Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 11 NIÐURSTAÐA endurskoðunar Fasteignamats á fasteigna- og bruna- bótamati er sú að brunabótamat lækkar um 4% að meðaltali á lands- vísu, en fasteignamat hækkar um 14% að meðaltali, þar af nemur hækkun mannvirkjamats 9% og hækkun landmats 52%. Matið geng- ur í gildi 15. september næstkom- andi. Sveitarfélög miða fasteignagjöld við fasteignamat og segir Kristín Hilmarsdóttir, fjármálastjóri Garða- bæjar, að reglan sé sú að fasteigna- gjöld hækki í samræmi við fasteigna- mat, enda séu fasteignagjöld visst hlutfall af fasteignamati. Þannig hafi þetta þau áhrif að fast- eignaskattar í Garðabæ hækki sjálf- krafa um 16%, eða sem nemur hækk- un fasteignamatsins, nema ef vera skyldi að álagningaprósentan yrði lækkuð til að vega upp á móti hækk- uninni, en þaðyrði að sjálfsögðu póli- tísk ákvörðun. „Ég býst samt ekki við að það verði gert því við erum alveg í lágmarki með álagningu á fasteigna- skattinum miðað við önnur sveitar- félög,“ segir Anna. Hún segist telja nauðsynlegt að fá skýringar á því hvað liggi að baki hækkun fasteignamatsins. „Við erum að fá þetta í hendurnar og munum skoða í hverju þetta ligg- ur. Sérstaklega þarf að athuga hvernig á þessu stendur með land- matið, sem hækkar um 113% í Garða- bæ,“ segir Kristín. Tilgangur endurskoðunarinnar að samræma fasteignamatið Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, segir að tölu- vert væri um að fólk hefði samband og legði fram fyrirspurnir varðandi þessar breytingar. Flestar spurning- ar snerust um lækkun brunabóta- matsins sem gjarnan væri sett í samband við söluverð eigna. „En í sjálfu sér er brunabótamat ótengt söluverði og á bara að end- urspegla byggingarkostnað ef tjón verður á eigninni,“ segir Haukur. Hann segir að tilgangur endur- skoðunar á fasteigna- og brunabóta matinu hafi einkum verið sá að sam- ræma matið, svo sé það yfirvalda að ákveða hvort og þá hvaða áhrif breyt- ingarnar hafa á ýmis gjöld. „Fasteignamat ríkisins á að ákvarða fasteigna- og brunabótamat, þannig að það endurspegli það sem lög segja til um. Það er síðan annarra aðila, Alþingis og sveitarstjórna, að ákveða hvenær fasteigna- eða bruna- bótamat er notað sem skattstofn og þá hver álagningarprósentan er,“ segir Haukur. Pólitísk ákvörðun að breyta álagningarprósentunni Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um það hjá borginni hvort fasteignagjöld verði hækkuð í kjölfar umræddrar hækk- unar á fasteignamati, en hækkunin er 15% að meðaltali í Reykjavík. „Við erum ekki búin að fá skrána í hendurnar, þannig að við vitum ekki hvað þetta þýðir fyrir fasteignaskatta borgarinnar,“ segir Anna. Hún segir að næsta skref verði að reikna út fasteignagjöld þar sem nýtt fast- eignamat verði notað sem skattstofn, „en það yrði gert til þess að vita hvað þetta myndi þýða fyrir skatttekjur borgarinnar. Þegar það liggur fyrir geta menn farið að velta því fyrir sér hver staðan er,“ segir Anna. Hún segir að það sé að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að breyta álagningarpró- sentunni, en áður en niðurstöður áð- urnefndra útreikninga liggja fyrir segir hún engar forsendur vera fyrir því að taka slíka ákvörðun. Fasteignamat á að endurspegla gangverð eigna Að sögn Hauks Ingibergssonar var fasteignamatið endurskoðað vegna samræmingar annars vegar og hins vegar sem svar við beiðni sem barst Fasteignamati ríkisins í fyrra, frá sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu um að endurskoða fast- eignamat þar. Í kjölfar þeirrar beiðni fór fjármálaráðuneytið fram á að hið sama yrði gert á öllum þéttbýlisstöð- um landsins. „Við erum að samræma fasteigna- mat, en fasteignamat á að endur- spegla gangverð eigna. Kaupsamn- ingar sýna hvert er gangverð eigna og undir þessum breytingum á fast- eignamatinu liggja upplýsingar úr 17.000 sölusamningum frá síðustu misserum,“ segir Haukur. Mat á landverði hækkar almennt mun meira en mat á fasteignum og á það við alls staðar um landið. „Það endurspeglar hækkun und- anfarinna ára á verðmæti lands um allt land og kostnað við gatnagerð- artengi og lagnagerð og annan kostn- að sem þarf að leggja í lóðir,“ segir Haukur. Tilgangurinn fyrst og fremst að samræma matið Hvað endurskoðun brunabótamats varðar var tilgangurinn fyrst og fremst sá, segir Haukur, að sam- ræma matið. Hann bendir á að brunabótamatið hafi í mörgum tilfell- um verið áratuga gamalt og þá ekki metið með eins samræmdum verk- lagsreglum og æskilegt hefði verið. „Þannig var kannski meiri munur í brunabótamati hliðstæðra eigna en æskilegt er. Markmiðið með endur- mati brunabótamats er að samræma mat hliðstæðra eigna, þannig að allir sitji við sama borð. Einnig að tryggja að matið endurspegli það sem það á að endurspegla, sem er sá bygging- arkostnaður sem fer forgörðum í eldi, ef brennur,“ segir Haukur. Við endurskoðun brunabótamats- ins var innleidd breyting samkvæmt breytingu á lögum um brunabótamat sem gerð var árið 1999. Í henni felst að í brunabótamati skuli taka tillit til afskrifta „með hliðsjón af aldri, sliti, viðhaldi og ástandi eignar og við höf- um verið að vinna að því síðan þessi lagabreyting var gerð með því að setja ákveðnar afskriftarreglur inn í brunabótamatið,“ segir Haukur, en þá lækki brunabótamatið eftir ákveðnum reglum með hækkandi aldri húsa. Niðurstaða endurskoðunar á fasteignamati er 14% hækkun að meðaltali Ekki ljóst hvaða áhrif hækk- unin hefur á fasteignagjöld FYRSTA flugvél Tryggva Helga- sonar, sem var fengin hingað til lands árið 1959 til að sinna sjúkraflugi, var meðal 11 flugvéla sem tóku þátt í hópflugi Félags ís- lenskra einkaflugmanna í tilefni Jónsmessunætur, en vélarnar lentu á flugvellinum í Grímsey á föstudagskvöld. Liður í sumardagskrá Félags íslenskra einkaflugmanna Hópflug meðlima í Félagi ís- lenskra einkaflugmanna var farið í tilefni Jónsmessunætur og flugu ellefu flugvélar frá Reykjavík í miðnætursólinni, en að minnsta kosti einu sinni áður hafa fleiri vélar verið í Grímsey á sama tíma eða alls 18. Félagið bauð síðan í kaffi og kökur í gistiheimilinu Básum er til Grímseyjar var kom- ið. Að sögn Hjalta Geirs Guð- mundssonar, formanns Félags ís- lenskra einkaflugmanna, er svona flug að verða árlegur viðburður hjá félaginu. Félagið mun líka standa fyrir fleiri uppákomum í sumar og er það allt liður í sum- ardagskrá félagsins. Jón Karlsson flugvirki á Ak- ureyri segir að vél Tryggva hafi verið smíðuð árið 1957, en að hann hafi fengið hana hingað árið 1959. Þetta hafi verið fyrsta vélin sem Tryggvi lét flytja til Íslands en hún er tveggja hreyfla af gerð- inni Piper apache 150. „Hún þótti þá nokkuð merkileg vél, sem innlegg í sjúkraflugið, en hún var fyrst og fremst keypt fyr- ir sjúkraflug og leiguflug,“ segir Jón. Endurbyggð og í fínu lagi Jón segir að vélin hafi verið í mjög góðu ástandi þegar hætt hafi verið að nota hana fyrir rúm- lega aldarfjórðungi, þegar Tryggvi hætti flugrekstri sínum á Akureyri. „Hún var ekki notuð í mörg ár, en var svo aftur endurbyggð og ég held að hún líti mjög vel út og sé í fínu lagi í dag,“ segir Jón. Einkennisstafir vélarinnar og kallmerki er TF JMH og var vélin sú fyrsta sem fékk einkennisstafi sem hefjast á JM. Síðar fengu all- ar vélar Tryggva stafina JM, ásamt einum bókstafi til viðbótar og voru þessir einkennisstafir seinna teknir upp af Flugfélagi Norðurlands, sem og af Flug- félagi Íslands. „Þetta kallmerki verður til af því að bróðir Tryggva, sem fórst í sjúkraflugi, hét Jóhann Magnús Helgason, þaðan koma þessir staf- ir,“ segir Jón. Ellefu vélar lentu í Grímsey í miðnæturflugi Félags íslenskra einkaflugmanna á Jónsmessunótt Morgunblaðið/Anna Ellefu flugvélar lentu í Grímsey í miðnætursólinni aðfaranótt laugardags. Fyrsta flugvél Tryggva Helgasonar, tveggja hreyfla vél sem ber einkennisstafina TF JMH, er lengst til hægri á myndinni. Vinstra megin er flugstöðin í Grímsey, þá bærinn að Básum og til hægri má sjá fólk við vegvísinn sem sýnir vegalengdina til nokkurra stórborga. Fyrsta flugvél Tryggva Helgasonar með í för METAÐSÓKN er að námi við Kennaraháskóla Íslands og hafa aldrei fleiri verið teknir inn í skól- ann en nú. Verða nemendur Kenn- araháskólans rúmlega 1800 næsta skólaár. Tæplega 1000, eða 54% nemenda skólans, munu stunda nám sitt sem fjarnám og búa þeir á meira en 60 stöðum víðsvegar um landið og í tíu löndum utan Íslands. Aðrir nemendur stunda staðbundið nám í Reykjavík og við Íþrótta- fræðasetur Kennaraháskólans á Laugarvatni. Alls bárust 1081 umsókn um nám við skólann að þessu sinni og fá 804 nýnemar skólavist, 620 á sex námsbrautum í grunndeild skólans og 190 á átta námsbrautum í fram- haldsdeild, þar af rúmlega 30 sem hefja rannsóknartengt meistara- og doktorsnám. Fjölmennasta námsbraut við Kennaraháskólann er grunnskólakennaranám til B.Ed.-prófs og hefja rúmlega 300 nýnemar það nám í haust (175 staðnám og 127 fjarnám), en það er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Vaxandi aðsókn er líka að íþróttafræðinámi við Kennarahá- skólann. Í haust mun í fyrsta sinn hefjast fjarnám í þroskaþjálfun til B.A.- prófs, auk þess sem boðið verður upp á tvær nýjar námsbrautir í fjarnámi, þ.e. viðbótarnám í íþróttafræði til B.S.-prófs og dip- lómunám í tómstunda- og félags- málafræði fyrir starfsfólk sem vinnur að tómstundamálum í grunnskólum, framhaldsskólum, félagsmiðstöðvum, íþrótta- og æskulýðsfélögum og á öðrum vett- vangi tómstunda og frítíma. Rúmlega 1800 nemendur við Kennaraháskóla Íslands næsta haust Um 54% nemenda verða í fjarnámi                '                                 ! "#$ "$ %$ #$ &$ &$ &$ %'$ '$ ($ )* %($ ""#$ "''$ %#%$ '+$ &&$ (,$ #+$ "-.$ #&$ / 0   "&$ "'$ "+$ ".$ ""$ .$ ""$ %+$ "#$ "%$  1 "#$ "$ #$ &$ %$ ,$ ,$ %$ "$ %$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.