Morgunblaðið - 27.06.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.06.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 9 Í fríið Sportlegur sumarfatnaður T ILBOÐ www.oo.is TOMY Walkabout Classic Verð kr. 4.990 Hlustunar- tæki með ljósi Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16. Greitt fyrir þær dýrari Tveir fyrir einn síðbuxur - stretsgallabuxur Sumartilboð School of Icelandic SUMARSKÓLI Matshæfir prófáfangar framhaldsskóla: SPÆ 102, ENS 102, STÆ 102, 202, 303 og EÐL 103, kvöldnámskeið, 7 vikur x 2 tímar. ÍSL. f. útlendinga; 4 vikna morgunnámskeið. Skráning í gangi núna!! Krókhálsi 5a, 110 Rvík. S. 557 1155 ÞROSKAÞJÁLFAR hjá Reykjavík- urborg samþykktu í gær með mikl- um meirihluta samning sem launa- nefnd borgarinnar og Þroska- þjálfafélag Íslands skrifuðu undir 22. júní síðastliðinn. 93,6% sam- þykktu samninginn, eða 29. Einn sagði nei og einn seðill var auður. Alls voru 45 á kjörskrá og var kjör- sókn 68,9%. Að sögn Sólveigar Steinsson, for- manns Þroskaþjálfafélags Íslands, felur samningurinn í sér 38% upp- hafshækkun. Byrjunarlaun eru þá komin upp í 141.309 krónur á mán- uði. Launaþrepin í nýja samningn- um eru miðuð við starfsaldur, en áð- ur voru þau miðuð við lífaldur. Sólveig er ánægð með niðurstöð- una og segist vona að hún hafi áhrif á gang samningaviðræðna við ríkið. Á morgun verða greidd atkvæði um samning launanefndar sveitarfélaga, sem einnig var undirritaður 22. júní, en 9. júní felldu þroskaþjálfar þar samning í atkvæðagreiðslu. Verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum og hófst 15. júní stendur enn og segir Sólveig að samningaviðræður strandi á launalið stofnanasamninga. Stofnan- irnar fái allt sitt fjármagn frá ríkinu og geti ekki skrifað undir samning án þess að hafa tryggt fjármagn frá ríkinu. 132 þroskaþjálfar starfa hjá öðrum stofnunum ríkisins og hafa þeir boðað verkfall frá og með morg- undeginum, náist samningar ekki fyrir þann tíma, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpa átta mánuði. Sólveig segir fátt benda til þess að samningar náist fyrir þann tíma. Forsætisráðherra beðinn að hafa forgöngu um að leysa vandann Við upphaf ríkisstjórnarfundar í gærmorgun fjölmenntu þroskaþjálf- ar á baráttufund fyrir utan Stjórn- arráðið. Þar afhentu þeir Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem þess var farið á leit að hann hefði forgöngu um að leysa þann vanda sem kjaradeila þroskaþjálfa við ríkið og stofnanir þess stefnir í. Einnig fékk Davíð afhenta hvíta rós, ásamt upplýsingum um störf þroskaþjálfa og launakjör þeirra. Aðrir ráðherrar fengu, við komuna í Stjórnarráðið, einnig afhent þessi gögn, sem hafði verið pakkað í silfr- aðan pappír með hvítum borða. Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segir að tilgangur fundarins hafi verið að vekja athygli á kjaradeilu þroska- þjálfa og ítreka að þeir vilji lausn í deilunni. „Þetta er búið að vera mikil törn og mikil barátta, en við látum engan bilbug á okkur finna og höld- um ótrauð áfram,“ sagði Sólveig. Í gögnum sem ráðherrunum voru afhent kemur m.a. fram að kaup- máttur þroskaþjálfa hafi verið 9% minni í árslok 2000, en árið 1987, á sama tíma og kaupmáttur annarra háskólamenntaðra heilbrigðisstétta hefur hækkað um 130–240%. Samningafundur þroskaþjálfa og samninganefndar ríkisins hefur ver- ið boðaður hjá ríkissáttasemjara á hádegi í dag. Þetta er fyrsti fundur í deilunni frá því að samningar náðust við Reykjavíkurborg og segist Sól- veig vonast til að ríkið muni hafa þann samning til hliðsjónar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þroskaþjálfar stóðu fyrir baráttufundi við upphaf ríkisstjórnarfundar í gær til að vekja at- hygli á kjarabaráttu sinni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þroskaþjálfar færðu Davíð Oddssyni forsætisráð- herra hvíta rós og bréf þar sem hann var beðinn um að hafa forgöngu um að leysa þann vanda sem kjara- deila þroskaþjálfa við ríkið stefnir í. Á morgun hefst verkfall 132 þroskaþjálfa hjá ríkinu náist samningar ekki fyrir þann tíma. Þroskaþjálfar samþykkja kjarasamning Reykjavíkurborgar 94% samþykktu samninginn Útlit fyrir að á morgun hefjist verkfall 132 þroskaþjálfa hjá ríkinu                                !        "" #  $       !     %                       ! &        $'(       ""  )  "  #!   $  %   &   Vantar þig einhvern til að tala við? Ókeypis símaþjónusta 800 6464 Vinalínan opin á hverju kvöldi frá kl. 20 - 23. 100% TRÚNAÐUR Eingöngu sjálfboðaliðar sem svara í símann. Símaþjónusta fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.