Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 10

Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT framburði tveggja þýskra vitna sem voru meðal 30 far- þega í rútu sem féll út af brú yfir ána Hólsselskíl á Hólsfjöllum síðastliðið sumar með þeim afleiðingum að einn farþegi lést og 11 slösuðust, var öku- maður rútunnar almennt varkár og gætinn. Ökumaðurinn er með veru- lega skerta sjón á öðru auga og telur augnlæknir að færa megi rök fyrir því að sú staðreynd skipti máli þegar leitað er orsaka fyrir slysinu. Þrátt fyrir sjónskerðingu uppfyllti öku- maðurinn skilyrði fyrir ökuréttind- um. Ökumaðurinn sætir ákæru ríkis- saksóknara fyrir að hafa ekið of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar aðgæslu inn á brúna sem er einbreið. Aðalmeðferð í mál- inu hófst fyrir Héraðsdómi Vestur- lands í gær. Ákærði lýsti því fyrir dómi að hann hefði fundið fyrir höggi sem kom undir rútuna þegar út á brúna kom. Atburðarásin hefði verið hröð og eftir að höggið reið yfir hefði ekki verið unnt að stjórna rútunni með stýrinu og hún farið að velta. Ákærði lýsti brúnni sem mjög blekkjandi brú, þar sem hún liti út fyrir að vera breiðari en hún raunverulega væri. Upplýst var fyrir dómi að brúin væri 260 cm á breidd og rútan 249 cm. Tvö þýsk vitni, farþegar í rútunni, sem tekin var skýrsla af símleiðis með aðstoð dómtúlks, sögðu ákærða hafa verið gætinn ökumann og lipran í umferðinni og sagði annað þeirra, kona, að hún hefði ávallt verið vel geymd í bílnum meðan á ferðinni stóð. Hún kvað ákærða hafa ekið gætilega að brúnni en heyrt hvell um það leyti sem rútan fór út á brúna. Fyrir dóminn kom sem vitni augn- læknir sem rannsakaði sjón ákærða. Ákærði hafði áður lýst því fyrir dómi að hann væri allt að því eineygður vegna slyss sem hann varð fyrir á unga aldri. Hann sagðist þó ekki hafa fundið fyrir því að sjónskerð- ingin hefði háð sér í akstri. Augn- læknirinn sagði ákærða sjá frekar illa og væri hliðarsjón á hægra auga mjög skert. Taldi hann að færa mætti rök fyrir því að þetta skipti máli varðandi orsakir slyssins. Eldri ágallar taldir eiga þátt í slysinu Meðal vitna var bifvélavirkja- meistari sem var með þeim fyrstu á slysstað hinn 16. júlí. Hann sagðist hafa skoðað rútuna á vettvangi og taldi eldri ágalla á fjöðrunarbúnaði rútunnar hafa átt sinn þátt í að öku- maður missti stjórn á henni á brúnni. Þannig hefði verið búið að skera af fjaðrablaði, svokölluðu krókblaði, til að koma því upp á ann- að fjaðrablað, svokallað augablað. Þegar út á brúna kom hefði krók- blaðið húkkast af vegna skerðingar- innar. Framburður vélaverkfræðings, bifvélavirkjameistara og lögreglu, sem rannsökuðu rútuna kom ekki heim og saman við áðurnefndan framburð. Við skýrslutöku kom fram að engar grunsemdir hefðu vaknað um eldri skemmdir eða ágalla þegar rútan var rannsökuð eftir slysið. Stjórnandi lögreglurannsóknarinnar sagði hægra afturhjól rútunnar hafa verið ekið upp neðsta hluta annars brúarstólpans. Til þess benti mikið gúmmí á stólpanum. Starfsmaður vegagerðarinnar sem kannaði öku- ritaskífu rútunnar bar fyrir dómi að hugsanlegt væri að rútan hefði verið á 43 km hraða þegar slysið varð, væri tekið mið af 6 km vikmörkum. Annars sýndi ökuritinn að ökumaður hefði hægt á rútunni, úr 75 km hraða í 49 km. Þá hefði eitthvað gerst og rútan stöðvast algjörlega. Ökumaður rútu með 30 farþega ákærður vegna banaslyss í Hólsselskíl Farþegar töldu ökumann aðgætinn Ökumaður sjónskertur eftir gamalt slys TEKIST var á um hækkanir stræt- isvagnafargjalda á höfuðborgar- svæðinu í borgarráði í gær. Tvær bókanir voru gerðar um málið í borg- arráði. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er mótmælt harðlega fyrirhuguðum stórhækkunum far- gjalda strætisvagna í Reykjavík og segir: „Ljóst er að Reykvíkingar eru að súpa seyðið af sívaxandi halla- rekstri Strætisvagna Reykjavíkur á undanförnum árum.“ Þá segir að hækkanirnar gangi á móti stefnu- mörkun um að gera notkun almenn- ingssamgangna hagstæðan kost fyrir almenning og skora fulltrúar Sjálf- stæðisflokks á borgarstjóra að beita sér fyrir endurskoðun á hækkunun- um sem jafnframt eru sagðar ganga gegn vilyrðum R-lista um að farmiða- verð myndi fylgja almennum verð- lagshækkunum. Pólitískt moldviðri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, lét þá bóka að fyrri bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks væri lýs- andi fyrir tvískinnung sem einkenndi málflutning þeirra. „Í öðru orðinu gagnrýna þeir aukin útgjöld borgar- sjóðs, en í hinu orðinu mótmæla þeir öllum tillögum sem hafa það að mark- miði að halda aftur af útgjaldaaukn- ingu,“ segir í bókuninni og jafnframt að vildu sjálfstæðismenn auka niður- greiðslur borgarsjóðs á rekstri Strætó væri eðlilegra að þeir flyttu um það tillögu í stað þess að þyrla upp pólitísku moldviðri. Bókanir í borgarráði um Strætó vinnslustigi málsins þrátt fyrir sam- þykkt samgöngunefndar um að nefndin fjalli um leiðakerfi strætis- vagna í Reykjavík. Aukafundur í nefndinni Helgi Pétursson, formaður sam- göngunefndar, sagðist hafa orðið að KJARTAN Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykja- vík, segir í fréttatilkynningu að sér hafi verið meinað að leggja fram fyr- irspurn varðandi fyrirhugaðar far- gjaldahækkanir í strætisvagnaþjón- ustu og bókanir þar að lútandi á fundi samgöngunefndar síðastliðinn mánudag. „Um er að ræða mestu hækkanir á fargjöldum strætisvagna í Reykja- vík síðan á tímum óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni og fram kemur að sjálfstæðismenn hafi farið fram á aukafund í nefndinni vegna málsins en að Helgi Pétursson, formaður samgöngunefndar, hafi ekki viljað segja til um hvort orðið yrði við þeirri ósk. Kjartan segir málið „Leiðakerfi Strætó bs.“ hafa verið síðast á dag- skrá fundar samgöngunefndar og að lögð hafi verið fram bókun sjálfstæð- ismanna þar sem fram hafi komið hörð gagnrýni á þá þjónustuskerð- ingu sem fjölmargir farþegar yrðu fyrir samkvæmt fyrirliggjandi tillög- um að nýju leiðakerfi. Þá hafi verið gagnrýnt að fulltrúum samgöngu- nefndar hafi ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugað leiðakerfi né koma með breytingartillögur á slíta fundi því fulltrúar beggja fylk- inga hafi þurft frá að hverfa og fund- urinn hafi því ekki verið löglegur lengur. Hann sagði að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni Kjartans um aukafund í nefndinni og að hann væri á dagskrá klukkan tvö eftir há- degi í dag. Vinnubrögð í samgöngunefnd gagnrýnd Kjartan Magnússon borgarfulltrúi tók saman upplýsingarnar í töflunni um hækkun fargjalda.                                 !     "     #    "    $   %   $ $   & & %& & & ""& ""& & '())* +,-(,.+/ * - 012 3 -4)0/3) -5  0613        JPV-útgáfa ehf. hefur fest kaup á bókalager JPV-forlags af þrotabúi Genealogia Islandorum hf., alls um 30 bókatitlum. Með í kaupunum fylgja allir útgáfusamningar vegna áður útgefinna verka og annarra verka sem voru í bígerð og samið hafði verið um á síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá JPV-útgáfu ehf. Enn fremur eignast JPV-útgáfa merki forlagsins, lén og vefföng og allt kynningarefni og vinnslugögn vegna bóka sem unnar hafa verið á vegum útgáfunnar. Útgáfustjóri JPV, Jóhann Páll Valdimarsson, tók við starfi fram- kvæmdastjóra Genealogia Islandor- um í ársbyrjun árið 2000 en lét af störfum um síðustu áramót og stofn- aði JPV-útgáfu ehf. ásamt fjölskyldu sinni og Sigríði Harðardóttur rit- stjóra. Þegar Jóhann hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Genealogia Islandor- um var ákveðið að fyrirtækið haslaði sér völl í almennri bókaútgáfu auk ættfræðiútgáfu sem átti að verða meginsvið fyrirtækisins. Í þeim til- gangi var stofnað JPV-forlag sem var dótturfyrirtæki Genealogiu og alfarið í eigu þess en Jóhann Páll var útgáfustjóri þess. Jóhann Páll lét af störfum um síðustu áramót og stofn- aði nýtt útgáfufyrirtæki eins og áður er getið. Eigendur Genealogiu ósk- uðu síðan nýlega eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta sem síðan endaði með kaupum JPV-út- gáfu á öllu sem tilheyrði JPV-forlagi. JPV-útgáfa hefur í bígerð útgáfu á um 25 bókum á þessu ári. Þar á með- al er seinna bindi af Ísland í aldanna rás – 20. öldin 1951–2000 eftir Illuga Jökulsson og seinna bindi ævisögu Steins Steinars eftir Gylfa Gröndal. JPV-útgáfa kaupir bókalager JPV-forlags LAGT hefur verið til að stofnað verðisameiginlegt norrænt ráðherraráð sjávarútvegs-, matvæla- og landbún- aðarmála en núverandi skipulag með aðskilin ráðherraráð málaflokkanna verði lagt niður 1. september næst- komandi. Tillagan er háð samþykki samstarfsráðherra Norðurlanda. „Aðstæður eru að breytast í heim- inum og meiri víxlun er að verða á milli málaflokkanna. Því teljum við eðlilegt að sameiginlegt ráð verði stofnað,“ sagði Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á blaða- mannafundi ráðherranna á Hótel Loftleiðum í gær eftir sameiginlegan fund þeirra fyrr um daginn. Þar kom fram að ákvörðunin um sameiginlegt ráð endurspegli kröfur neytenda á Norðurlöndum um aukna vitneskju um öryggi og uppruna matvæla, hvort þau kunni að vera skaðleg heilsu og hvort framleiðsla þeirra hafi skaðað umhverfið. Hið nýja skipulag á að tryggja að öll ráðuneyti sem eiga hlut að máli leggi sitt af mörkum á sínu sviði frá mismunandi sjónarhornum með tilliti til matvæla- öryggis. Efla rannsóknir á magni díoxíns Norðurlöndin eiga að vera í for- ystu og sýna gott fordæmi varðandi verndun hafs og vatna var niður- staða fundarins en vatnsvernd og sjálfbær nýting auðlinda voru eitt aðalumræðuefnið. Fram kom að mikilvægt væri að Norðurlandaþjóð- irnar ynnu saman að rannsóknum á annars vegar næringarinnihaldi og hollustu fisks og fiskafurða og hins vegar magni díoxíns og annarra eit- urefna sem kunna að safnast upp í lífverum. Veita þyrfti aukið fjár- magn til slíkra rannsókna og vera sérstaklega á varðbergi gagnvart breytingum á lífríki sjávar. Ef magn óæskilegra efna í fiski ykist á einu svæði gæti samvinna Norðurlanda- þjóða á þessu sviði gefið af sér eins- konar viðvörunarkerfi fyrir önnur fiskveiðisvæði. Á fundinum var ákveðið að styðja verkefni sem miða að því að minnka brottkast fisks en einnig var rætt um norræna áætlun sem miðar að því að minnka notkun illgresis- og skor- dýraeyða í landbúnaði. Margir ráðherranna komu beint af ráðstefnu sem haldin var í Þórs- höfn í Færeyjum um verndun hafs og nýtingu auðlinda hafsins en í október er ráðgert að halda alþjóð- lega ráðstefnu á Íslandi um málefn- ið. Þrjú norræn ráðherra- ráð verði sameinuð í eitt Morgunblaðið/Sigurður Jökull Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra voru á ráðstefnunni. LJÓSLEIÐARI Símans fór í sundur á Hvolsvelli um miðjan dag í gær þar sem verið var að vinna á gröfu. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála Símans, segir að samband hafi kom- ist aftur á fljótlega en hún segir að ekki sé ósennilegt að einhverjar truflanir hafi verið á farsímakerfinu. „Það voru engar truflanir á höfuð- borgarsvæðinu og á fastlínukerfi Símans. Farsímakerfið úti á landi varð hugsanlega fyrir einhverjum truflunum en var þó ekki alveg úti. Sambandið kom inn strax aftur enda var nánast ekkert hringt í okkur vegna þessa atviks,“ sagði Heiðrún. Ljósleiðari Sím- ans í sundur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.