Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 7
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
01
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477
Opi›: Mán. - fös kl. 10-18 & Laugardaga kl. 11-15
Loka› á laugardögum frá 8. júní til 10. ágúst.
15-30% afsláttur
af svefnsófum
15-25% afsláttur
af hægindastólum
Sprin
g air
Ame
rísk
heils
ud‡n
a
Stilla
nleg
rúm
10-50% afsláttur
af teppasettum
10-25% afsláttur
af svefnherbergishúsgögnum
Borgartúni 28, 562 2901
www.ef.is
Olíufylltu
WÖSAB
rafmagnsþilofnarnir
lækka
hitunarkostnaðinn!
Fallegir, vandaðir.
Geta sparað allt að 30%
Þunnir, taka lítið pláss.
Brenna ekki rykagnir.
Frostvarnarstilling,
hentug fyrir sumarhús.
Margar stærðir,
30 eða 60 cm háir.
Sérlega hagstætt verð!
KROSSNEFUR hefur nú sést að
því að vitað er í Vestmannaeyjum,
á Hofi í Öræfum, Kópaskeri og á
skipum fyrir suðaustan landið og
telja kunnugir krossnefsgöngu
vera í uppsiglingu. Síðasta stóra
krossnefsgangan var árið 1990, en
hún er álitin sú stærsta sem sögur
fara af. Árið 1994 varð síðast vart
við krossnef hér á landi.
„Í garðinum beint á móti Nátt-
úrugripasafninu hér í Vestmanna-
eyjum voru að minnsta kosti þrír
krossnefir á sunnudaginn. Á
mánudaginn var komið með einn
krossnef til mín sem köttur hafði
náð í en hann dó. Þá komu nokkrir
krakkar til mín í morgun [gær-
morgun] með annan. Það er mjög
trúlegt að krossnefsganga sé í
uppsiglingu,“ segir Kristján Eg-
ilsson, safnvörður á Nátt-
úrugripasafninu í Vestmanna-
eyjum, og bætir við að í bókinni
Íslenskir fuglar segi að fyrst hafi
orðið vart við varp hér á landi árið
1994 á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Jóhann Óli Hilmarsson, fugla-
ljósmyndari, tekur í sama streng
og Kristján þegar hann er inntur
eftir hvort krossnefsganga sé í
uppsiglingu. Hann segist reyndar
ekkert hafa frétt af ferðum þeirra
frá Skotlandi né Færeyjum en
þangað fari þeir oft fyrst.
Jóhann Óli segir göngurnar svo-
kölluðu vera taldar vegna skorts á
æti á hefðbundum slóðum sam-
hliða offjölgun í stofninum. Að-
spurður hvaða þýðingu þetta hafi
fyrir fuglalíf hér á landi segir
hann að þeir gætu ílengst hér því
greniskógur hafi aukist mikið en
krossnefir lifa aðallega á greni-
fræjum og fylgir varptími þeirra
þroska fræjanna.
„Þetta gæti því orðið jákvæð
viðbót við fuglalíf hér á landi.“
Jóhann Óli segir að hér séu á
ferð fallegir norðlægir fuglar sem
komi frá barrskógum Skandinavíu
og Rússlands. Þá séu þeir í dag til-
tölulega útbreiddir og hafi stungið
sér niður á ólíklegustu stöðum
eins og í Himalayafjöllum og í
Víetnam.
Krossnefs-
ganga á leiðinni
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Goggurinn er eitt af einkennum krossnefsins og dregur hann nafn sitt
af honum.
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær að ganga til
samninga við Háskóla Íslands og
leggja til fjármagn til að mæta
kostnaði við nýja stöðu lektors í
stjórnmálasögu 20. aldarinnar sem
stofnað verður til í haust.
Var þetta gert að tillögu utanrík-
isráðherra og forsætisráðherra.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
sætisráðuneytinu verður samning-
urinn staðfestur á næstu dögum en
hann mun ná til áranna 2002 til
2005.
Ný lektors-
staða í
stjórnmála-
sögu við HÍ
VEGNA þoku á Reykjavíkurflug-
velli þurfti að vísa vélum frá Akur-
eyri og Kulusuk á Grænlandi til
Keflavíkur um miðjan daginn en
þegar á leið létti þokunni og var flug-
vélunum þá flogið til Reykjavíkur. Í
gærkvöldi lokaðist flugvöllurinn á ný
og var öllu flugi til Akureyrar aflýst
upp úr kl. 21 sem og kvöldflugi frá
Egilsstöðum og Vestmannaeyjum.
Flugvélum
vísað frá
Reykjavík
vegna þoku
♦ ♦ ♦