Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 2

Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYNSLA og þekking Íslendinga á jarðhita kann að vera verðmæt út- flutningsvara og viðskiptatækifæri fyrir Ísland. Íslenska orkufyrirtækið ENEX og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafa skrifað undir sam- komulag við fjárfesta í Kaliforníu um að stefna að samvinnu á sviði orku- mála. Einnig hefur í samvinnu við iðnaðarráðuneytið verið lagður grunnur að minnisblaði Íslands og Bandaríkjanna um samstarf á sviði jarðhitaþekkingar. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að hugsanlegt sé að stofnað verði orkufyrirtæki í Bandaríkjunum með aðkomu Íslend- inga. Hann segist sjá þetta þannig fyrir sér að Bandaríkjamenn fjár- magni fyrirtækið að mestu leyti og að Íslendingar komi þar inn með þekkingu. Þorsteinn sagði ekki úti- lokað að íslenskir fjárfestar kæmu að fjármögnun fyrirtækisins. „Við slíku fyrirtæki gætu blasað verkefni á sviði orkumála, allt frá ráðgjafarrþjónustu til beinnar þátt- töku í jarðhitavirkjunum og lausnum á sviði orkunýtingar,“ segir Þor- steinn. Aðspurður hvort það gæti verið inni í myndinni að Íslendingar ættu orkuver í Kaliforníu, eða hlut í þeim, sagði Þorsteinn það ekki óhugsandi. Þorsteinn segir að allt muni þetta skýrast betur á næstu mánuðum, en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið gæti tekið til starfa strax á næsta ári. Hann segir ómögulegt að segja hversu háar fjár- hæðir þessi útflutningur þekkingar gæti fært Íslandi, en hann segir að þetta verkefni gæti verið mikilvægur þáttur í útflutningi á jarðhitaþekk- ingu. Íslenskir sérfræðingar veita nú þegar ráðgjöf á sviði jarðhita í Kína og á öðrum svæðum, en Þorsteinn bendir á að nú bjóðist viðskiptatæki- færi í nýrri heimsálfu, ekki sé ein- göngu um þróunarhjálp að ræða. Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu á jarðhita Mikill orkuskortur hefur hrjáð íbúa í Kaliforníu undanfarin misseri og er þar því leitað leiða til að styrkja orkuframleiðslu og dreifingu orku. Þorsteinn segir að í Kaliforníu sé þó nokkuð af jarðhita sem ekki er nýtt- ur. Hann segir að Kaliforníubúar hafi nýtt sinn jarðhita mjög mikið, en að síðasta áratug hafi orðið ákveðin stöðnun hjá þeim. Þorsteinn segir að íslenskir sér- fræðingar og orkufyrirtæki standi mjög framarlega á sviði jarðhita í heiminum. „Ég hugsa að Orkustofn- un Íslands sé einn stærsti rannsókn- arvettvangur í heimi á sviði jarð- orku. Það sést t.d. á því að stofnunin hefur umsjón með jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þor- steinn og bætir við að Orkuveita Reykjavíkur sé stærsta jarðhita- orkuveita heims. Upphafið að þessu samstarfi má rekja til þess að í febrúar síðastliðn- um kom hingað til lands fulltrúi fjár- festa í Kaliforníu til að kynna sér ís- lenskar lausnir á sviði sjálfbærrar orku. Hingað kom hann að frum- kvæði Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, en fyrirtækið er í viðskipta- sambandi við fjárfestana. Hann fundaði með mörgum aðilum, m.a. fulltrúum iðnaðarráðuneytis, Ís- lenskrar NýOrku, Nýsköpunarsjóðs og fleirum. Í kjölfarið fóru Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri við- skiptastofu SPRON, og Þorsteinn til Kaliforníu með fulltingi iðnaðarráðu- neytisins þar sem þeir áttu viðræður við ýmsa aðila tengda orku- og um- hverfisyfirvöldum í Sacramento, höf- uðborg Kaliforníu. Meðal annars áttu þeir sérstakan fund með aðstoð- armanni ríkisstjórans. Í síðasta mánuði fór stærri sendi- nefnd til Bandaríkjanna með þátt- töku Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra Íslands í Bandaríkjun- um. Þá fóru auk Þorsteins og Arn- ars, Ásgeir Margeirsson, aðstoðar- forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarmaður í ENEX, Benedikt Steingrímsson frá Orkustofnun og Hörður Már Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri ENEX. Þekking á jarðhita flutt út til Bandaríkjanna Jarðhiti virkjaður með aðstoð Íslendinga Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMargrét ánægð í Bandaríkjunum /B4 Eyjakonur lögðu KR-inga í Eyjum / B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SYSTKININ á Sauðhúsvelli undir Vestur-Eyjafjöll- um voru í heyskap í veðurblíðunni í gær. Sigurrós Sigmarsdóttir heimasæta sá um að snúa heyinu en Rúnar bróðir hennar sló. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er búist við að veður verði þurrt á þessum slóðum í dag, en hætt við síðdegis- skúrum á fimmtudag og föstudag og búist er við rigningu á laugardaginn. Það borgar sig því senni- lega að hirða heyið sem fyrst undir Vestur-Eyja- fjöllum. Morgunblaðið/RAX Slegið á Sauðhúsvelli FYRSTI fundur viðræðunefndar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um kosningabandalag flokkanna þriggja í Reykjavík fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar var haldinn á mánudag. Er með viðræð- unum m.a. verið að kanna hvort mál- efnalegur grundvöllur sé fyrir sam- starfi flokkanna í næstu borgar- stjórnarkosningum. Vonast er til að niðurstöður viðræðnanna liggi fyrir næsta haust. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hafði forgöngu um að kalla fulltrúa flokkanna þriggja sam- an, en tekur að öðru leyti ekki þátt í störfum viðræðunefndarinnar. „Fyrsti fundurinn gekk ágætlega. Fyrsta skrefið er vitanlega að hittast og ræða saman og berlega kom í ljós vilji hjá öllum til að þetta geti geng- ið,“ sagði Ingibjörg við Morgunblað- ið. Hún segir að næstu skref felist í að flokkarnir kynni sín helstu stefnu- mál og í framhaldinu verði unnið að sameiginlegri málefnaskrá fram- boðsins. „Allir aðilar hafa sínar hugmyndir, en auk þess er búið að marka stefnu í öllum ráðum og nefndum borgarinn- ar,“ sagði borgarstjóri ennfremur og bætti við að viðræðunefndin myndi hittast reglulega fram eftir sumri og stefnt væri að því að hún skilaði af sér í september. Sigríður Stefánsdóttir, formaður félags VG í Reykjavík, sagði að með viðræðunum sé VG fyrst og fremst að kanna hvað sé sameiginlegt með hinum framboðunum og hvað ekki. Ennfremur sé verið að efla traust og skilning milli manna ef af sameigin- legu framboði verður. „Við förum inn í þessar könnunarviðræður með opn- um huga til að gá hvort það sé hag- kvæmara fyrir okkar málstað að taka þátt í sameiginlegu framboði eða ekki,“ sagði hún. Guðjón Ólafur Jónsson, formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, segir sömuleiðis að með viðræðunum sé verið að kanna hvort flokkarnir geti komið sér saman um málefnalegan grundvöll. „Fundurinn var á vinsamlegum nótum og menn fóru yfir það hvort flötur væri á mál- efnalegu samstarfi,“ sagði hann. Aðilar komu sér saman um að hitt- ast á „hlutlausum stað“ eins og það var orðað og varð Rúgbrauðsgerðin í Borgartúni fyrir valinu. Fundur um framboð Reykjavíkurlistans Stefnt að nið- urstöðu í september BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur ákveðið að banna nektardans- staði í bæjarfélaginu og hefur vísað samþykktinni til aðalskipulagsgerð- ar, sem nú er í vinnslu. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, bæjarstjóra, ríkti einhugur um málið í bæjarstjórn en samþykktin var gerð að áeggjan jafnréttisnefndar. Engir súlustaðir í Mosfellsbæ HÁSKÓLI Íslands áformar að láta reisa vísindagarða á háskólalóðinni sem leigðir verða hátækni- og þekk- ingarfyrirtækjum sem vinna náið með deildum og stofnunum HÍ. Minnisblað um áformin var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun til kynningar. Þá er einnig áformað að reisa svo- nefnt háskólatorg sem tekur yfir al- menna þjónustu við háskólasamfé- lagið og leysir að hluta sameigin- legar þarfir vegna kennslu. Áform um vísinda- garða ÞRJÚ tilfelli svokallaðs meningó- kokkasjúkdóms, sem veldur heila- himnubólgu og blóðeitrun í börnum og unglingum, hafa verið tilkynnt til landlæknisembættisins í júnímán- uði. Í tveimur tilfellum hafa sjúkling- ar látist af völdum sjúkdómsins. Alls hafa átta tilfelli verið tilkynnt land- lækni það sem af er árinu. Á síðasta ári komu upp 18 tilfelli. Áðurnefnd þrjú tilfelli komu öll upp á höfuðborgarsvæðinu en að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur smitsjúk- dómalæknis er ekki um faraldur að ræða. Ekki hafi verið tengsl milli sjúklinganna og þá hafi ekki verið um sama bakteríustofn að ræða. Þá segir hún að sveiflur milli mánaða geti komið fram. Neisseria meningitides nefnast bakteríurnar sem valda meningó- kokkasjúkdóminum. Sjúkdómurinn er algengastur í börnum en getur komið fyrir á öllum aldri. Útbreiðsla hans er oft tilviljanakennd en hann getur stundum orðið að faraldri. Ekki far- aldur þrátt fyrir tvö dauðsföll Heilahimnubólga ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.