þau færu fram í Júgóslavíu. Hann
gaf í skyn að fallist hefði verið á
framsalið vegna þrýstings utan frá.
Götumótmæli í Belgrad
Um 10.000 stuðningsmenn Mil-
osevic söfnuðust í gær saman á göt-
um Belgrad til að mótmæla tilraun-
um til að framselja hann. Til
stympinga kom eftir því sem þátt-
takendum í götumótmælunum fjölg-
aði. Var steinum kastað m.a. að höf-
uðstöðvum eins flokkanna sem nú
eru við stjórnvölinn.
Framsal
Milosevic
í aðsigi
Belgrad. Reuters.
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, tjáði George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær að
Ísraelar muni „ekki semja á meðan
skotið er og hryðjuverk framin“, en
vopnahlé er nú í gildi í átökum Ísraela
og Palestínumanna, sem berjast fyrir
stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis.
Bush tók á móti Sharon á skrifstofu
sinni í Hvíta húsinu í gær og lýsti von
um að vopnahléið héldi og að Ísraelar
myndu stíga næsta skref í átt að því
að hefja friðarviðræður á ný.
Sharon hélt sig hins vegar við
áskorun sína um að stöðva yrði öll
átök, hryðjuverk og undirróður áður
en til greina kæmi að formlegar við-
ræður við Palestínumenn yrðu hafnar
á ný. Um málamiðlunartillögur hinn-
ar alþjóðlegu nefndar, sem banda-
ríski öldungadeildarþingmaðurinn
George Mitchell fór fyrir, um að leiðin
að samningaborðinu lægi í gegn um
vopnahlé og aðlögunartímabil, sagði
Sharon: „Friður á að færa ísraelskum
borgurum öryggi. Ísrael mun ekki
semja á meðan skotið er og hryðju-
verk framin.“
Bush bar lof á Sharon fyrir að sýna
þolinmæði og varaði við svartsýni á að
takast myndi að stöðva ofbeldið í Mið-
Austurlöndum.
Varar við hryðjuverkaöldu
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, varaði við hryðuverkaöldu víða
um heim ef ríkisstjórn Bush leggi
ekki meira af mörkum til að ná ár-
angri í að stilla til friðar á svæðinu.
Þetta er í annað sinn á þremur
mánuðum sem Sharon er boðinn í
Hvíta húsið, en Jasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, er enn ekki farinn
að hitta nýja forsetann frá því hann
tók við embætti í janúar. Er þetta
álitið tákn um að Bush-stjórnin styðji
afstöðu Ísraelsstjórnar.
Bandaríski utanríkisráðherrann
Colin Powell heldur til Mið-Austur-
landa í dag.
Bush hvetur
Ísraela til dáða
Wasington. AP.